Faðir, sonur og móðir prestar 3. júlí 2005 00:01 Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. Prestvígslan fer fram í Dómkirkjunni í kvöld þegar Stefán Már Gunnlaugsson verður vígður til Hofsprestakalls í Vopnafirði. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, og móðir hans, Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi. Aldrei fyrr hefur maður, hvers báðir foreldrar eru prestar, vígst til prests hér á landi áður. Foreldrarnir neita því að hafa þrýst á soninn og tekur Stefán undir það. Hann segist hins vegar alltaf hafa fengið góðan stuðning. Foreldrarnir segja það óneitanlega gleðistund að einkasonurinn skuli vígjast til prests. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru tíu prestar á austurhluta landsins, þau Gunnlaugur, Sjöfn og Stefán Már eru þrír þeirra, þannig að segja má að fjölskyldan sé langt komin með að leggja Austurland undir sig hvað kirkjuna varðar. Gunnlaugur segir að prestaköll þeirra séu lengst í norðri, á Austurlandi og svo í suðri þannig að segja megi að þau séu útverðirnir í kirkjulegu starfi í landshlutanum. Þar sem prestarnir þrír verða allir á sama hluta landsins hlýtur það að vera gott fyrir hinn unga prest að geta leitað til prestanna pabba og mömmu þegar erfið vandamál krefjast úrlausnar. Stefán neitar því ekki að það sé mjög gott að hafa þennan greiða aðgang að allri reynslu foreldra sinna. Ein stærsta spurningin sem menn geta eða hafa spurt sig er hvað eða hver er Guð. Gunnlaugur segist ekki telja að svarið verði auðveldara þó þau þrjú séu prestar úr sömu fjölskyldu. „En Guð er og hann verður og það er næsta víst að það er það öruggasta sem til er í heimi,“ segir Gunnlaugur. Sjöfn og Stefán taka undir það, þótt sonurinn segist geta bætt við það svar en ákveður að gera það ekki að svo stöddu. Stefán á soninn Gunnlaug, sem sýnt hefur kirkjunni mikinn áhuga að sögn fjölskyldunnar, en það á eftir að koma í ljós hvort hann tilheyri þriðju kynslóð presta í þessari fjölskyldu. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. Prestvígslan fer fram í Dómkirkjunni í kvöld þegar Stefán Már Gunnlaugsson verður vígður til Hofsprestakalls í Vopnafirði. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, og móðir hans, Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi. Aldrei fyrr hefur maður, hvers báðir foreldrar eru prestar, vígst til prests hér á landi áður. Foreldrarnir neita því að hafa þrýst á soninn og tekur Stefán undir það. Hann segist hins vegar alltaf hafa fengið góðan stuðning. Foreldrarnir segja það óneitanlega gleðistund að einkasonurinn skuli vígjast til prests. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru tíu prestar á austurhluta landsins, þau Gunnlaugur, Sjöfn og Stefán Már eru þrír þeirra, þannig að segja má að fjölskyldan sé langt komin með að leggja Austurland undir sig hvað kirkjuna varðar. Gunnlaugur segir að prestaköll þeirra séu lengst í norðri, á Austurlandi og svo í suðri þannig að segja megi að þau séu útverðirnir í kirkjulegu starfi í landshlutanum. Þar sem prestarnir þrír verða allir á sama hluta landsins hlýtur það að vera gott fyrir hinn unga prest að geta leitað til prestanna pabba og mömmu þegar erfið vandamál krefjast úrlausnar. Stefán neitar því ekki að það sé mjög gott að hafa þennan greiða aðgang að allri reynslu foreldra sinna. Ein stærsta spurningin sem menn geta eða hafa spurt sig er hvað eða hver er Guð. Gunnlaugur segist ekki telja að svarið verði auðveldara þó þau þrjú séu prestar úr sömu fjölskyldu. „En Guð er og hann verður og það er næsta víst að það er það öruggasta sem til er í heimi,“ segir Gunnlaugur. Sjöfn og Stefán taka undir það, þótt sonurinn segist geta bætt við það svar en ákveður að gera það ekki að svo stöddu. Stefán á soninn Gunnlaug, sem sýnt hefur kirkjunni mikinn áhuga að sögn fjölskyldunnar, en það á eftir að koma í ljós hvort hann tilheyri þriðju kynslóð presta í þessari fjölskyldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira