Innlent

Vatnavextir í Jöklu

Brúnni yfir Jöklu var lokað í gærkvöldi vegna vatnavaxta í nokkra klukkutíma af öryggisástæðum. Búist við að hún fari undir vatn næstu daga. Að sögn verkefnisstjóra Landsvirkjunar á Kárahnjúkum hafa menn ekki miklar áhyggjur af vextinum því eins og kom í ljós í fyrrasumar þoldi hún straumþunga árinnar eftir að hafa farið undir vatn. Vatnavextir í Jöklu urðu miklir síðasta sumar en vatnavöxturinn er nú um hálfum mánuði fyrr á ferðinni. Mjög hlýtt hefur verið á Kárahnjúkum síðustu daga og hefur yfirborð árinnar hækkað í kjölfarið. Í gærkvöldi þurfti að loka brúnni frá klukkan hálf átta til klukkan ellefu þar sem áin náði upp undir brúargólfið. Harald Alfreðsson, verkefnisstjóri Landsvirkjunnar á Kárahnjúkum, segist nokkuð viss um að loka þurfi brúnni aftur í kvöld og þá líklega hálftíma fyrr en í gær. Búist er við að brúin fari undir vatn á næstu dögum en áhyggjur þess vegna eru ekki miklar. Að loka þurfi brúnni í einhverja klukkutíma af og til segir Harald hafa lítil áhrif á virkjunarframkvæmdir, það séu helst ferðmennirnir sem finni fyrir því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×