Fleiri fréttir Bílbeltaundanþága barn síns tíma Undanþága leigubílstjóra frá bílbeltaskyldu er barn síns tíma, segir talsmaður Umferðarstofu. Hjón, sem tóku leigubíl með níu ára syni sínum í gærkvöld, kröfðust þess að bílstjórinn setti á sig öryggisbelti enda fór bílstjórinn fram á það, eðlilega, að farþegar hans sætu spenntir. 20.2.2005 00:01 Grunuðum ræningjum sleppt Karlmönnunnum tveimur sem lögregla handtók á miðnætti, grunaða um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær, hefur verið sleppt. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og voru yfirheyrðir í dag en sleppt að þeim loknum og er málið er enn í rannsókn. 20.2.2005 00:01 Sprenging í kannabisinnflutningi Mikil sprenging hefur orðið í innflutningi á kannabisefnum á Bretlandseyjum. Að sögn breskra dagblaða er ástæðan sú að lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum settu kókaín og heróín sem algjör forgangsmál í byrjun síðasta árs. 20.2.2005 00:01 Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum Fasteignaheildsalar, auðvelt aðgengi að lánum fyrir almenning og lóðaskortur eru helstu ástæður stórhækkunar á fasteignaverði á suðvesturhorninu. </font /></b /> 20.2.2005 00:01 Vann 25 milljónir Vinningurinn í Lottóinu á laugardaginn síðasta var fimmfaldur. 20.2.2005 00:01 Tveir yfirheyrðir um rán og sleppt Tveggja sem rændu Árbæjarapótek klæddir samfestingum og með grímu er enn leitað. Tveir menn um tvítugt sem handteknir voru í íbúð í austurhluta Reykjavíkurborgar um miðnætti aðfaranótt sunnudags var sleppt um miðjan dag í gær. 20.2.2005 00:01 Lögreglufréttir Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags. 20.2.2005 00:01 Slasast eftir ofsahraðakstur Karlmaður um þrítugt var fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss eftir bílveltu innanbæjar í Þorlákshöfn. Hann er ekki í lífshættu að sögn vakthafandi lækni. 20.2.2005 00:01 Átta með fíkniefni á Akureyri Átta menn innan við tvítugt voru teknir með fíkniefni í fórum sínum á Akureyri á laugardag. 20.2.2005 00:01 Læknar sviptir án kæru 243 kærur og kvartanir bárust til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Þá voru tveir læknar sviptir lækningaleyfi, en ekki vegna einstakra mistaka. </font /></b /> 20.2.2005 00:01 Ernu farnast vel Frelsun Ernu tókst framar björtustu vonum. Össunni var sleppt við Álftavatn í gær og svo var fylgst með henni gegnum útvarpssendi. Hún var tiltölulega fljót að átta sig í náttúrunni og flaug svo styrkum vængjatökum út í Arnarhólma sem er gamalt arnarvígi. 20.2.2005 00:01 Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. 20.2.2005 00:01 Vonar að börn sjá ekki myndbandið Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. 20.2.2005 00:01 Haraldur hárfagri til Noregs Haraldur hárfagri og Gyða kona hans eru í Garðabæ en fara fljótlega til Noregs í góðra vina hópi. Ný útflutningsgrein er að verða til. 20.2.2005 00:01 Eldur í skipinu Valur Eldur kom upp við stakkageymslu á millidekki í skipinu Vali GK-185 í Sandgerðishöfn upp úr klukkan átta í gærkvöldi. 20.2.2005 00:01 Nýtt þorp á Reykjanesi Þorp hefur risið á Reykjanesi í tengslum við nýja virkjun Hitaveitu Suðurnesja. Þar búa um 40 manns að staðaldri en verða um 300 í sumar þegar framkvæmdir standa sem hæst. 20.2.2005 00:01 Krefjast milljónatuga bóta Eigendur tveggja jarða í Reyðarfirði krefjast hárra bóta fyrir það land sem fer undir Fljótsdalslínur 3 og 4. Iðnaðarráðuneytið hefur heimilað eignarnám þriggja jarða. Sextán landeigendur höfðu áður samþykkt boðnar bótafjárhæðir. 20.2.2005 00:01 Flest skíðasvæði landsins opin Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag til klukkan sex. Allar lyftur eru opnar og skíðafæri er ágætt og unnið harðfenni. Það er léttskýjað og suðvestan einn til þrír metrar á sekúndu. 5 og 10 kílómetra gönguskíðabrautir eru tilbúnar. 19.2.2005 00:01 Gjafir ungmenna ekki skertar Gjafir, sem ungmenni eru hvött til að gefa Hjálparstarfi kirkjunnar með nýrri söfnunarleið, það er að segja með SMS-skilaboðum úr farsíma, verða ekki skertar framvegis þótt símafyrirtækin ætli sér áfram sinn skerf. 19.2.2005 00:01 Hyggilegra að fresta undirskrift Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir á heimasíðu sinni að borgaryfirvöld hefðu betur frestað því að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu á hlut sínum í Landsvirkjun til ríkisins þar sem fyrirhuguð einkavæðing fyrirtækisins stríði gegn stefnu Vinstri - grænna. Hætta sé því á að R-listinn í Reykjavík gangi sundraður til þessara verka. 19.2.2005 00:01 Eignarnámsbeiðni Landsnets hafnað Iðnaðarráðuneytið hefur hafnað beiðni Landsnets um eignarnám á tveim jörðum í Reyðarfirði, Seljateigshjáleigu og Áreyjum, vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 milli Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaráls í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 19.2.2005 00:01 Vopnað rán í Árbæjarapóteki Vopnað rán var framið í Árbæjarapóteki um hádegisbil í dag. Tveir hettuklæddir menn í samfestingum vopnaðir hnífum komu inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki án þess þó að meiða neinn. Þeir létu greipar sópa í lyfjaskápum apóteksins en komust ekki í peningakassa. 19.2.2005 00:01 Samið um samstarf til þriggja ára Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og forsvarsmenn Food and Fun hátíðarinnar undirrituðu í hádeginu samstarfssamning til þriggja ára í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. 19.2.2005 00:01 Fjölmenni á safnanótt Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á fyrstu safnanótt á Vetrarhátíð Reykjavíkur í Þjóðminjasafninu í gærkvöld. Gestum voru m.a. sýnd kjálkabein morðingjans Friðriks Sigurðssonar sem síðastur var tekinn af lífi á Íslandi ásamt vitorðskonu sinni Agnesi. 19.2.2005 00:01 Össu sleppt í Grafningi Össu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum var sleppt í dag austur í Grafningi þar sem hún fannst særð snemma í janúar. Fuglinn sem fékk viðurnefnið Erna í garðinum hafði flogið á raflínu og farið úr lið á vinstri væng en gert var að sárum hennar og henni leyft að jafna sig í garðinum. 19.2.2005 00:01 Minna á loforð um gervigrasvöll Seltirningar eru orðnir þreyttir á að bíða eftir gervigrasvelli. Þeir söfnuðust saman á Hrólfsskálamel eftir hvatningu frá íþróttafélaginu Gróttu til að reka á eftir að gerður yrði gervigrasvöllur á svæðinu. Fjölmargir mættu og mynduðu hring á melnum til að sýna hvar framtíðaræfingasvæði íþróttakappa á Seltjarnarnesi á að vera. 19.2.2005 00:01 Draugar á Þjóðminjasafni Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á safnanótt í Þjóðminjasafninu á föstudagskvöld, sem haldin var í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. 19.2.2005 00:01 Myndband af líkamsárás á Netinu Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. 19.2.2005 00:01 Landsnet endurskoðar áætlanir Landsnet verður að endurskoða áætlanir sínar um Fljótsdalslínu eftir að iðnaðarráðuneytið synjaði eignarnámsheimild vegna tveggja jarða á Austurlandi. 19.2.2005 00:01 Vinni saman að reykingabanni Atvinnulífið og stjórnvöld eiga að vinna saman að jafnmikilvægum málum og banni við reykingum á veitingastöðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sem óttast um afdrif vínveitingastaða verði slíku banni komið á. 19.2.2005 00:01 Haförn undir rafrænu eftirliti Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn. 19.2.2005 00:01 Reykjanesvirkjun stækkuð Hitaveita Suðurnesja stefnir að því á næstu árum að tvöfalda afkastagetu Reykjanesvirkjunar svo að hún verði 200 megavött. Virkjunin verður þá ein sú stærsta á landinu. 19.2.2005 00:01 Sandgerði stenst prófið Öll skilyrði sem sjávarútvegsráðuneytið setur um byggðakvóta eru uppfyllt af bæjarstjórn Sandgerðis, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. 19.2.2005 00:01 Atlantsolía opnar í Reykjavík Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnar fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir stefnt að því að opna fleiri stöðvar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. 19.2.2005 00:01 Fjögur atkvæði réðu úrslitum Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, var kosinn formaður Félags grunnskólakennara á aðalfundi félagsins sem haldinn var á föstudag og laugardag á Hótel Selfossi. 19.2.2005 00:01 Þúsundir á Þjóðahátíð Nokkur þúsund mættu á Þjóðahátíð Alþjóðahúss í Perlunni í gær. Hátíðin var haldin í annað sinn og spáir framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Einar Skúlason, því að hún stækki enn að ári. 19.2.2005 00:01 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi á Landmannaleið í fyrrinótt hét Bjarni Sveinsson og var til heimilis að Þernunesi 7 í Garðabæ. 19.2.2005 00:01 Mistókst að ná peningum Tveir menn ógnuðu starfsfólki með hnífum í Árbæjarapóteki í hádeginu í gær og höfðu á brott með sér talsvert magn að örvandi lyfjum. 19.2.2005 00:01 Þriggja tonna tjakki stolið Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk. 19.2.2005 00:01 Áhættuatriði endaði illa Tvítugur maður fékk höfuðáverka þegar hann var að leika í myndbandi sem félagar hans voru að taka upp í Siglufjarðarskarði um fimmleytið í fyrradag. 19.2.2005 00:01 Bein grænlenskra á Skriðuklaustri? Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið. 19.2.2005 00:01 Dragnótaveiðar innst í Eyjafirði Smábátasjómenn við Eyjafjörð eru ævareiðir vegna heimildar sem sjávarútvegsráðuneytið veitti til dragnótaveiða í innanverðum Eyjafirði. Ráðuneytið vildi koma til móts við fiskeldi Brims en smábátasjómenn segja afkomu sinni ógnað og lífríki Eyjafjarðar og náttúruminjar séu í hættu. 19.2.2005 00:01 Grásleppuvertíðin stytt Vegna verðfalls á grásleppuhrognum og umframbirgða frá síðustu vertíð telur Landssamband smábátaeigenda nauðsynlegt að takmarka framboð á hrognum í ár. 19.2.2005 00:01 Ekið á annan tug hreindýra Nýtt vandamál blasir við á Austfjörðum. Á síðustu mánuðum hefur verið keyrt á á annan tug hreindýra og ástæðan er m.a. sögð aukin umferð á hreindýrasvæðum. 19.2.2005 00:01 Lést í vélsleðaslysi Karlmaður á vélsleða beið bana þegar hann ók fram af hárri hengju á Landmannaleið til móts við Sauðleysu seint í gærkvöldi. Félagi hans, sem var á öðrum sleða, þurfti að aka langa leið til að komast í síma og kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar hún lenti á vettvangi með lækni var maðurinn látinn og er talið að hann hafi látist samstundis. Snjókoma og slæmt skyggni var þegar slysið varð. 18.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bílbeltaundanþága barn síns tíma Undanþága leigubílstjóra frá bílbeltaskyldu er barn síns tíma, segir talsmaður Umferðarstofu. Hjón, sem tóku leigubíl með níu ára syni sínum í gærkvöld, kröfðust þess að bílstjórinn setti á sig öryggisbelti enda fór bílstjórinn fram á það, eðlilega, að farþegar hans sætu spenntir. 20.2.2005 00:01
