Innlent

Vændisnefnd nær ekki saman

Vændisnefnd dómsmálaráðuneytisins nær ekki saman um leiðir til að sporna við vændi á Íslandi, fremur en allsherjarnefnd Alþingis í vetur. Sitt sýnist hverjum um sænsku leiðina en í Svíþjóð er refsivert að kaupa vændisþjónustu. Nefndin skilar áliti sínu á haustmánuðum og hún er klofin í afstöðu sinni til þess hverjum eigi að refsa ef upp kemst um vændi. Ásta Möller nefndarmaður fyrir Sjálfstæðisflokk segir þá vera búna að skoða þetta og fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra voru sammála um það að sænska leiðin væri ekki sú leið sem þau mæltu með. Fulltrúar Samfylkingarinnar vilja hinsvegar að sænska leiðin verði farin. Ágúst Ólafur frá Samfylkingunni segir þau vera sammála um að kaup á vændi eigi að vera refsiverð og að sænska leiðin sé raunhæf leið til að sporna gegn vændi. Ásta sagði að mikilvægt væri að þau næðu sátt en benti á að í nefndinn ríkti einhugur um að styrkja félagsleg úrræði til að sporna gegn vændi. Hún benti á að bæði Danir og Normenn hefðu skoðað sænsku leiðina og ekki fundist hún vænleg. Ólafur sagði að beita ætti öllum tiltækum ráðum til að uppræta vændi og sænska leiðin væri ein af þeim sem hentaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×