Innlent

Ók próflaus á hús

Um klukkan hálf þrjú, aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Austurborginni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og reyndi að komast undan. Það tókst þó ekki betur en svo að bíllinn hafnaði inni í húsagarði á gatnamótum Skeiðarvogs og Langholtsvegs og rakst þar á húsvegg. Fjörgur ungmenni voru í bílnum og voru þau öll flutt á slysadeild. Eitt reyndist talsvert slasa', með samfallið lunga, en meiðsli hinna voru lítilsháttar. Bíllinn er ónýtur og talsvert tjón varð á húsinu. Ökumaðurinn er 17 ára og próflaus. Hann er ekki grunaður um ölvun við akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×