Innlent

Skipverja í háska bjargað

Skipverja af Ísborgu SH var bjargað í gærkvöldi eftir að báturinn hálfsökk. Skipverjanum tókst ekki að kalla á hjálp en Bárður SH sem var nærstaddur lét vita af því sem var að gerast, sigldi síðan að Ísborginni og bjargaði skipverjanum um borð. Ísborgin var síðan tekin í tog og dregin í hálfu kafi inn á Arnarstapa. Þá voru björgunarskip frá Reykjavík og Sandgerði kölluð út seint í gærkvöldi eftir að smábáturinn Nónberg datt út úr sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu. Báturinn var þá um 24 sjómílur norður af Sandgerði. Rafmagn hafði farið af bátnum þannig að öll fjarskiptatæki duttu út. Björgunaraðgerðir hófust þegar í stað. Eftir að skipverjanum tókst að koma vél bátsins í gang og sigla það nærri landi að hann gat látið vita af sér í gegnum gsm-síma voru aðgerðir afturkallaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×