Fleiri fréttir Vegurinn opnaður um níuleytið Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða mun verða opnaður um klukkan níu í kvöld að sögn Vegagerðarinnar. Unnið hefur verið að því frá því upp úr hádegi að ryðja veginn eftir að aurskriður féllu á hann. Ökumönnum er þó bent á að fara varlega því fleiri aurskriður gætu fallið. 3.7.2005 00:01 Ingvar í 16.-38. sæti á EM öldunga Ingvar Ásmundsson hafnaði í 16. til 38. sæti á Evrópumóti öldunga í skák sem lauk í Bad Homburg í Þýskalandi í gær. 3.7.2005 00:01 Enn haldið sofandi í öndunarvél Manni er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hann slasaðist alvarlega í árekstri jeppa og fólksbíls á Hellisheiði á sjötta tímanum á föstudaginn. Að sögn lækna hefur ástand mannsins lítið breyst undanfarinn sólarhring. 3.7.2005 00:01 Fleiri skriður gætu fallið Vegurinn um Fagradal er lokaður vegna aurskriðna en vonast er til að hægt verði að opna hann seint í kvöld. Að minnsta kosti sjö bílar voru fastir í dag á milli skriðna og er óttast að fleiri skriður geti fallið. Tæplega hundrað manns flúðu tjaldstæðið á Höfn í Hornafirði vegna vonskuveðurs og leituðu skjóls í íþróttahúsinu. 3.7.2005 00:01 Gestir Humarhátíðar leituðu skjóls All margir gestir humarhátíðar á Höfn þurftu aðstoð frá björgunarsveitum við að taka saman föggur sínar þegar veðrið tók að versna í gær morgunn. Þar sem ekki var ráðlagt að vera á ferðinni vegna veðurs leituðu um 80 manns skjóls í íþróttahúsinu og biðu þar eftir að veðrinu slotaði. 3.7.2005 00:01 Ók próflaus á hús Um klukkan hálf þrjú, aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Austurborginni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og reyndi að komast undan. Það tókst þó ekki betur en svo að bíllinn hafnaði inni í húsagarði á gatnamótum Skeiðarvogs og Langholtsvegs og rakst þar á húsvegg. 3.7.2005 00:01 Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi Alþjóðleg glæpastarfsemi með öllu sem henni fylgir hefur skotið rótum á Íslandi. Fréttastofa Stöðvar 2 mun á næstu dögum sýna röð frétta um skipulagða glæpi á Íslandi og umfang þeirra, þá fyrstu annað kvöld. 3.7.2005 00:01 Húsbíll fauk út af Síðdegis í gær fauk húsbíll út af veginum við Böðvarsholt í Staðarsveit. Bíllinn er gjörónýtur en allir sem í bílnum voru sluppu nokkuð vel og fengu að fara heim eftir læknisskoðun. 3.7.2005 00:01 Umferðin dreifðari en oft áður Ein mesta ferðahelgi ársins er afstaðin. Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig en víða urðu minniháttar óhöpp einkum vegna veðurs. 3.7.2005 00:01 Talsvert tjón vegna rigninga Gríðarleg rigning á Austurlandi olli víða tjóni í gær. Um hádegisbil féllu skriður á veginn í Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða og var veginum fljótlega lokað vegna skemmda og hættuástands. Vegurinn var lokaður allan daginn í gær. 3.7.2005 00:01 Bifhjól fauk út af Um klukkan fjögur síðdegis í gær fauk bifhjól út af veginum á Kjalarnesi. Gríðarlegt hvassviðri og rigning olli því að víða var illfært um vegi landsins og var ástandið sérlega slæmt á Vesturlandsvegi. 3.7.2005 00:01 Spurning um hæfi Halldórs Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Halldór Ásgrímsson hafa verið vanhæfan þegar gengið var frá sölu ríkisbankanna og vísa til lögfræðilegrar álitsgerðar sem meðlimir ríkisstjórnarinnar gera lítið með. Spurningum um vanhæfi Halldórs er ennþá ósvarað. 3.7.2005 00:01 Davíð þyrlar upp ryki Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir þingmenn stjórnarandstöðunnar eki þora að spyrja um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar ríkisbankarnir voru seldir því þeir óttist svarið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru á allt öðru máli. 3.7.2005 00:01 Faðir, sonur og móðir prestar Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. 