Innlent

Þungar áhyggjur af fangafluginu

Herkúles-vél Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli
Herkúles-vél Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli MYND/Teitur

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir þungum áhyggjum af því að bandarískar herflugvélar hafi haft viðkomu hér á landi á leið sinni með fanga til landa þar sem pyntingum er beitt við yfirheyrslur. Hér á landi gildi bann við pyntingum og illri meðferð, sem feli einnig í sér algjört bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður eða látinn sæta ómannúðlegri meðferð. Amnesty skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn fangaflutningum af þessu tagi. Umrædd vél lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr á árinu og hafði sólarhrings viðdvöl, en engir farþegar fóru frá borði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×