Ráðherra vill breyta samningi 13. mars 2005 00:01 "Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
"Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún er afar vonsvikin með að horft sé framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í síðustu viku þegar Ríkiskaup tók tilboði pólskra aðila um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Valgerður segist vilja fylgja fordæmi annarra þjóða sem vernda sinn skipasmíðaiðnað og hækka endurgreiðslur aðstöðugjalda enda sýni þetta ákveðna mál hversu samkeppnishæfar íslenskar skipasmíðastöðvar séu í raun og veru. "Þarna munar aðeins nokkrum milljónum króna og í mínum huga sannar það að við eigum sóknarfæri á þessum vettvangi. Við eigum tækifæri til að lagfæra samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja án þess að brjóta lög eða reglur og því vil ég beita mér fyrir." Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að hvað stofnunina varðaði væri engin spurning um hagræðið af því að láta endurbætur á varðskipunum fara fram hérlendis. "Að sjálfsögðu er betra á allan máta að láta endurbyggja skipin hér en við komum ekki að þessari ákvörðun að neinu leyti. Þótt ekki hafi munað meira en 13 til 14 milljónum á tilboði erlendu aðilanna og þeirra íslensku voru fleiri þættir mikilvægari við þessa ákvörðun, til að mynda þessi ISO gæðavottun sem Pólverjarnir hafa en Íslendingarnir ekki og þar utan er reynsla Pólverjanna mun meiri við slík verk og það vegur þungt." Georg vildi ekki meta kostnað Gæslunnar við að sigla skipunum tveimur til Póllands og fljúga áhöfninni heim aftur eins og þörf verður á en þar að auki verður að greiða kostnað tveggja starfsmanna allan tímann sem skipin eru í slipp en þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með verkinu og gæta þess að farið sé í einu og öllu eftir útboðsgögnum. "Það segir sig sjálft að kostnaður yrði umtalsvert minni ef skipin þyrftu aðeins að fara til Akureyrar og mikið hagræði að því fyrir okkur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira