Ráðherra vill breyta samningi 13. mars 2005 00:01 "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
"Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira