Innlent

Sótti veikan sjómann

Björgunarþyrlan Líf sótti í morgun veikan sjómann út af Patreksfirði. Sjómaðurinn er í áhöfn á togaranum Guðmundi í Nesi og þótti nauðsynlegt að flytja hann sem fyrst á sjúkrahús eftir að ljóst var að hann var alvarlega veikur.

Vel gekk að flytja sjúklinginn um borð í þyrluna en þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli tuttugu mínútúr yfir tólf og var maðurin fluttur á Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×