Fleiri fréttir Löng bið eftir skilríkjum Fischers Útlendingastofnun lét kalla á stuðningsmenn Bobbys Fischers úr beinni útvarpsútsendingu í desember til þess að spyrja um fæðingardag hans og annað vegna skilríkja handa honum. Síðan hefur ekkert gerst. Forstjóri Útlendingastofnunar ætlar að funda með stuðningshópnum eftir helgi. 18.2.2005 00:01 Mótmælir reykingabanni Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna lagafrumvarps um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þar ítrekar félagið að það sé óréttlætanlegt að ríkið banni fólki að stunda löglegar athafnir á eign sinni. 18.2.2005 00:01 Brúnni yfir Kaldaklifsá lokað Brúnni yfir Kaldaklifsá, austur undir Þorvaldseyri, hefur verið lokað vegna vatnavaxta. Búist er við að hún verði opnuð aftur síðar í dag. 18.2.2005 00:01 Undrast áform iðnaðarráðherra Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir í tilkynningu furðu sinni á bollaleggingum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu orkufyrirtækja. Þingflokkurinn mótmælir harðlega öllum áformum ráðherrans um frekari markaðs- og einkavæðingu almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar á næstu árum. 18.2.2005 00:01 Fegurðardrottning tapar máli Fyrrverandi þátttakandi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.is tapaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur máli sem hún höfðaði á hendur aðstandendum keppninnar og íslenska ríkinu. Stúlkan hafði tekið þátt í kynningu á torfærukeppni og slasast þegar hún keyrði yfir sandbing. Hún krafðist bóta upp á tæplega tvær milljónir króna. 18.2.2005 00:01 Níu mosa - tilfelli frá áramótum Mosa - sýkingabakteríur hafa fundist í níu manns hér frá áramótum, að sögn Ólafs Guðlaugssonar yfirlæknis sýkingavarnadeildar á Landspítala háskólasjúkrahúsi 18.2.2005 00:01 Þúsundir hrafna skotnar árlega Fjöldi þeirra dýra sem veidd eru hérlendis ár hvert skiptir hundruðum þúsunda. Flest þessara dýra eru veidd til matar en nokkrar tegundir teljast meindýr. Þar á meðal eru hrafnar. 18.2.2005 00:01 Mótmælir ákvörðun vegna auglýsinga Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, mótmælir þeirri ákvörðun Samkeppnisstofnunar að mælast til þess að Umferðarstofa taki þrjár sjónvarpsauglýsingar sínar úr umferð. Í yfirlýsingu frá SÍA segir meðal annars: „Ekki verður séð að sú fullyrðing Samkeppnisstofnunar fái staðist, að í auglýsingum Umferðarstofu sé sýnt hættulegt atferli sem haft geti þannig áhrif á börn að þau líki eftir þeirri hegðun sem sýnd er í auglýsingunum.“ 18.2.2005 00:01 Aðgerðir vegna gigtarlyfja Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna COX-2 lyfjaflokksins, sem fela í sér viðvaranir til lækna um ávísun lyfjanna. Þessar aðgerðir eiga einnig við á Íslandi. 18.2.2005 00:01 Aðgerðir vegna COX-2 hemla Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna lyfjaflokksins COX-2 hemla sem eiga einnig við á Íslandi. Hér á landi eru fjögur lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia, Celebra Dynastat og Bextra samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun. 18.2.2005 00:01 Skoðar viðskipti með fasteignir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir til skoðunar hversu langt starfsheimildir bankanna nái hvað varðar viðskipti með fasteignir. 18.2.2005 00:01 Áfram í 96 milljóna ábyrgð Reykjavíkurborg verður áfram í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun þó að 44,5 prósenta hlutur borgarinnar í fyrirtækinu verði seldur. 18.2.2005 00:01 bjorn.is tíu ára "Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan. 18.2.2005 00:01 Magni hættir í haust "Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. 