Innlent

Fornleifarannsóknir á Skriðu

Munir, sem fundist hafa við fornleifarannsóknina á Skriðuklaustri, verða til sýnis  þar eystra næstu vikur. Sýningin var opnuð á föstudag. Á henni getur að líta muni sem fundist hafa við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri síðustu sumur og upplýsingar um klausturlífið að Skriðu eins og menn telja að það hafi verið fyrir 500 árum. Kennig er uppi um að þarna hafi verið rekið einhvers konar sjúkrahús þar sem bein sem fundist hafa sýna greinleg merki sýkingar. Ýmsir merkir munir eru til sýnir svo sem sverðlilja, brot úr steindum glugga og altaristeinn. Þarna eru einnig munir sem bera vott um tengsl við Frakkland en Stefán Jónsson, viskup í Skálholti og stofnandi Skriðuklausturs 1493, var menntaður og vígður í Frakklandi. Skriðuklaustursrannsóknir og Gunnarsstofnun standa saman að sýningunni og hún nýtur styrks frá Menningarráði Austurlands. Hún mun standa yfir til 18. september og verður opin fram að 28. ágúst alla daga kl. 10-18.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×