Fleiri fréttir Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. 13.3.2005 00:01 Hafísinn færist enn nær Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs. 13.3.2005 00:01 Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. 13.3.2005 00:01 Þurfti að sauma skurð í andliti Flytja þurfti mann undir læknishendur eftir ryskingar á milli hans og annars manns á veitingastaðnum Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði um klukkan þrjú í nótt. Áverkar mannsins reyndust ekki vera alvarlegir en sauma þurfti skurð í andliti hans. 13.3.2005 00:01 Skíðasvæði opin fyrir norðan Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex en lokað er í Skálafelli. </font /></font /> 13.3.2005 00:01 Neytendur borga brúsann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki botna í því að kaupmenn í verðstríði geti selt vörur, eins og mjólk, á krónu eða jafnvel gefið. Það sé hins vegar gott fyrir neytendur og vísitöluna. Hann býst ekki við að þetta verði til langframa og segir það sína reynslu að neytendur þurfi að borga fyrir svona verðlækkun með einum eða öðrum hætti. 13.3.2005 00:01 Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. 13.3.2005 00:01 Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. 13.3.2005 00:01 Rífandi gangur í boruninni í Eyjum Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra. „Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net. 13.3.2005 00:01 Varhugavert að vera á ferð Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann. 13.3.2005 00:01 Rann niður hlíð á Tindfjallajökli Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. 13.3.2005 00:01 Ráðningin rædd í útvarpspredikun Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. 13.3.2005 00:01 Hreyfing í stað lyfja Læknar á Norðurlöndum geta víða ávísað hreyfingu í stað lyfja. Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við sænsku streiturannsóknarstofnunina, segir að rannsóknir sýni að hreyfing hafi áhrif á sömu boðefni í heilanum og þunglyndislyf. Enginn slíkur valkostur er í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu. 13.3.2005 00:01 Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. 13.3.2005 00:01 Varar við ofríki Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja. 13.3.2005 00:01 Áfram kalt Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu. 13.3.2005 00:01 Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. 13.3.2005 00:01 27 stiga frost í Bláfjöllum Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu. 13.3.2005 00:01 Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. 13.3.2005 00:01 Þögnin ræður ríkjum Stígamót telja að þögnin ráði ríkjum meðal sérfræðinga um kynferðisafbrot. Minnihluti þeirra sem leituðu til samtakanna hefur reynt að leita aðstoðar annars staðar. Enginn þeirra sem leitaði til samtakanna í fyrra hafði rætt áður við starfsmenn skólanna eða prest. 13.3.2005 00:01 Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. 13.3.2005 00:01 Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. 13.3.2005 00:01 Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. 13.3.2005 00:01 Hafísinn hamlaði skipaumferð "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. 13.3.2005 00:01 Ráðherra vill breyta samningi "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13.3.2005 00:01 Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. 13.3.2005 00:01 Hreyfing sem þunglyndislyf Komið hefur í ljós að hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf. Í Svíþjóð geta læknar skrifað upp á svokallaða hreyfingarseðla til þunglyndra sem viðbót við önnur lyf. Rætt hefur verið um svipaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu á hinum Norðurlöndunum. 13.3.2005 00:01 Hefðarkonur í söðli Um 200 börn og unglingar sýndu listir sínar á sýningunni Æskan og hesturinn sem var haldin í þrettánda sinn um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. 13.3.2005 00:01 Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. 13.3.2005 00:01 Kræklingarækt í sókn Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. 