Fleiri fréttir

Fólksbíll valt

Fólksbíll fór út af Ólafsfjarðarvegi við Ársskógsskóla um tvö-leytið í dag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í krapi og bíllinn fór út af og valt á hliðina. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Bíllinn er nánast óskemmdur.

Sendibíll valt í Vatnsskarði

Óhapp varð í Vatnsskarði í kvöld þegar sendibíll með fimm farþegum valt út af. Engin slys urðu á fólki. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og hélt hann svo för sinni áfram.

Slys í Skorholtsbrekku

Slys varð í Skorholtsbrekkunni í Borgarfirðinum í gær þegar dráttarbíll með gámavagn rann út af í vindhviðu og valt ofan á fólksbíl sem hafði fokið út af nokkru áður. Þetta gerðist upp úr sex í gærkvöld. Umferðin stöðvaðist á þessum stað en bílum var beint niður Melasveitaveginn. Veður var vont fram eftir kvöldi í gær.

Gabríela fékk heiðursverðlaun Myndstefs

Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður fékk í dag heiðursverðlaun Myndstefs. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt, en það var forseti Íslands sem afhenti þau.

Neita að fara án launaseðla

Starfsmannaleigan 2B gerði í dag tilraun til þess að senda átján pólska starfsmenn sína úr landi. Starfsmennirnir neita að fara fyrr en þeir fá launaseðla og staðfestingu á vinnu sinni.

Eiga allt sitt undir blóði úr blóðbankanum

Nýburarar á vökudeild og fólk sem berst við krabbamein getur átt sitt undir því að nóg sé til af blóði í Blóðbankanum. Bankinn er að hrinda af stað átaki til blóðsöfununar og segir yfirlæknir bankans nauðsynlegt að heilbrigðisyfirvöld tryggi fjármuni til kynningarstarfs.

Eldur í fjölbýlishúsi í Álftamýri

Verið er að reykræsta í kjallara í fjölbýlishúsi í Álftamýrinni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt á svæðið eftir að elds varð vart. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað

Snarvitlaust veður á Norðurlandi í allan dag

Snælduvitlaust veður hefur verið í allan dag á Norðurlandi. Um hundrað og þrjátíu manns þurftu að yfirgefa bíla sína á þjóðveginum milli Laugarbakka í Miðfirði og Blönduóss í gærkvöld. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir fólkið og björgunarsveitir hafa unnið baki brotnu síðan um kvöldmatarleytið í gær.

Meðalhiti á Íslandi mun hækka

Hækkun meðalhita á Íslandi um tvær til þrjár gráður á næstu hundrað árum mun einkum koma fram í fækkun kuldakasta að vetri fremur en hærri sumarhita. Samkvæmt nýjum tölvuútreikningum mun hlýna meira inn til landsins en út við ströndina. Þá mun úrkoma aukast.

Ekkert útboð

Byggingaverktakar undrast að ein verðmætasta lóð Reykjavíkur skuli ekki boðin út. Borgin hefur hafið samningaviðræður við dótturfélag Íslandsbanka um lóð Strætós á Kirkjusandi.

Danskir háskólar þeir bestu á Norðurlöndum

Danskir háskólar eru þeir bestu á Norðurlöndum þegar kemur að hugvísindum, félagsvísindum og náttúruvísindum. Þetta sýnir könnun hins virta breska menntatímarits Times Higher Education Supplements, en tímaritið birtir árlega lista yfir 100 bestu háskóla heims.

Skipar nefnd um hollara mataræði og meiri hreyfingu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að samræmdum aðgerðum til að taka á vandamálum sem tengjast þessu.

Samtök framleiðenda frumlyfja stofnuð

Samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi hafa verið stofnuð. Formaður er Hjörleifur Þórarinsson hjá GlaxoSmithKline. Tilgangur samtakanna er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu.

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið hefur fyrirtækið staðfest lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og segir að horfur um lánshæfismat séu stöðugar.

Þörf á blóðgjöfum þar sem þjóðin eldist

Þörf er á fleiri blóðgjöfum hér á landi þar sem íslenska þjóðin er að eldast. Með hækkandi meðalaldri þurfa fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum sem ætlar ásamt Og Vodafone að standa að auglýsingaherferð þar sem fjölga á blóðgjöfum og vekja fólk til umhugsunar um þessa áskorun framtíðarinnar.

Búið að opna þjóðveginn

Búið er að opna þjóðveg eitt milli Laugarbakka og Víðihlíðar. Búið er að losa meirihluta þeirra bíla sem fastir voru á veginum milli Laugarbakka og Víðihlíðar enn eru þó nokkrir bílar fastir en Ragnar Árnason, verkstjóri hjá Vegagerðinni, segir mikla hríð á svæðinu.