18.2.2005 00:01 Ekki úr greipum Bandaríkjamanna Það sækir enginn menn í greipar Bandaríkjamanna ef þeir vilja ekki láta þá lausa, segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og telur allt hafa verið gert til að hjálpa Aroni Pálma Ágústssyni sem situr í stofufangelsi í Texas. Vonbrigði, segja ættingjar Arons. 18.2.2005 00:01 Hægt að rýma miðbæinn á 20 mínútum Það gæti tekið á aðra klukkustund að rýma miðbæ Reykjavíkur ef öryggi fólks þar væri ógnað þar sem ekki er til nein rýmingaráætlun. Væri hún til tæki aðeins innan við tuttugu mínútur að rýma miðborgina á menningarnótt. 18.2.2005 00:01 Fá greiddar 450 krónur á tímann Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann. 18.2.2005 00:01 Hljóta að geta fyrirgefið Fischer Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. 18.2.2005 00:01 Segir seinagang óviðunandi Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. 18.2.2005 00:01 Í fótspor Vesturfara Hópur reiðmanna mun feta í fótspor íslenskra landnema í Kanada í sumar og ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á íslenskum hrossum. Það er ungur Kanadamaður sem skipuleggur ferðina en segja má að kveikjan að þessum leiðangri hafi verið snjóbrettaiðkun í kanadískum fjallshlíðum. 18.2.2005 00:01 Starfsfólkið með súrefnisgrímur Eigandi kaffishússins Prikið á Laugarveginum er æfur vegna fyrirhugaðs reykingabanns á veitingastöðum. Í lok vikunnar var lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi. "Ég vil fá að hafa reykingarfólk inni á Prikinu" segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins. 18.2.2005 00:01 Glitský sjaldgæf í borginni Glitský sáust yfir Reykjavíkurborg í gærmorgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir óvanalegt að sjá glitský á sunnanverðu landinu en ekki sé nema um mánuður síðan þau sáust síðast. 18.2.2005 00:01 Vélstjórar bíða Sólbaksdóms Félagsdómur hefur ekki kveðið upp dóm í Sólbaksmálinu. Vélstjórafélag Íslands kærði og vill láta ógilda Sólbakssamninginn sem útgerðin Brim hf. gerði um skipið Sólbak og við áhöfn þess. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins átti von á úrskurði dómsins í vikunni: 18.2.2005 00:01 Stálu þriggja tonna tjakki Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk. 18.2.2005 00:01 Brotist inn í skóla á Stokkseyri Fartölvum, skjám og öðrum tölvubúnaði var stolið úr skóla á Stokkseyri þegar brotist var þar inn í fyrrinótt. Þegar Fréttablaðið fór prentun í gærkvöldi hafði löreglan ekki náð þjófinum. 18.2.2005 00:01 Fimm handteknir vegna fíkniefna Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af fimm manns í þremur óskyldum fíkniefnamálum í fyrri nótt. Bifreið var stöðvuð í Garðabæ og fannst þá lítið magn af amfetamíni og maríjúana. Í framhaldinu var gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust þá 50 grömm af amfetamíni. Tveir menn voru handteknir og gistu fangsklefa. 18.2.2005 00:01 Rúta fauk af veginum á Söndum Rúta fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungarvík en hún var á leiðinni frá Ísafirði. Ökumaður var einn og meiddist ekki. "Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið," sagði Hermann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungarvíkur. 18.2.2005 00:01 Lést í vélsleðaslysi Maður lést þegar hann fór fram af hengju á vélsleða á Landmannaleið um miðnætti á aðfaranótt föstudags. 18.2.2005 00:01 Lokað á hjartadeild vegna bakteríu Sýkingarbaktería sem fannst á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í síðustu viku olli því að loka varð hluta deildarinnar. Enn er ein stofa lokuð. Þessi baktería er landlæg í erlendum sjúkrahúsum. </font /></b /> 17.2.2005 00:01 Verðsamráð loðnuútgerða? Ýmsir sjómenn á loðnuflotanum telja að loðnubræðslurnar og útgerðin hafi með sér verðsamráð um greiðslur til sjómanna og séu þannig að skammta sér hagnað á kostnað sjómanna. Við upphaf vertíðar voru greiddar um sjö þúsund krónur fyrir tonnið í bræðslu en nú er verðið komið niður fyrir sex þúsund krónur. 