Innlent

Ókeypis skoðun á aftanívögnum

VÍS og Frumherji bjóða næstu daga ókeypis úttekt á fellihýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum og hestakerrum til að fólk geti gengið úr skugga um að tengi- og öryggisbúnaður þeirra sé í lagi áður en lagt er upp í ferðalag um verslunarmannahelgina. Þessi þjónusta er í boði ókeypis á öllum skoðunarstöðvum Frumherja á afgreiðslutíma þeirra fram að verslunarmannahelgi. Þessi þjónusta hefur verið veitt fyrir verslunarmannahelgina undanfarin tvö ár en nú er þetta í boði um land allt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×