Innlent

Fimmtán hrefnur á land

"Það voru afar góð skilyrði fyrir veiðar um helgina og það veiddust fjórar hrefnur," segir Gunnar Bergmann Jónsson hjá Félagi hrefnuveiðimanna. Alls hafa því veiðst fimmtán dýr af þrjátíu og níu dýra hrefnuveiðikvóta en veiðar standa yfir í vísindaskyni til 15. ágúst. Hrefnunum er landað víða um landið en í dag verður tveimur landað á Norðfirði. Gunnar segir að hrefnukjötið komi í verslanir eftir hádegi í dag en í síðustu viku seldist allt hrefnukjöt upp og verður því unnið hörðum höndum við að verka dýrin og koma kjötinu í verslanir. "Þetta verður selt í sömu verslunum og áður og viðtökur hafa verið frábærar eins og áður hefur komið fram. Við erum því ánægðir að geta boðið landsmönnum upp á þetta kjöt sem er góður matur hvort sem er á grillið eða matreitt með öðrum hætti. Við reynum að klára kvótann áður en hrefnuveiðitímabilið er á enda því það er ljóst að það er eftirspurn hjá landsmönnum eftir hrefnukjöti," segir Gunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×