Kirkjusókn jókst um 28% milli ára

Kirkjusókn í Reykjavíkurprófastsdæmunum tveimur, vestra og eystra, jókst um tuttugu og átta prósent fyrstu vikuna í október miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Reykjavíkurprófastdæmi eystra. Heildarfjöldi kirkjugesta þessa viku í ár nam rúmum tuttugu og fimm þúsundum.

Ekki trygging fyrir því að dragi úr heimilisofbeldi

Nýjar verklagsreglur um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála tóku gildi í síðustu viku. Það eitt og sér er þó engin trygging fyrir því að dragi úr heimilisofbeldi að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfs.

Ekki fuglaflensa á Chios

Talsmenn Evrópuráðsins greindu frá því í morgun að grunur um fuglaflensu á grísku eyjunni Chios hafi ekki átt við rök að styðjast.

Örninn er allur

Örninn sem var fangaður í Súðarvíkurhlíð síðastliðinn föstudag var aflífaður í gær. Örninn var illa vængbrotinn svo ekki þótti annað hægt en að aflífa hann.

Hættir tilraunum til að opna þjóðveginn

Veður hefur versnað á ný í Húnavatnssýslum og eru vegagerðarmenn hættir tilraunum sínum til að opna þjóðveg eitt á norðurleiðinni á milli Laugabakka og Víðihlíðar. Langflestir þeirra rúmlega hundrað, sem björgunarsveitarmenn björguðu úr föstum bílum í gærkvöldi og nótt, eru enn strandaglópar í þéttbýliskjörnum á leiðinni.

Stórhuga hjá Sterling

Stefan Vilner, framkvæmdastjóri Sterling-flugfélagsins í Danmörku, segist fullviss um að innan tíu ára munu að minnsta kosti helmingur Dana nýta sér þjónustu lággjaldaflugfélaga fremur en annarra. Greinilegt er að innan Sterling eru menn stórhuga því í síðustu viku lýsti Hannes Smárason, forstjóri FL Group sem nú á Sterling, því yfir að þar á bæ hyggðust menn fjórfalda verðmæti félagsins á einu ári.

Skeljungur og Essó lækkuðu verð um helgina

Olíufélögin Skeljungur og Essó lækkuðu bensínverð um helgina og er lítrinn á sjálfsafgreiðslustöðvum hjá báðum félögum kominn niður undir 109 krónur. Samkvæmt heimasíðu Olís í morgun hafði engin lækkun orðið þar.

23 teknir fyrir ölvunarakstur

Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur um helgina, þar af tólf í fyrrinótt. Þetta er óvenju mikið að sögn lögreglu og kann hún ekki skýringu á þessu.

Skólar lokaðir vegna ófærðar

Grunnskólarnir á Hvammstanga og Laugabakka og leikskólinn á Hvammstanga verða lokaðir í dag vegna veðurs og ófærðar.

Konan komin í leitirnar

Kona sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í fjölmiðlum í gærkvöldi kom í leitirnar skömmu síðar, heil á húfi.

Varð vélarvana undan ströndum Grindavíkur

Vélarbilun varð í 180 tonna togbáti þegar hann var staddur u.þ.b. sex sjómílur út af Grindavík í gærkvöld með nokkurra manna áhöfn. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og var björgunarskipið Oddur V. Gíslason sent til móts við bátinn.

Þrír Svíar létu lífið á Kanaríeyjum

Þrír létu lífið og 22 slösuðust, þar af fimm alvarlega, þegar rúta á vegum sænsku ferðaskrifstofunnar Apollo fór út af vegi og valt á Tenerife, einni af Kanaríeyjunum, í gær. Apollo-ferðaskrifstofan hefur nýhafið sölu hér á landi á ferðum til Kanaríeyja.

Rúmlega 100 manns í hrakningum

Rúmlega hundrað manns í u.þ.b. þrjátíu bílum lentu í hrakningum á þjóðveginum í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi þegar óveður skall þar á eins og hendi væri veifað. Mikil snjókoma fylgdi hvassviðrinu þannig að ekkert skyggni var og fljótlega fór að hlaða í skafla.

Blóðbankinn lýsir eftir hetjum

Blóðbankinn lýsir eftir hetjum og óskar eftir blóði til að geta brugðist við alvarlegum slysum, náttúruhamförum og þvíumlíku. Um níu þúsund manns gefa blóð hér á landi reglulega en það er um fimm prósent þjóðarinnar.

