Innlent

Rækjuvefurinn skráður í Evrópusamkeppni

Rækjuvefur Grunnskólans á Hólmavík hefur verið skráður í Evrópusamkeppnina Elearning Awards, þar sem besta námsefnið á Netinu er verðlaunað. Rækjuvefurinn hlaut fyrr í haust fyrstu verðlaun í samkeppni um besta sjávarútvegsvefinn.

Rækjuvefurinn er meðal þeirra fjórtán íslensku verkefna frá ellefu skólum sem hafa verið skráð í keppnina. Alls hafa rúmlega 700 verkefni frá ýmsum Evrópulöndum verið skráð í keppnina en verðlaunaafhending fer fram í París 8. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á vefnum Strandir.is.

Sjá má Rækjuvefinn hér

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×