Innlent

Tekinn með hass í Keflavík

Tvítugur piltur var hantekinn í nótt af lögreglunni í Keflavík vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit á honum fundust tveir hassmolar, samtals um tvö  grömm. Pilturinn var látinn laus eftir yfirheyrslu. Þá var ein minniháttar líkamsárás kærð í bænum. Ekki höfðu allir sem voru á skemmtistöðum bæjarnis til þess aldur og var fjórum stúlkum sem ekki höfðu náð átján ára aldri vísað út af lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×