3.7.2005 00:01 Ríkisstjórnin líklega blekkt "Ef þýski bankinn keypti aldrei bréf í Búnaðarbankanum, eins og haldið er fram, hefur ríkisstjórnin líklega verið blekkt," segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um hinn þráláta orðróm að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi aldrei átt bréf í Búnaðarbankanum. 3.7.2005 00:01 GSM-sendir Og Vodafone úti GSM-sendir hjá Og Vodafone er úti á Egilsstöðum vegna bilunar í ljósleiðara á Austurlandi. Þá hefur bilunin einnig áhrif á ADSL-notendur á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og á Djúpavogi. 3.7.2005 00:01 Skipverja í háska bjargað Skipverja af Ísborgu SH var bjargað í gærkvöldi eftir að báturinn hálfsökk. Skipverjanum tókst ekki að kalla á hjálp en Bárður SH sem var nærstaddur lét vita af því sem var að gerast, sigldi síðan að Ísborginni og bjargaði skipverjanum um borð. Ísborgin var síðan tekin í tog og dregin í hálfu kafi inn á Arnarstapa. 2.7.2005 00:01 Sturla ekki í forstjórastólinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun ekki setjast í forstjórastól Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins en starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar. Fram hefur komið í <em>Viðskiptablaðinu</em> að Sturla muni að öllum líkindum taka við starfinu en aðstoðarmaður ráðherra neitar því alfarið. 2.7.2005 00:01 Fékk fiskikar í höfuðið Karlmaður fékk fiskikar í höfuðið á Arnarstapa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu og stóð til að fljúga eftir manninum en eftir nánari rannsókn var ákveðið að flytja hann til Reykjavíkur með sjúkrabíl og gekkst hann undir aðgerð í gærkvöldi. 2.7.2005 00:01 40-50 teknir fyrir hraðakstur Á milli fjörutíu og fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Akureyri í gær og í nótt. Sá sem mældist á mestum hraða var á rúmlega hundrað og fjörutíu kílómetra hraða á þjóðvegi þar sem hámarkshraðinn er níutíu. Þá stöðvaði lögreglan í Ólafsvík tíu manns fyrir hraðakstur í gær og tvo fyrir ölvunarakstur. 2.7.2005 00:01 Haldið sofandi í öndunarvél Einn maður er alvarlega slasaður eftir árekstur á Hellisheiði á sjötta tímanum í gær. Jeppi og fólksbíll sem voru að mætast rákust saman. Fernt var flutt á slysadeild og var þrennt útskrifað í gærkvöldi en sá sem mest slasaðist var í aðgerðum í nótt og er nú á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. 2.7.2005 00:01 Jón Gerald stefnir Jóni Ásgeiri Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. 2.7.2005 00:01 Kínversk sendinefnd gekk af fundi Kínversk sendinefnd gekk af fundi með embættismönnum í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Ástæðan er heimsókn taívanskrar sendinefndar til Íslands þar sem utanríkisráðherrann er með í för. 2.7.2005 00:01 Helmingur starfseminnar úr landi? Svo getur farið að danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, flytji um helming starfsemi sinnar frá Danmörku. Þá er ljóst að dregið verður úr sætaframboði á leiðum sem Sterling og Maersk, sem er í eigu sömu aðila, fljúga bæði á. 2.7.2005 00:01 Nauðgun kærð á Humarhátíðinni Nauðgun hefur kærð á Humarhátíðinni sem fram fer á Höfn í Hornafirði um helgina. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem sér um gæslu á hátíðinni, er málið upplýst. 