Faðir, sonur og móðir prestar 3. júlí 2005 00:01 Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. Prestvígslan fer fram í Dómkirkjunni í kvöld þegar Stefán Már Gunnlaugsson verður vígður til Hofsprestakalls í Vopnafirði. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, og móðir hans, Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi. Aldrei fyrr hefur maður, hvers báðir foreldrar eru prestar, vígst til prests hér á landi áður. Foreldrarnir neita því að hafa þrýst á soninn og tekur Stefán undir það. Hann segist hins vegar alltaf hafa fengið góðan stuðning. Foreldrarnir segja það óneitanlega gleðistund að einkasonurinn skuli vígjast til prests. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru tíu prestar á austurhluta landsins, þau Gunnlaugur, Sjöfn og Stefán Már eru þrír þeirra, þannig að segja má að fjölskyldan sé langt komin með að leggja Austurland undir sig hvað kirkjuna varðar. Gunnlaugur segir að prestaköll þeirra séu lengst í norðri, á Austurlandi og svo í suðri þannig að segja megi að þau séu útverðirnir í kirkjulegu starfi í landshlutanum. Þar sem prestarnir þrír verða allir á sama hluta landsins hlýtur það að vera gott fyrir hinn unga prest að geta leitað til prestanna pabba og mömmu þegar erfið vandamál krefjast úrlausnar. Stefán neitar því ekki að það sé mjög gott að hafa þennan greiða aðgang að allri reynslu foreldra sinna. Ein stærsta spurningin sem menn geta eða hafa spurt sig er hvað eða hver er Guð. Gunnlaugur segist ekki telja að svarið verði auðveldara þó þau þrjú séu prestar úr sömu fjölskyldu. „En Guð er og hann verður og það er næsta víst að það er það öruggasta sem til er í heimi,“ segir Gunnlaugur. Sjöfn og Stefán taka undir það, þótt sonurinn segist geta bætt við það svar en ákveður að gera það ekki að svo stöddu. Stefán á soninn Gunnlaug, sem sýnt hefur kirkjunni mikinn áhuga að sögn fjölskyldunnar, en það á eftir að koma í ljós hvort hann tilheyri þriðju kynslóð presta í þessari fjölskyldu. Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. Prestvígslan fer fram í Dómkirkjunni í kvöld þegar Stefán Már Gunnlaugsson verður vígður til Hofsprestakalls í Vopnafirði. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, og móðir hans, Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi. Aldrei fyrr hefur maður, hvers báðir foreldrar eru prestar, vígst til prests hér á landi áður. Foreldrarnir neita því að hafa þrýst á soninn og tekur Stefán undir það. Hann segist hins vegar alltaf hafa fengið góðan stuðning. Foreldrarnir segja það óneitanlega gleðistund að einkasonurinn skuli vígjast til prests. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru tíu prestar á austurhluta landsins, þau Gunnlaugur, Sjöfn og Stefán Már eru þrír þeirra, þannig að segja má að fjölskyldan sé langt komin með að leggja Austurland undir sig hvað kirkjuna varðar. Gunnlaugur segir að prestaköll þeirra séu lengst í norðri, á Austurlandi og svo í suðri þannig að segja megi að þau séu útverðirnir í kirkjulegu starfi í landshlutanum. Þar sem prestarnir þrír verða allir á sama hluta landsins hlýtur það að vera gott fyrir hinn unga prest að geta leitað til prestanna pabba og mömmu þegar erfið vandamál krefjast úrlausnar. Stefán neitar því ekki að það sé mjög gott að hafa þennan greiða aðgang að allri reynslu foreldra sinna. Ein stærsta spurningin sem menn geta eða hafa spurt sig er hvað eða hver er Guð. Gunnlaugur segist ekki telja að svarið verði auðveldara þó þau þrjú séu prestar úr sömu fjölskyldu. „En Guð er og hann verður og það er næsta víst að það er það öruggasta sem til er í heimi,“ segir Gunnlaugur. Sjöfn og Stefán taka undir það, þótt sonurinn segist geta bætt við það svar en ákveður að gera það ekki að svo stöddu. Stefán á soninn Gunnlaug, sem sýnt hefur kirkjunni mikinn áhuga að sögn fjölskyldunnar, en það á eftir að koma í ljós hvort hann tilheyri þriðju kynslóð presta í þessari fjölskyldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira