Innlent

Slys í Skorradal

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í gærkvöld til að sækja slasaðan mann í Skorradal. Maðurinn hafði orðið undir gröfu sem féll af kerru þegar verið var að flytja gröfuna niður af kerrunni. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík með höfuðáverka og gisti hann á spítalanum í nótt. Meiðsl hans eru þó ekki talin alvarleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×