Innlent

Draugar á Þjóðminjasafni

Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á safnanótt í Þjóðminjasafninu á föstudagskvöld, sem haldin var í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. Draugaleg stemning var í húsinu og voru gestirnir á öllum aldri en þeim var sýnd kjálkabein morðingja og lesið fyrir þá draugakvæði. Einnig var höggstokkur skoðaður ásamt fleiri furðulegum gripum. Gera má ráð fyrir að safnanótt verði endurtekin að ári í Þjóðminjasafninu sökum þess hversu vel tókst til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×