Innlent

Umtalsverðar kjarabætur

Sjúkraliðafélag Íslands hafa skrifað undir kjarasamning við ríkið, og felur hann í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir sjúkraliða. Framlög til endur- og símenntunar verða aukin og orlofs- og persónuuppbót hækkuð. Jafnframt verða tryggingar vegna örorku og slysa auknar og framlag ríkis til fjölskyldu- og styrktarsjóðs félagsins hækkað. Í maí 2006 verður tekið upp nýtt launakerfi með nýrri launatöflu hliðstætt töflu BHM. Samningurinn verður kynntur á almennum fundi fyrir sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×