2.7.2005 00:01 Vilja ræða olíuverð á fundi G8 Þjóðverjar munu leggja áherslu á að heimsmarkaðsverð á olíu verði lækkað á fundi G8, leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims, í næstu viku. Í tilkynningu sem þýska ríkistjórninn sendi frá sér í dag segir að fyrir utan málefni Afríku, sem rædd verða ítarlega á fundinum, sé afar mikilvægt að ræða olíverðið sem fari síhækkandi því það snerti efnahag allrar heimsbyggðarinnar. 2.7.2005 00:01 Menningarmálaráðherra í heimsókn Valgerd Svarstad Haugland, menningarmálaráðherra Noregs, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra dagana 3.-5. júlí. Í heimsókninni mun norski menningarmálaráðherrann heimsækja fjölmargar íslenskar menningarstofnanir, m.a. Þjóðminjasafnið, Vesturfarasetrið á Hofsósi og Hóla í Hjaltadal. 2.7.2005 00:01 Spyrja ekki af ótta við svarið <font face="Helv"> </font>Forystumenn stjórnarandstöðunnar segjast bíða viðbragða við lögfræðiáliti, sem þeir hafa látið vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki efast um það að Halldór Ásgrímsson hafi gengið fram af heilindum í bankasölunni eins og í öðrum málum sem þeir haft samstarf um. 2.7.2005 00:01 Skessuhorn kaupir hestavef Skessuhorn ehf. á Vesturlandi á hefur keypt vefmiðilinn www.847.is. Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Skessuhorns, segir að hann sé án efa einn vinsælasti vefur landsins á sviði hestamennsku og tengds efnis og bindur því miklar vonir við hann. 2.7.2005 00:01 Mannslát og grunur um nauðganir Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. 2.7.2005 00:01 Fíkniefni á færeyskum dögum Á föstudagskvöld stöðvaði lögreglan á Snæfellsnesi nokkra bíla við Lyngbrekku í umferðareftirliti og gerði leit í þremur. Með hjálp fíkniefnahundar fundust níu grömm af amfetamíni, sautján e-töflur og eitthvað af hassi 2.7.2005 00:01 Tjöld og sumarbústaðir fuku Mikið fjör var á færeyskum dögum í Ólafsvík um helgina og fjöldi fólks sóttu bæinn heim. Lögreglan áætlar að um 3000 til 5000 manns hafi verið í bænum. 2.7.2005 00:01 Jón Gerald í meiðyrðamál Ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gagnrýnir Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar málsins í álitsgerð hann samdi. Þar fer hann einnig hörðum orðum um Jón Gerald Sullenberger sem ætlar að stefna lagaprófessornum. 2.7.2005 00:01 Hvenær er best að gifta sig? Það er best að gifta sig 31. júlí, 3. ágúst eða 14. ágúst. Að sama skapi er 10. júlí afleitur dagur til veisluhalda. Veðurstofan hefur nú gert úttekt á veðrinu einstaka daga að sumarlagi klukkan þrjú eftir hádegi, allt frá árinu 1949, svo að fólk viti nú hvað sagan segir um líkur á góðu veðri á stóra daginn. 2.7.2005 00:01 Gætu lent á biðlistum "Nýtt rafrænt skráningarkerfi tryggir aðgang allra grunnskólanemenda til framhaldsnáms en þeir sem hafa verið frá námi af einhverjum orsökum gætu lent á biðlistum. Við höfum enga yfirsýn yfir þá sem hafa verið frá námi í einhvern tíma og því ómögulegt að tryggja aðgang þeirra að framhaldsnámi," segir Karl Kristjánsson, deildarstjóri skóla- og símenntunardeildar á skrifstofu menntamála í Menntamálaráðuneytinu. 2.7.2005 00:01 Umtalsverðar kjarabætur Sjúkraliðafélag Íslands hafa skrifað undir kjarasamning við ríkið, og felur hann í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir sjúkraliða. 2.7.2005 00:01 Hafði tilkynningaskyldu ytra Rúmlega tveir þriðju hlutar hagnaðar Hauck & Aufhäuser árið 2004 eru vegna söluhagnaðar af Búnaðarbanka. Þýski bankinn hafði tilkynningarskyldu vegna kaupanna hjá þýska fjármálaeftirlitinu. Veltureikningur að stærstum hluta eign í Búnaðarbanka. 2.7.2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur stærstur Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem gerð var í júní breytist fylgi flokkanna lítið frá því í maí. Fylgi er mest við Sjálfstæðisflokkinn tæplega 38 prósent, sem er það sama og í síðasta mánuði. 