Innlent

Menningarmálaráðherra í heimsókn

Valgerd Svarstad Haugland, menningarmálaráðherra Noregs, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra dagana 3.-5. júlí. Í heimsókninni mun norski menningarmálaráðherrann heimsækja fjölmargar íslenskar menningarstofnanir, m.a. Þjóðminjasafnið, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Akureyrar, Gljúfrastein, Reykholt, Snorrastofu, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Vesturfarasetrið á Hofsósi og Hóla í Hjaltadal. Þá munu Haugland og Þorgerður Katrín eiga formlegar viðræður um samskipti ríkjanna á sviði menningarmála meðan á heimsókninni stendur. Í föruneyti norska menningarmálaráðherrans eru eiginmaður hennar, Geir Haugland, Helge Sønneland ráðuneytisstjóri, Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, Stein Sægrov skrifstofustjóri og Kristine Wennberg fulltrúi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×