Fleiri fréttir

Barnasáttmáli kynntur

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hélt upp á árs afmæli sitt í gær. Afmælisveislan var haldin á skrifstofu UNICEF á Íslandi við Skaftahlíð 24 í Reykjavík.

Smyrill réðst á páfagauk

Smyrill gerði ítrekaðar tilraunir til að hremma páfagauk á Hornafirði en páfagaukurinn hafði verið settur í búr út í garð þar sem hann átti að njóta veðurblíðunnar. Börn voru vitni að árásum smyrilsins og héldu í fyrstu að um uglu væri að ræða.

Verðstríð í rénun

"Verðstríðinu er aldrei lokið þó svo að þessi tilboð sem hafa verið að undanförnu séu liðin undir lok í bili," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.

Lífshættulegt lóðabrask

Dæmi eru um að fasteignasalar ráðleggi landeigendum að þegja yfir dýraleifum sem dysjaðar eru á landi þeirra og taldar bera miltisbrand en að öðrum kosti kunni jarðirnar að falla í verði. Berist miltisbrandur í fólk getur hann leitt til dauða en um 10 slík tilfelli eru þekkt á Íslandi.

Fundað með Markúsi

"Það er sama pattstaða í málinu og verið hefur að öðru leyti en því að við munum eiga fund með Markúsi Erni á mánudagsmorgun," segir Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu.

Þrír bændur reisa virkjun

Þrír djarfhuga bændur á sunnanverðu Snæfellsnesi eru að reisa virkjun sem anna mun raforkuþörf þúsund heimila. Þeir kalla hana Múlavirkjun en verkið kostar hátt í 300 milljónir króna.

Drukkin með barn í bílnum

Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum.

Siglingar varasamar fyrir norðan

"Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Í lagi að selja allan Símann

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður IP-fjarskipta og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa telur það ekki ógna hagsmunum almennings að selja Símann í heilu lagi.

Hafís rekur hratt til lands

"Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga.

15 ára í einangrun á Litla-Hrauni

Tveir fimmtán ára piltar sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um níu innbrot. Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir sjaldgæft að svo ungt fólk sé úrskurðað í gæsluvarðhald.

Kristín og Ágúst efst í kjörinu

Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku.

Hafísinn nálgast landið

Hafís er kominn nokkuð nærri landi og fer siglingaleiðin fyrir Horn að verða varasöm, ef veðurspá næstu daga gengur eftir, auk þess sem ís fer að nálgast Grímsey. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sýn fór í ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi í gær.

Lögreglan varar við netþrjótum

Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrirtæki til að uppfæra reglulega þann hugbúnað sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Ástæðan er sú að nýverið var leitað til lögreglunnar vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík.

Ekki breyting á ráðgjöf Hafró

Athugun á loðnugöngu úti fyrir Vestfjörðum þykir ekki gefa tilefni til breytinga á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á yfirstandandi vertíð. Samvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar varð vart við loðnu út af Breiðafirði og Vestfjörðum síðari hluta febrúarmánaðar og einnig veiddist loðna út af Mið-Norðurlandi.

Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur

Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar.

Niðurstöðu að vænta hjá RÚV?

Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns.

Virkjanir ræddar á breska þinginu

Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. 

Skipti sér ekki af ráðningunni

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki hafa skipt sér af ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Stjórnendur stofnunarinnar verði að stýra sínum eigin málum og bera ábyrgð á þeim.

Varðskipunum breytt í Póllandi

Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006.

Turninn við slökkvistöðina rifinn

Búið er að rífa turninn við slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík og tók það rúman sólarhring. Steypuskemmdir höfðu komið í ljós og var turninn talinn hættulegur. Hann var reistur árið 1967 um leið og slökkvistöðin og notaður til æfinga fyrir slökkviliðsmenn.

Byggingakrani féll á tvo bíla

Byggingakrani féll við nýbyggingu í Hafnarfirði í hádeginu með þeim afleiðingum að tveir bílar skemmdust. Enginn slasaðist. Orsök slyssins er í rannsókn.

Útvarpsstjóri fundar ekki

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar.

Þrjú börn slösuðust í árekstri

Þrjú fötluð börn slösuðust minniháttar þegar rúta sem þau voru í ásamt fleiri börnum lenti í árekstri við jeppaá gatnamótum Háleitisbrautar og Ármúla nú síðdegis. Þau voru flutt á slysadeild og tildrög slyssins eru í rannsókn.

11 milljóna bætur vegna vinnuslyss

Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun.

Atlantsskip fær nýtt skip

Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið.

Kosið milli Ágústar og Kristínar

Kosið verður í seinni umferð kosningar um rektor Háskóla Íslands á fimmtudag. Þá verður kosið milli sigurvegara kjörsins í fyrradag, Ágústs Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur.

Trassa skil

Fimmtán af 101 sveitarfélagi, eiga enn eftir að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga öll sveitarfélög að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir lok desembermánaðar.

Skilar inn gögnum

Frestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að skila greinargerð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur Hannesar segir að öllum gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. 

Hæstiréttur vítti Sýslumann

Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta.

Útvarpsstjóri átti einn kost

Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs fréttastjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að útvarpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarpsráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra </font /></b />

Fréttamenn bíða viðbragða

Stjórn Félags fréttamanna fór fram á fund vegna fréttastjóramálsins með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun en síðdegis varð ljóst að ekkert yrði af þeim í gær, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar formanns Félags fréttamanna á RÚV. Hann sagði fréttamenn bíða viðbragða frá honum og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra.

Taugatitringur innan Árvakurs

Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir.

Fórnarlömb asískra kortasvindlara

Hátt í 200 Íslendingar urðu fórnarlömb þaulskipulagðra asískra kortasvindlara í Bandaríkjunum sl. haust þar sem þeir náðu númerum af kreditkortum og debetkortum þúsunda einstaklinga.

RÚV: Lausn ekki í sjónmáli

Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður.

Lög brotin á heilabiluðum

Lög um að sérstök aðstaða skuli vera á öldrunarstofnunum fyrir aldraða með heilabilunareinkenni eru virt að vettugi. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðunni við hönnun og byggingu nýrra dvalarheimila.</font /></b />

Samstarfið yrði varla án átaka

Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða.

Hætta sprengingum í bili

Öllum sprengingum hefur verið hætt við hafnarbakkann í Hafnarfirði segir Pétur Vilberg Guðnason, verkfræðingur hjá Strendingi, sem hefur eftirlit með niðurrifi húsa sem þar eru og öðrum framkvæmdum. Íbúi í nágrenninu hefur kvartað undan því að sprengingarnar valdi skemmdum á húsnæði sínu.

Skammaði bjargvætti sína

Feðgarnir Guðmann Guðmundsson og Eðvarð Guðmannsson komu nágranna sínum til bjargar þar sem hann lá sofandi á eldhúsgólfi í rjúkandi íbúðarhúsi að Suðurtanga 2 á Ísafirði í fyrrinótt. Maðurinn rankaði við sér þegar komið var með hann út en hann kunni þó bjargvættum sínum minnstu þakkir fyrir og sagðist hafa verið í djúpri hugleiðslu.

Varúðarráðstafanir í Grímsey

Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki.

Harma aðför að hlutleysi RÚV

Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér.

Vinstri - grænir mótmæla ráðningu

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps og mótmælir ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðninguna.

Heitar umræður um RÚV á þingi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti.

Lýsa vantrausti á útvarpsstjóra

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu samþykkti einróma á fundi sínum í morgun ályktun þar sem lýst er vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Ályktunin er svohljóðandi.

Hættir sem sendiherra í haust

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini.

Sjá næstu 50 fréttir