Innlent

Erlendir fangar kosta sitt

Kostnaður samfélagsins vegna erlendra fanga í íslenskum fangelsum eykst ár frá ári. Um fimmtán prósent þeirra fanga sem nú sitja inni eru útlendingar. Sakarkostnðaður vegna erlendra fanga var árið 2000 tæplega tvær milljónir króna. Árið eftir fór kostnaðurinn í 6,5 milljónir og í fyrra var hann tæplega níu milljónir króna. Fangarnir eru dæmdir til að greiða sakarkostnað en í þeim kostnaði felst aðallega lögfræði- og rannsóknarkostnaður. Samfélagið ber einnig kostnað vegna heilbrigðis- og tannlæknaþjónustu og þarf líka að greiða fyrir brottflutning fangans. Hafdís Guðmundsdóttir, skrifstofstjóri hjá Fangelsismálastofnun, segir að ekki gangi vel að innheimta sakarkostnað þar sem sumir fangar komi peningalausir til landisn en í sumum tilfellum eru peningar þeirra haldlagðir eigi fangarnir pening. Reynt er að innheimta en það gengur ekki vel. Erlendum föngum er yfirleitt vísað frá landingu þegar þeir hafa setið af sérr dóma. Útlendingastofnun sér um slíkar brottvísanir og fangarinir fá ekki að koma til Íslands í nokkur ár eftir brottvísun. Hafdís segir að íslensk fangelsi eigi erfitt með að taka við þessum straumi af erlendum föngum og hún sér fram á kostnaðaraukningu. Erlendum föngum hefur fjölgað mikið og alþjóðleg glæpastarfsem sem er að aukast á Íslandi kemur til með að auka kostnaðinn við erlenda fanga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×