13.3.2005 00:01 Glæfralegur hraðakstur á Selfossi Átján ára ökumaður var stöðvaður í nótt eftir glæfralegan hraðakstur á Selfossi. Pilturinn, sem var á Toyota Land Cruiser jeppa, mældist á 137 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Hann ók síðan yfir hringtorg og út úr bænum í átt til Reykjavíkur. 12.3.2005 00:01 Aukning í árásum tölvuhakkara Mikil aukning hefur orðið á árásum svokallaðra tölvuhakkara á vefsíður íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið. Lögreglan í Reykjavík hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að huga vel að vírusvörnum í tölvum sínum. 12.3.2005 00:01 Féll á milli hæða Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús eftir að hafa stokkið eða fallið á milli hæða í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Klukkan fimm í nótt var tilkynnt var um að kona hefði stokkið fram af svölum á þriðju hæð hússins og þegar lögreglan kom á staðinn reyndist hún hafa fallið niður á svalir á annarri hæð, en þær standa út undan svölunum á hæðinni fyrir ofan. 12.3.2005 00:01 Góður skíðadagur um mest allt land Þetta er góður skíðadagur um mest allt land. Nægur snjór er á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins þar sem veður er gott. Hlíðarfjall verður opið frá klukkan tvö en þar ekki mikill snjór. 12.3.2005 00:01 Stofnunin sýknuð af kröfu föður Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs. 12.3.2005 00:01 Hafís fyrir öllu Norðurlandi Hafís er nú fyrir öllu Norðurlandi. Í gærkvöldi var hann skammt undan Grímsey en að sögn Theódórs Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, hefur ástandið versnað. Ísinn er nú kominn upp að eyjunni og umlykur hana alveg. 12.3.2005 00:01 Stjórnmálasamband við Gvæönu Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við Gvæönu og var yfirlýsing þess efnis undirrituð í New York í fyrradag. Gvæana er á norðausturströnd Suður-Ameríku og á landamæri að Venesúela, Brasilíu og Súrinam. 12.3.2005 00:01 15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. 12.3.2005 00:01 Atlantsolía opnar brátt Atlantsolía mun opna bensínstöð í Reykjanesbæ áður en langt um líður. Fyrsta skóflustungan að nýrri stöð þar var tekin í síðasta mánuði og í gær komu stóreflis eldsneytistankar frá Atlantsolíu til bæjarins og bíða þess að vera settir niður á lóð fyrirtækisins samkvæmt Víkurfréttum. 12.3.2005 00:01 Þyrlan sett í viðbragðsstöðu Tveir unglingspiltar slösuðust í Bláfjöllum nú síðdegis þegar þeir lentu saman, að því er talið er, ofarlega í fjallinu, nærri nýju stólalyftunni. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og er óttast að piltarnir hafi orðið fyrir hryggmeiðslum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en ákveðið hefur verið senda hana ekki á vettvang. 12.3.2005 00:01 Háskólasetur Vestfjarða stofnað Háskólasetur Vestfjarða var stofnað við hátíðlega athöfn í framtíðarhúsnæði setursins, Vestrahúsinu á Ísafirði, í dag. Stofnfundurinn var í sal Ísfangs þar sem var margt góðra gesta, þ.á m. þrír ráðherrar. 12.3.2005 00:01 Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar komu að vélsleðamanni við Strútslaug um þrjúleytið í dag sem hafði slasast þegar sleði hans féll niður bratta. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún frá Reykjavík um klukkan hálffjögur. 12.3.2005 00:01 Hafísinn færist líklega nær Fokkervél Landhelgisgæslunnar er nýlent eftir ískönnunarflug. Ísinn var kannaður allt frá Horni og austur úr. Hafísinn umlykur nú Grímsey og miðað við vindátt og spá má búast við að hann færist nær landi fyrir norðan. 12.3.2005 00:01 4 með matareitrun eftir túnfiskát Fjórir einstaklingar veiktust í fyrra eftir að hafa borðað túnfisk á veitingahúsum en svokölluð krílfiskeitrun er ein af mörgum eitrunum sem geta komið upp við neyslu sjávarfangs. 12.3.2005 00:01 Ofsaakstur á Selfossi <font face="Helv"> Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af ökumanni í nótt, sem ók á 137 kílómetra hraða við brúna vestast í bænum. </font> 12.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. 13.3.2005 00:01
