Innlent

Rann niður bratta brekku

Karlmaður og kona sluppu nær ómeidd þegar húsbíll þeirra hafnaði utan vegar og rann um fjörutíu metra niður bratta brekku á móts við bæinn Breiðavað skammt ofan Blönduóss um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á húsbílnum við óhappið að sögn lögreglu. Mildi þykir þó að ekki fór verr en ökumanni tókst að halda bílnum á hjólunum meðan hann rann niður brekkuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×