Félagsmálaráðherra lofar úrbótum

Aðstandendur geðfatlaðra vonast til að þjóðarátak verði gert til að virkja fólk með geðraskanir. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, segir að málefni geðfatlaðra verði næsta forgangsverkefni í samfélagshjálp á Íslandi.

Fyrst á dagskrá eftir fimmtíu ár?

Gísli Marteinn Baldursson segir að byggð í Akurey og Engey komist fyrst á dagskrá eftir hálfa öld. Byggð í eyjunum var í sumar kynnt sem aðalstefnumál Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.

Rauði Krossinn býður heimsóknarþjónustu

Þeir sem þarfnast vina geta haft samband við Rauða krossinn sem sér um heimsóknarþjónustu. Í sambandi við fréttaröð Stöðvar 2 um einstæðinga tókum við hús á konu sem á fáa að og fær því heimsókn sem bæði hún og gestur hennar hafa gaman af.

Vill skilyrða sölu Landsvirkjunar

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda Flokksins, hyggst á fundi borgarstjórnar á morgun leggja fram tilögu þar sem hann fer fram á að sala Reykjvíkurborgar á tæplega 45% hlut í Landsvirkjun verði skilyrt .

Alvöru stjörnustríð í Kaliforníu

Stjörnustríð er háð í Kaliforníu þessa dagana. Hollívúddleikararnir Warren Beatty og Arnold Schwarzenegger, sem jafnframt er ríkisstjóri, vega hvor að öðrum opinberlega. Margir telja að Warren Beatty sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir mótframboði á næsta ári.

Komin fram heil á húfi

Konan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í dag, og hafði ekki látið vita af sér síðan um miðjan dag í gær, er komin fram, heil á húfi. Lögreglu barst ábending um hvar konuna væri að finna eftir að lýst var eftir henni í fréttum Stöðvar 2.

Ekki hætt við fyrningarleiðina

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafnar alfarið fullyrðingum Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að Samfylkingin hafi skipt um stefnu varðandi fyrningar aflaheimilda.

Ákærður fyrir ritstuld

Dan Brown, höfundi metsölubókarinnar Da Vinci lykillinn, sem selst hefur í tuttugu og fimm milljónum eintaka um allan heim, stendur nú frammi fyrir ákæru um ritstuld. Er það í annað sinn sem hann er borinn slíkum sökum.

Hrakandi siðferðisþrek í stjórnartíð Bush

Meirihluti aðspurðra Bandaríkjamann segja ákærurnar á Lewis Libby gefa til kynna mun víðtækari siðferðisbrest og spillingu innan stjórnar Bush en þá óraði fyrir. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á dögunum og þá sagði meira en helmingur aðspurðra að siðferðisþreki og heiðarleika meðal ráðamanna hafi hrakað verulega í stjórnartíð Bush. Niðurstöður könnunarinnar eru skellur fyrir stjórn Bush sem enn sætir hörðum ásökunum vegna slælegra viðbragða við fellibylnum Katrínu.

Snjóflóð á Flateyrarvegi

Snjóflóð féll á Flateyrarvegi rétt fyrir utan kauptúnið, milli Sólbakka og Hvilftar, um eittleytið í dag . Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði sakaði engan og vegurinn var lokaður fólksbílaumferð í klukkutíma. En þó var snjóflóðið það grunnt að vegurinn var fær jeppum.

Bruni í Keflavík í gær

Nokkurt tjón hlaust af bruna í iðnaðarhúsnæði í Grófinni í Keflavík síðdegis í gær. Þaðan lagði svartan reyk og þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang lék talsverður eldur um rýmið á jarðhæð hússins; þar var rekinn Jóga-salur þar til fyrir nokkrum vikum. Inni voru húsgögn og virðist eldurinn hafa komið upp í sófa. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið.

Litli leikklúbburinn á götunni

Þrymskviða, sem Litli leikklúbburinn ætlar að frumsýna á Ísafirði 12. nóvember, verður að öllum líkindum sýnt undir berum himni, samkvæmt héraðsfréttavefnum Bæjarins besta á Ísafirði.

Álfar og tröll atvinnuskapandi

Álfar, tröll og norðurljósin gætu orðið Stokkseyringum féþúfa ef áform um þjóðfræðisafn verða að veruleika. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá kaupum 1200 fermetra húsnæðis í þessu skyni þar sem Hólmaröst er með fiskvinnslu, en hún flytur í Þorlákshöfn í byrjun næsta árs. Haft er eftir Benedikti G. Guðmundssyni, forsvarsmanni félagsins um þetta safn, að það gæti gefið Sunnlendingum forskot í málefnum tengdum þjóðfræði og menningartengdri ferðaþjónustu, ef vel tekst til.

Sjá næstu 50 fréttir