Grunuðum ræningjum sleppt Karlmönnunnum tveimur sem lögregla handtók á miðnætti, grunaða um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær, hefur verið sleppt. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og voru yfirheyrðir í dag en sleppt að þeim loknum og er málið er enn í rannsókn. 20.2.2005 00:01
Sprenging í kannabisinnflutningi Mikil sprenging hefur orðið í innflutningi á kannabisefnum á Bretlandseyjum. Að sögn breskra dagblaða er ástæðan sú að lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum settu kókaín og heróín sem algjör forgangsmál í byrjun síðasta árs. 20.2.2005 00:01
Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum Fasteignaheildsalar, auðvelt aðgengi að lánum fyrir almenning og lóðaskortur eru helstu ástæður stórhækkunar á fasteignaverði á suðvesturhorninu. </font /></b /> 20.2.2005 00:01
Tveir yfirheyrðir um rán og sleppt Tveggja sem rændu Árbæjarapótek klæddir samfestingum og með grímu er enn leitað. Tveir menn um tvítugt sem handteknir voru í íbúð í austurhluta Reykjavíkurborgar um miðnætti aðfaranótt sunnudags var sleppt um miðjan dag í gær. 20.2.2005 00:01
Lögreglufréttir Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags. 20.2.2005 00:01
Slasast eftir ofsahraðakstur Karlmaður um þrítugt var fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss eftir bílveltu innanbæjar í Þorlákshöfn. Hann er ekki í lífshættu að sögn vakthafandi lækni. 20.2.2005 00:01
Átta með fíkniefni á Akureyri Átta menn innan við tvítugt voru teknir með fíkniefni í fórum sínum á Akureyri á laugardag. 20.2.2005 00:01
Læknar sviptir án kæru 243 kærur og kvartanir bárust til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Þá voru tveir læknar sviptir lækningaleyfi, en ekki vegna einstakra mistaka. </font /></b /> 20.2.2005 00:01
Ernu farnast vel Frelsun Ernu tókst framar björtustu vonum. Össunni var sleppt við Álftavatn í gær og svo var fylgst með henni gegnum útvarpssendi. Hún var tiltölulega fljót að átta sig í náttúrunni og flaug svo styrkum vængjatökum út í Arnarhólma sem er gamalt arnarvígi. 20.2.2005 00:01
Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. 20.2.2005 00:01
Vonar að börn sjá ekki myndbandið Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. 20.2.2005 00:01
Haraldur hárfagri til Noregs Haraldur hárfagri og Gyða kona hans eru í Garðabæ en fara fljótlega til Noregs í góðra vina hópi. Ný útflutningsgrein er að verða til. 20.2.2005 00:01
Eldur í skipinu Valur Eldur kom upp við stakkageymslu á millidekki í skipinu Vali GK-185 í Sandgerðishöfn upp úr klukkan átta í gærkvöldi. 20.2.2005 00:01
Nýtt þorp á Reykjanesi Þorp hefur risið á Reykjanesi í tengslum við nýja virkjun Hitaveitu Suðurnesja. Þar búa um 40 manns að staðaldri en verða um 300 í sumar þegar framkvæmdir standa sem hæst. 20.2.2005 00:01
Krefjast milljónatuga bóta Eigendur tveggja jarða í Reyðarfirði krefjast hárra bóta fyrir það land sem fer undir Fljótsdalslínur 3 og 4. Iðnaðarráðuneytið hefur heimilað eignarnám þriggja jarða. Sextán landeigendur höfðu áður samþykkt boðnar bótafjárhæðir. 20.2.2005 00:01