Hafísinn færist enn nær Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs. 13.3.2005 00:01
Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. 13.3.2005 00:01
Þurfti að sauma skurð í andliti Flytja þurfti mann undir læknishendur eftir ryskingar á milli hans og annars manns á veitingastaðnum Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði um klukkan þrjú í nótt. Áverkar mannsins reyndust ekki vera alvarlegir en sauma þurfti skurð í andliti hans. 13.3.2005 00:01
Skíðasvæði opin fyrir norðan Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex en lokað er í Skálafelli. </font /></font /> 13.3.2005 00:01
Neytendur borga brúsann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki botna í því að kaupmenn í verðstríði geti selt vörur, eins og mjólk, á krónu eða jafnvel gefið. Það sé hins vegar gott fyrir neytendur og vísitöluna. Hann býst ekki við að þetta verði til langframa og segir það sína reynslu að neytendur þurfi að borga fyrir svona verðlækkun með einum eða öðrum hætti. 13.3.2005 00:01
Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. 13.3.2005 00:01
Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. 13.3.2005 00:01
Rífandi gangur í boruninni í Eyjum Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra. „Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net. 13.3.2005 00:01
Varhugavert að vera á ferð Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann. 13.3.2005 00:01
Rann niður hlíð á Tindfjallajökli Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. 13.3.2005 00:01
Ráðningin rædd í útvarpspredikun Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. 13.3.2005 00:01
Hreyfing í stað lyfja Læknar á Norðurlöndum geta víða ávísað hreyfingu í stað lyfja. Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við sænsku streiturannsóknarstofnunina, segir að rannsóknir sýni að hreyfing hafi áhrif á sömu boðefni í heilanum og þunglyndislyf. Enginn slíkur valkostur er í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu. 13.3.2005 00:01
Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. 13.3.2005 00:01
Varar við ofríki Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja. 13.3.2005 00:01
Áfram kalt Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu. 13.3.2005 00:01
Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. 13.3.2005 00:01
27 stiga frost í Bláfjöllum Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu. 13.3.2005 00:01
Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. 13.3.2005 00:01
Þögnin ræður ríkjum Stígamót telja að þögnin ráði ríkjum meðal sérfræðinga um kynferðisafbrot. Minnihluti þeirra sem leituðu til samtakanna hefur reynt að leita aðstoðar annars staðar. Enginn þeirra sem leitaði til samtakanna í fyrra hafði rætt áður við starfsmenn skólanna eða prest. 13.3.2005 00:01
Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. 13.3.2005 00:01
Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. 13.3.2005 00:01
Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. 13.3.2005 00:01
Hafísinn hamlaði skipaumferð "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. 13.3.2005 00:01
Ráðherra vill breyta samningi "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13.3.2005 00:01
Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. 13.3.2005 00:01
Hreyfing sem þunglyndislyf Komið hefur í ljós að hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf. Í Svíþjóð geta læknar skrifað upp á svokallaða hreyfingarseðla til þunglyndra sem viðbót við önnur lyf. Rætt hefur verið um svipaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu á hinum Norðurlöndunum. 13.3.2005 00:01
Hefðarkonur í söðli Um 200 börn og unglingar sýndu listir sínar á sýningunni Æskan og hesturinn sem var haldin í þrettánda sinn um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. 13.3.2005 00:01
Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. 13.3.2005 00:01
Kræklingarækt í sókn Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. 13.3.2005 00:01
