Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Einn maður er alvarlega slasaður eftir árekstur á Hellisheiði á sjötta tímanum í gær. Jeppi og fólksbíll sem voru að mætast rákust saman. Fernt var flutt á slysadeild og var þrennt útskrifað í gærkvöldi en sá sem mest slasaðist var í aðgerðum í nótt og er nú á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×