Flest skíðasvæði landsins opin Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag til klukkan sex. Allar lyftur eru opnar og skíðafæri er ágætt og unnið harðfenni. Það er léttskýjað og suðvestan einn til þrír metrar á sekúndu. 5 og 10 kílómetra gönguskíðabrautir eru tilbúnar. 19.2.2005 00:01
Gjafir ungmenna ekki skertar Gjafir, sem ungmenni eru hvött til að gefa Hjálparstarfi kirkjunnar með nýrri söfnunarleið, það er að segja með SMS-skilaboðum úr farsíma, verða ekki skertar framvegis þótt símafyrirtækin ætli sér áfram sinn skerf. 19.2.2005 00:01
Hyggilegra að fresta undirskrift Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir á heimasíðu sinni að borgaryfirvöld hefðu betur frestað því að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu á hlut sínum í Landsvirkjun til ríkisins þar sem fyrirhuguð einkavæðing fyrirtækisins stríði gegn stefnu Vinstri - grænna. Hætta sé því á að R-listinn í Reykjavík gangi sundraður til þessara verka. 19.2.2005 00:01
Eignarnámsbeiðni Landsnets hafnað Iðnaðarráðuneytið hefur hafnað beiðni Landsnets um eignarnám á tveim jörðum í Reyðarfirði, Seljateigshjáleigu og Áreyjum, vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 milli Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaráls í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 19.2.2005 00:01
Vopnað rán í Árbæjarapóteki Vopnað rán var framið í Árbæjarapóteki um hádegisbil í dag. Tveir hettuklæddir menn í samfestingum vopnaðir hnífum komu inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki án þess þó að meiða neinn. Þeir létu greipar sópa í lyfjaskápum apóteksins en komust ekki í peningakassa. 19.2.2005 00:01
Samið um samstarf til þriggja ára Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og forsvarsmenn Food and Fun hátíðarinnar undirrituðu í hádeginu samstarfssamning til þriggja ára í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. 19.2.2005 00:01
Fjölmenni á safnanótt Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á fyrstu safnanótt á Vetrarhátíð Reykjavíkur í Þjóðminjasafninu í gærkvöld. Gestum voru m.a. sýnd kjálkabein morðingjans Friðriks Sigurðssonar sem síðastur var tekinn af lífi á Íslandi ásamt vitorðskonu sinni Agnesi. 19.2.2005 00:01
Össu sleppt í Grafningi Össu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum var sleppt í dag austur í Grafningi þar sem hún fannst særð snemma í janúar. Fuglinn sem fékk viðurnefnið Erna í garðinum hafði flogið á raflínu og farið úr lið á vinstri væng en gert var að sárum hennar og henni leyft að jafna sig í garðinum. 19.2.2005 00:01
Minna á loforð um gervigrasvöll Seltirningar eru orðnir þreyttir á að bíða eftir gervigrasvelli. Þeir söfnuðust saman á Hrólfsskálamel eftir hvatningu frá íþróttafélaginu Gróttu til að reka á eftir að gerður yrði gervigrasvöllur á svæðinu. Fjölmargir mættu og mynduðu hring á melnum til að sýna hvar framtíðaræfingasvæði íþróttakappa á Seltjarnarnesi á að vera. 19.2.2005 00:01
Draugar á Þjóðminjasafni Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á safnanótt í Þjóðminjasafninu á föstudagskvöld, sem haldin var í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. 19.2.2005 00:01
Myndband af líkamsárás á Netinu Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. 19.2.2005 00:01
Landsnet endurskoðar áætlanir Landsnet verður að endurskoða áætlanir sínar um Fljótsdalslínu eftir að iðnaðarráðuneytið synjaði eignarnámsheimild vegna tveggja jarða á Austurlandi. 19.2.2005 00:01