Glæfralegur hraðakstur á Selfossi Átján ára ökumaður var stöðvaður í nótt eftir glæfralegan hraðakstur á Selfossi. Pilturinn, sem var á Toyota Land Cruiser jeppa, mældist á 137 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Hann ók síðan yfir hringtorg og út úr bænum í átt til Reykjavíkur. 12.3.2005 00:01
Aukning í árásum tölvuhakkara Mikil aukning hefur orðið á árásum svokallaðra tölvuhakkara á vefsíður íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið. Lögreglan í Reykjavík hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að huga vel að vírusvörnum í tölvum sínum. 12.3.2005 00:01
Féll á milli hæða Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús eftir að hafa stokkið eða fallið á milli hæða í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Klukkan fimm í nótt var tilkynnt var um að kona hefði stokkið fram af svölum á þriðju hæð hússins og þegar lögreglan kom á staðinn reyndist hún hafa fallið niður á svalir á annarri hæð, en þær standa út undan svölunum á hæðinni fyrir ofan. 12.3.2005 00:01
Góður skíðadagur um mest allt land Þetta er góður skíðadagur um mest allt land. Nægur snjór er á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins þar sem veður er gott. Hlíðarfjall verður opið frá klukkan tvö en þar ekki mikill snjór. 12.3.2005 00:01
Stofnunin sýknuð af kröfu föður Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs. 12.3.2005 00:01
Hafís fyrir öllu Norðurlandi Hafís er nú fyrir öllu Norðurlandi. Í gærkvöldi var hann skammt undan Grímsey en að sögn Theódórs Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, hefur ástandið versnað. Ísinn er nú kominn upp að eyjunni og umlykur hana alveg. 12.3.2005 00:01
Stjórnmálasamband við Gvæönu Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við Gvæönu og var yfirlýsing þess efnis undirrituð í New York í fyrradag. Gvæana er á norðausturströnd Suður-Ameríku og á landamæri að Venesúela, Brasilíu og Súrinam. 12.3.2005 00:01
15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. 12.3.2005 00:01
Atlantsolía opnar brátt Atlantsolía mun opna bensínstöð í Reykjanesbæ áður en langt um líður. Fyrsta skóflustungan að nýrri stöð þar var tekin í síðasta mánuði og í gær komu stóreflis eldsneytistankar frá Atlantsolíu til bæjarins og bíða þess að vera settir niður á lóð fyrirtækisins samkvæmt Víkurfréttum. 12.3.2005 00:01
Þyrlan sett í viðbragðsstöðu Tveir unglingspiltar slösuðust í Bláfjöllum nú síðdegis þegar þeir lentu saman, að því er talið er, ofarlega í fjallinu, nærri nýju stólalyftunni. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og er óttast að piltarnir hafi orðið fyrir hryggmeiðslum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en ákveðið hefur verið senda hana ekki á vettvang. 12.3.2005 00:01
Háskólasetur Vestfjarða stofnað Háskólasetur Vestfjarða var stofnað við hátíðlega athöfn í framtíðarhúsnæði setursins, Vestrahúsinu á Ísafirði, í dag. Stofnfundurinn var í sal Ísfangs þar sem var margt góðra gesta, þ.á m. þrír ráðherrar. 12.3.2005 00:01
Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar komu að vélsleðamanni við Strútslaug um þrjúleytið í dag sem hafði slasast þegar sleði hans féll niður bratta. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún frá Reykjavík um klukkan hálffjögur. 12.3.2005 00:01
Hafísinn færist líklega nær Fokkervél Landhelgisgæslunnar er nýlent eftir ískönnunarflug. Ísinn var kannaður allt frá Horni og austur úr. Hafísinn umlykur nú Grímsey og miðað við vindátt og spá má búast við að hann færist nær landi fyrir norðan. 12.3.2005 00:01
4 með matareitrun eftir túnfiskát Fjórir einstaklingar veiktust í fyrra eftir að hafa borðað túnfisk á veitingahúsum en svokölluð krílfiskeitrun er ein af mörgum eitrunum sem geta komið upp við neyslu sjávarfangs. 12.3.2005 00:01
Ofsaakstur á Selfossi <font face="Helv"> Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af ökumanni í nótt, sem ók á 137 kílómetra hraða við brúna vestast í bænum. </font> 12.3.2005 00:01