Innlent

Gætu lent á biðlistum

"Nýtt rafrænt skráningarkerfi tryggir aðgang allra grunnskólanemenda til framhaldsnáms en þeir sem hafa verið frá námi af einhverjum orsökum gætu lent á biðlistum. Við höfum enga yfirsýn yfir þá sem hafa verið frá námi í einhvern tíma og því ómögulegt að tryggja aðgang þeirra að framhaldsnámi," segir Karl Kristjánsson, deildarstjóri skóla- og símenntunardeildar á skrifstofu menntamála í Menntamálaráðuneytinu. "Þeir sem státa af góðum einkunnum eiga eðlilega betri möguleika. Meðal framhaldsskólanemandi kostar ríkið 600.000 krónur á ári og að sjálfsögðu viljum við að þeir standi sig í framhaldsnámi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×