Vinni saman að reykingabanni Atvinnulífið og stjórnvöld eiga að vinna saman að jafnmikilvægum málum og banni við reykingum á veitingastöðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sem óttast um afdrif vínveitingastaða verði slíku banni komið á. 19.2.2005 00:01
Haförn undir rafrænu eftirliti Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn. 19.2.2005 00:01
Reykjanesvirkjun stækkuð Hitaveita Suðurnesja stefnir að því á næstu árum að tvöfalda afkastagetu Reykjanesvirkjunar svo að hún verði 200 megavött. Virkjunin verður þá ein sú stærsta á landinu. 19.2.2005 00:01
Sandgerði stenst prófið Öll skilyrði sem sjávarútvegsráðuneytið setur um byggðakvóta eru uppfyllt af bæjarstjórn Sandgerðis, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. 19.2.2005 00:01
Atlantsolía opnar í Reykjavík Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnar fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir stefnt að því að opna fleiri stöðvar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. 19.2.2005 00:01
Fjögur atkvæði réðu úrslitum Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, var kosinn formaður Félags grunnskólakennara á aðalfundi félagsins sem haldinn var á föstudag og laugardag á Hótel Selfossi. 19.2.2005 00:01
Þúsundir á Þjóðahátíð Nokkur þúsund mættu á Þjóðahátíð Alþjóðahúss í Perlunni í gær. Hátíðin var haldin í annað sinn og spáir framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Einar Skúlason, því að hún stækki enn að ári. 19.2.2005 00:01
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi á Landmannaleið í fyrrinótt hét Bjarni Sveinsson og var til heimilis að Þernunesi 7 í Garðabæ. 19.2.2005 00:01
Mistókst að ná peningum Tveir menn ógnuðu starfsfólki með hnífum í Árbæjarapóteki í hádeginu í gær og höfðu á brott með sér talsvert magn að örvandi lyfjum. 19.2.2005 00:01
Þriggja tonna tjakki stolið Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk. 19.2.2005 00:01
Áhættuatriði endaði illa Tvítugur maður fékk höfuðáverka þegar hann var að leika í myndbandi sem félagar hans voru að taka upp í Siglufjarðarskarði um fimmleytið í fyrradag. 19.2.2005 00:01
Bein grænlenskra á Skriðuklaustri? Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið. 19.2.2005 00:01
Dragnótaveiðar innst í Eyjafirði Smábátasjómenn við Eyjafjörð eru ævareiðir vegna heimildar sem sjávarútvegsráðuneytið veitti til dragnótaveiða í innanverðum Eyjafirði. Ráðuneytið vildi koma til móts við fiskeldi Brims en smábátasjómenn segja afkomu sinni ógnað og lífríki Eyjafjarðar og náttúruminjar séu í hættu. 19.2.2005 00:01
Grásleppuvertíðin stytt Vegna verðfalls á grásleppuhrognum og umframbirgða frá síðustu vertíð telur Landssamband smábátaeigenda nauðsynlegt að takmarka framboð á hrognum í ár. 19.2.2005 00:01
Ekið á annan tug hreindýra Nýtt vandamál blasir við á Austfjörðum. Á síðustu mánuðum hefur verið keyrt á á annan tug hreindýra og ástæðan er m.a. sögð aukin umferð á hreindýrasvæðum. 19.2.2005 00:01
Lést í vélsleðaslysi Karlmaður á vélsleða beið bana þegar hann ók fram af hárri hengju á Landmannaleið til móts við Sauðleysu seint í gærkvöldi. Félagi hans, sem var á öðrum sleða, þurfti að aka langa leið til að komast í síma og kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar hún lenti á vettvangi með lækni var maðurinn látinn og er talið að hann hafi látist samstundis. Snjókoma og slæmt skyggni var þegar slysið varð. 18.2.2005 00:01