Innlent

Skessuhorn kaupir hestavef

Skessuhorn ehf. á Vesturlandi á hefur keypt vefmiðilinn www.847.is sem Daníel Ben Þorgeirssyni hefur fram að þessu bæði átt og rekið. Daníel Ben mun áfram starfa við vefinn sem ritstjóri og tæknilegur ráðgjafi en skrifstofuhald, sala og önnur umsýsla verður samrekin með annarri starfsemi Skessuhorns sem m.a. gefur út samnefnt fréttablað fyrir Vesturland og heldur úti vefmiðlinum www.skessuhorn.is. 847.is hefur verið starfandi í fimm ár og segir Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Skessuhorns, að hann sé án efa einn vinsælasti vefur landsins á sviði hestamennsku og tengds efnis. Sérstaða vefjarins sé m.a. virk fréttamiðlun, spjall, smáauglýsingar og annar fróðleikur en vefurinn fær að jafnaði um 50.000 heimsóknir á mánuði og um 23.000.000 síðuflettingar eða „hits“. Á vefnum er fjöldi undirvefja, m.a. vefverslun, krakka- og unglingavefir, SMS-veita og ein virkasta fréttamiðlun sem í gangi er um íslenska hestinn. Í undirbúningi er enn frekari útfærsla og stækkun vefjarins og verður hún nánar kynnt síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×