2.7.2005 00:01 Tvær nauðganir í rannsókn Grunur liggur á að tveimur konum hafi verið nauðgað um helgina, önnur var á Færeyskum dögum í Ólafsvík, en hin á humarhátíðinni í Höfn í Hornafirði. 2.7.2005 00:01 Lausn í sjónmáli Háskólinn á Akureyri og Menntamálaráðuneytið hafa gert með sér drög að samkomulagi til að leysa fjárhagsvanda Háskólans. 2.7.2005 00:01 Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. 2.7.2005 00:01 Aukið samstarf gæslunnar við BNA Bandarískur aðmíráll boðar aukið samstarf bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslunnar hér á landi. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að nú þegar sé allnokkurt samstarf á milli gæslnanna, sérstaklega á sviði þjálfunar og menntunar, auk þess sem skipst sé á upplýsingum um skipaferðir. 2.7.2005 00:01 Önnur Dornier í flota Landsflugs Önnur Dornier 328 flugvél hefur bæst í flota Landsflugs en vélin verður notuð í innanlandsflugi. Forsvarsmenn félagsins segja mikla spurn eftir leiguflugi innanlands eina helstu ástæðuna fyrir kaupunum á vélinni. 2.7.2005 00:01 Ofvitinn og Druslan í Skorradal Ekki er ólíklegt að Ofvitinn og Druslan verði á Indriðastöðum í Skorradal um helgina, eina stærstu ferðahelgi ársins, en þangað stefnir Félag húsbílaeigenda í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 kynnti sér ferðir þessara tveggja ásamt fjölda annarra húsbíla sem bera álíka skemmtileg nöfn en alls eru húsbílaeigendur hér á landi orðnir 800 talsins. 1.7.2005 00:01 Flytja lax upp fyrir Elliðavatn Til stendur að flytja 20 hrygningarpör úr Elliðaám upp fyrir Elliðavatn í Suðurá og Hólmsá. Ástæðan er sú að sífellt hrygna færri laxar á þessum slóðum og þykir fiskifræðingum það áhyggjuefni. 1.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vegurinn opnaður um níuleytið Vegurinn um Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða mun verða opnaður um klukkan níu í kvöld að sögn Vegagerðarinnar. Unnið hefur verið að því frá því upp úr hádegi að ryðja veginn eftir að aurskriður féllu á hann. Ökumönnum er þó bent á að fara varlega því fleiri aurskriður gætu fallið. 3.7.2005 00:01
Ingvar í 16.-38. sæti á EM öldunga Ingvar Ásmundsson hafnaði í 16. til 38. sæti á Evrópumóti öldunga í skák sem lauk í Bad Homburg í Þýskalandi í gær. 3.7.2005 00:01
Enn haldið sofandi í öndunarvél Manni er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir að hann slasaðist alvarlega í árekstri jeppa og fólksbíls á Hellisheiði á sjötta tímanum á föstudaginn. Að sögn lækna hefur ástand mannsins lítið breyst undanfarinn sólarhring. 3.7.2005 00:01
Fleiri skriður gætu fallið Vegurinn um Fagradal er lokaður vegna aurskriðna en vonast er til að hægt verði að opna hann seint í kvöld. Að minnsta kosti sjö bílar voru fastir í dag á milli skriðna og er óttast að fleiri skriður geti fallið. Tæplega hundrað manns flúðu tjaldstæðið á Höfn í Hornafirði vegna vonskuveðurs og leituðu skjóls í íþróttahúsinu. 3.7.2005 00:01
Gestir Humarhátíðar leituðu skjóls All margir gestir humarhátíðar á Höfn þurftu aðstoð frá björgunarsveitum við að taka saman föggur sínar þegar veðrið tók að versna í gær morgunn. Þar sem ekki var ráðlagt að vera á ferðinni vegna veðurs leituðu um 80 manns skjóls í íþróttahúsinu og biðu þar eftir að veðrinu slotaði. 3.7.2005 00:01
Ók próflaus á hús Um klukkan hálf þrjú, aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Austurborginni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og reyndi að komast undan. Það tókst þó ekki betur en svo að bíllinn hafnaði inni í húsagarði á gatnamótum Skeiðarvogs og Langholtsvegs og rakst þar á húsvegg. 3.7.2005 00:01
Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi Alþjóðleg glæpastarfsemi með öllu sem henni fylgir hefur skotið rótum á Íslandi. Fréttastofa Stöðvar 2 mun á næstu dögum sýna röð frétta um skipulagða glæpi á Íslandi og umfang þeirra, þá fyrstu annað kvöld. 3.7.2005 00:01
Húsbíll fauk út af Síðdegis í gær fauk húsbíll út af veginum við Böðvarsholt í Staðarsveit. Bíllinn er gjörónýtur en allir sem í bílnum voru sluppu nokkuð vel og fengu að fara heim eftir læknisskoðun. 3.7.2005 00:01
Umferðin dreifðari en oft áður Ein mesta ferðahelgi ársins er afstaðin. Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig en víða urðu minniháttar óhöpp einkum vegna veðurs. 3.7.2005 00:01
Talsvert tjón vegna rigninga Gríðarleg rigning á Austurlandi olli víða tjóni í gær. Um hádegisbil féllu skriður á veginn í Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða og var veginum fljótlega lokað vegna skemmda og hættuástands. Vegurinn var lokaður allan daginn í gær. 3.7.2005 00:01
Bifhjól fauk út af Um klukkan fjögur síðdegis í gær fauk bifhjól út af veginum á Kjalarnesi. Gríðarlegt hvassviðri og rigning olli því að víða var illfært um vegi landsins og var ástandið sérlega slæmt á Vesturlandsvegi. 3.7.2005 00:01
Spurning um hæfi Halldórs Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Halldór Ásgrímsson hafa verið vanhæfan þegar gengið var frá sölu ríkisbankanna og vísa til lögfræðilegrar álitsgerðar sem meðlimir ríkisstjórnarinnar gera lítið með. Spurningum um vanhæfi Halldórs er ennþá ósvarað. 3.7.2005 00:01
Davíð þyrlar upp ryki Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir þingmenn stjórnarandstöðunnar eki þora að spyrja um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar ríkisbankarnir voru seldir því þeir óttist svarið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru á allt öðru máli. 3.7.2005 00:01
Faðir, sonur og móðir prestar Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. 3.7.2005 00:01
Ríkisstjórnin líklega blekkt "Ef þýski bankinn keypti aldrei bréf í Búnaðarbankanum, eins og haldið er fram, hefur ríkisstjórnin líklega verið blekkt," segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um hinn þráláta orðróm að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi aldrei átt bréf í Búnaðarbankanum. 3.7.2005 00:01
GSM-sendir Og Vodafone úti GSM-sendir hjá Og Vodafone er úti á Egilsstöðum vegna bilunar í ljósleiðara á Austurlandi. Þá hefur bilunin einnig áhrif á ADSL-notendur á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og á Djúpavogi. 3.7.2005 00:01
Skipverja í háska bjargað Skipverja af Ísborgu SH var bjargað í gærkvöldi eftir að báturinn hálfsökk. Skipverjanum tókst ekki að kalla á hjálp en Bárður SH sem var nærstaddur lét vita af því sem var að gerast, sigldi síðan að Ísborginni og bjargaði skipverjanum um borð. Ísborgin var síðan tekin í tog og dregin í hálfu kafi inn á Arnarstapa. 2.7.2005 00:01
Sturla ekki í forstjórastólinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun ekki setjast í forstjórastól Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins en starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar. Fram hefur komið í <em>Viðskiptablaðinu</em> að Sturla muni að öllum líkindum taka við starfinu en aðstoðarmaður ráðherra neitar því alfarið. 2.7.2005 00:01
Fékk fiskikar í höfuðið Karlmaður fékk fiskikar í höfuðið á Arnarstapa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu og stóð til að fljúga eftir manninum en eftir nánari rannsókn var ákveðið að flytja hann til Reykjavíkur með sjúkrabíl og gekkst hann undir aðgerð í gærkvöldi. 2.7.2005 00:01
40-50 teknir fyrir hraðakstur Á milli fjörutíu og fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Akureyri í gær og í nótt. Sá sem mældist á mestum hraða var á rúmlega hundrað og fjörutíu kílómetra hraða á þjóðvegi þar sem hámarkshraðinn er níutíu. Þá stöðvaði lögreglan í Ólafsvík tíu manns fyrir hraðakstur í gær og tvo fyrir ölvunarakstur. 2.7.2005 00:01
Haldið sofandi í öndunarvél Einn maður er alvarlega slasaður eftir árekstur á Hellisheiði á sjötta tímanum í gær. Jeppi og fólksbíll sem voru að mætast rákust saman. Fernt var flutt á slysadeild og var þrennt útskrifað í gærkvöldi en sá sem mest slasaðist var í aðgerðum í nótt og er nú á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. 2.7.2005 00:01
Jón Gerald stefnir Jóni Ásgeiri Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. 2.7.2005 00:01
Kínversk sendinefnd gekk af fundi Kínversk sendinefnd gekk af fundi með embættismönnum í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Ástæðan er heimsókn taívanskrar sendinefndar til Íslands þar sem utanríkisráðherrann er með í för. 2.7.2005 00:01
Helmingur starfseminnar úr landi? Svo getur farið að danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, flytji um helming starfsemi sinnar frá Danmörku. Þá er ljóst að dregið verður úr sætaframboði á leiðum sem Sterling og Maersk, sem er í eigu sömu aðila, fljúga bæði á. 2.7.2005 00:01
Nauðgun kærð á Humarhátíðinni Nauðgun hefur kærð á Humarhátíðinni sem fram fer á Höfn í Hornafirði um helgina. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem sér um gæslu á hátíðinni, er málið upplýst. 2.7.2005 00:01
Vilja ræða olíuverð á fundi G8 Þjóðverjar munu leggja áherslu á að heimsmarkaðsverð á olíu verði lækkað á fundi G8, leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims, í næstu viku. Í tilkynningu sem þýska ríkistjórninn sendi frá sér í dag segir að fyrir utan málefni Afríku, sem rædd verða ítarlega á fundinum, sé afar mikilvægt að ræða olíverðið sem fari síhækkandi því það snerti efnahag allrar heimsbyggðarinnar. 2.7.2005 00:01
Menningarmálaráðherra í heimsókn Valgerd Svarstad Haugland, menningarmálaráðherra Noregs, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra dagana 3.-5. júlí. Í heimsókninni mun norski menningarmálaráðherrann heimsækja fjölmargar íslenskar menningarstofnanir, m.a. Þjóðminjasafnið, Vesturfarasetrið á Hofsósi og Hóla í Hjaltadal. 2.7.2005 00:01
Spyrja ekki af ótta við svarið <font face="Helv"> </font>Forystumenn stjórnarandstöðunnar segjast bíða viðbragða við lögfræðiáliti, sem þeir hafa látið vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki efast um það að Halldór Ásgrímsson hafi gengið fram af heilindum í bankasölunni eins og í öðrum málum sem þeir haft samstarf um. 2.7.2005 00:01
Skessuhorn kaupir hestavef Skessuhorn ehf. á Vesturlandi á hefur keypt vefmiðilinn www.847.is. Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Skessuhorns, segir að hann sé án efa einn vinsælasti vefur landsins á sviði hestamennsku og tengds efnis og bindur því miklar vonir við hann. 2.7.2005 00:01
Mannslát og grunur um nauðganir Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. 2.7.2005 00:01
Fíkniefni á færeyskum dögum Á föstudagskvöld stöðvaði lögreglan á Snæfellsnesi nokkra bíla við Lyngbrekku í umferðareftirliti og gerði leit í þremur. Með hjálp fíkniefnahundar fundust níu grömm af amfetamíni, sautján e-töflur og eitthvað af hassi 2.7.2005 00:01
Tjöld og sumarbústaðir fuku Mikið fjör var á færeyskum dögum í Ólafsvík um helgina og fjöldi fólks sóttu bæinn heim. Lögreglan áætlar að um 3000 til 5000 manns hafi verið í bænum. 2.7.2005 00:01
