Innlent

Gestir Humarhátíðar leituðu skjóls

All margir gestir humarhátíðar á Höfn þurftu aðstoð frá björgunarsveitum við að taka saman föggur sínar þegar veðrið tók að versna í gær morgunn. Þar sem ekki var ráðlagt að vera á ferðinni vegna veðurs leituðu um 80 manns skjóls í íþróttahúsinu og biðu þar eftir að veðrinu slotaði. Starfsmenn Rauða krossins buðu upp á heita súpu og björgunarsveitamenn voru fólki innan handar. Upp úr hádegi skánaði veðrið og menn fóru að tygja sig til síns heima. Humarhátíðin fór að öðru leiti ágætlega fram en gestir voru talsvert færri en búist var við. Ölvun var þó nokkur en lítið um slagsmál og læti. Upp kom eitt nauðgunarmál sem enn er í rannsókn og tveir menn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×