Jón Gerald í meiðyrðamál Ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gagnrýnir Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar málsins í álitsgerð hann samdi. Þar fer hann einnig hörðum orðum um Jón Gerald Sullenberger sem ætlar að stefna lagaprófessornum. 2.7.2005 00:01
Hvenær er best að gifta sig? Það er best að gifta sig 31. júlí, 3. ágúst eða 14. ágúst. Að sama skapi er 10. júlí afleitur dagur til veisluhalda. Veðurstofan hefur nú gert úttekt á veðrinu einstaka daga að sumarlagi klukkan þrjú eftir hádegi, allt frá árinu 1949, svo að fólk viti nú hvað sagan segir um líkur á góðu veðri á stóra daginn. 2.7.2005 00:01
Gætu lent á biðlistum "Nýtt rafrænt skráningarkerfi tryggir aðgang allra grunnskólanemenda til framhaldsnáms en þeir sem hafa verið frá námi af einhverjum orsökum gætu lent á biðlistum. Við höfum enga yfirsýn yfir þá sem hafa verið frá námi í einhvern tíma og því ómögulegt að tryggja aðgang þeirra að framhaldsnámi," segir Karl Kristjánsson, deildarstjóri skóla- og símenntunardeildar á skrifstofu menntamála í Menntamálaráðuneytinu. 2.7.2005 00:01
Umtalsverðar kjarabætur Sjúkraliðafélag Íslands hafa skrifað undir kjarasamning við ríkið, og felur hann í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir sjúkraliða. 2.7.2005 00:01
Hafði tilkynningaskyldu ytra Rúmlega tveir þriðju hlutar hagnaðar Hauck & Aufhäuser árið 2004 eru vegna söluhagnaðar af Búnaðarbanka. Þýski bankinn hafði tilkynningarskyldu vegna kaupanna hjá þýska fjármálaeftirlitinu. Veltureikningur að stærstum hluta eign í Búnaðarbanka. 2.7.2005 00:01
Sjálfstæðisflokkur stærstur Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem gerð var í júní breytist fylgi flokkanna lítið frá því í maí. Fylgi er mest við Sjálfstæðisflokkinn tæplega 38 prósent, sem er það sama og í síðasta mánuði. 2.7.2005 00:01
Tvær nauðganir í rannsókn Grunur liggur á að tveimur konum hafi verið nauðgað um helgina, önnur var á Færeyskum dögum í Ólafsvík, en hin á humarhátíðinni í Höfn í Hornafirði. 2.7.2005 00:01
Lausn í sjónmáli Háskólinn á Akureyri og Menntamálaráðuneytið hafa gert með sér drög að samkomulagi til að leysa fjárhagsvanda Háskólans. 2.7.2005 00:01
Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. 2.7.2005 00:01
Aukið samstarf gæslunnar við BNA Bandarískur aðmíráll boðar aukið samstarf bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslunnar hér á landi. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að nú þegar sé allnokkurt samstarf á milli gæslnanna, sérstaklega á sviði þjálfunar og menntunar, auk þess sem skipst sé á upplýsingum um skipaferðir. 2.7.2005 00:01
Önnur Dornier í flota Landsflugs Önnur Dornier 328 flugvél hefur bæst í flota Landsflugs en vélin verður notuð í innanlandsflugi. Forsvarsmenn félagsins segja mikla spurn eftir leiguflugi innanlands eina helstu ástæðuna fyrir kaupunum á vélinni. 2.7.2005 00:01
Ofvitinn og Druslan í Skorradal Ekki er ólíklegt að Ofvitinn og Druslan verði á Indriðastöðum í Skorradal um helgina, eina stærstu ferðahelgi ársins, en þangað stefnir Félag húsbílaeigenda í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 kynnti sér ferðir þessara tveggja ásamt fjölda annarra húsbíla sem bera álíka skemmtileg nöfn en alls eru húsbílaeigendur hér á landi orðnir 800 talsins. 1.7.2005 00:01
Flytja lax upp fyrir Elliðavatn Til stendur að flytja 20 hrygningarpör úr Elliðaám upp fyrir Elliðavatn í Suðurá og Hólmsá. Ástæðan er sú að sífellt hrygna færri laxar á þessum slóðum og þykir fiskifræðingum það áhyggjuefni. 1.7.2005 00:01