17.2.2005 00:01 Líklegar til að fá lungnakrabba Íslenskar konur eru næstlíklegastar allra kvenna í Evrópu til þess að fá krabbamein í lungu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið <em>Telegraph</em> greinir frá í dag. 17.2.2005 00:01 Eldur í bílskúr í Keflavík Eldur kom upp í bílskúr í Keflavík seint í gærkvöldi en búið er í bílskúrunum. Íbúinn var ekki heima en þegar nágrannar urðu varir við reyk var kallað á slökkvilið. 17.2.2005 00:01 Níu umferðaróhöpp á Akureyri Níu umferðaróhöpp urðu á Akureyri frá hádegi og til klukkan átján í gær sem er óvenju mikið þar í bæ. Flest óhöppin voru minniháttar en þó slasaðist einn í hörðum árekstri. 17.2.2005 00:01 20-50 þúsund fyrir yfirbókun Farþegar sem komast ekki í flug vegna þess að flugvél hefur verið yfirbókuð einhvers staðar í Evrópusambandinu eiga nú rétt á 20-50 þúsund krónum í skaðabætur. Upphæðin er um það bil helmingi hærri en hingað til hefur tíðkast að farþegar fái greidda. 17.2.2005 00:01 Stálu heilli búslóð Bíræfnir þjófar létu greipar sópa í bílskúr í Breiðholti í gærkvöldi en þar var heil búslóð geymd. Fyrr um daginn brutust þjófar inn í einbýlishús í Árbæjarhverfi og stálu þaðan meðal annars tveimur tölvum og stóru sjónvarpi. 17.2.2005 00:01 Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. 17.2.2005 00:01 Strætisvagn eyðilagðist í eldi Strætisvagn eyðilagðist í eldi á Sæbraut á móts við gamla Útvarpshúsið á níunda tímanum í morgun en engan sakaði. Vagninn er ekki nema tveggja ára af Scania-gerð og eru 28 álíka vagnar í flota Strætó. 17.2.2005 00:01 Fischer: Skelfileg vonbrigði Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. 17.2.2005 00:01 Væri ekki á leið til lýðræðis Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis. 17.2.2005 00:01 Kristinn ekki sigurvegari Pétur Blöndal alþingismaður er ekki á því að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi, með endurreisn sinni í Framsóknarflokknum, sigrað flokksforystuna að því er fram kom í máli Péturs í þættinum Íslandi í bítið í morgun. 17.2.2005 00:01 Þyrlan sótti mann fyrir austan Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í hádeginu til að sækja mann austur fyrir fjall sem hafði fengið hjartaáfall. Þyrlan var snör í snúningum og lenti við Landspítalann í Fossvogi korter fyrir tvö þar sem maðurinn gekkst þegar undir aðgerð. 17.2.2005 00:01 Viðskipti Íslands og Kína rædd Ráðstefnan um viðskipti milli Íslands og Kína á vegum Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands verður haldin á Grand Hótel í næstu viku. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður heiðursgestur ráðstefnunnar. 17.2.2005 00:01 Starfsmaðurinn saklaus af smyglinu Vegna umfjöllunar DV um fíkniefnasmygl með einu af skipum Eimskips, sem upp komst á síðasta ári, vill félagið koma því á framfæri að starfsmaður þess er ekki viðloðinn málið. 17.2.2005 00:01 Ævintýri sveitavarga "Þetta gekk mjög vel og ég varð ekki var við annað en að góður rómur væri gerður að leik okkar," segir Heiðar Sigurðsson, söngvari og hljómborðsleikari hornfirsku hljómsveitarinnar KUSK sem lék um síðustu helgi á þorrablóti Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. 17.2.2005 00:01 Ekki forstjóri Icelandair Bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður hafa gaman af að vera ruglað saman við nafna sinn, hinn nýráðna forstjóra Icelandair. Sá er hins vegar Ólafsson en ekki Helgason eins og þeir. Skammdegisþreytu er kennt um ruglinginn. </font /></b /> 17.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Löng bið eftir skilríkjum Fischers Útlendingastofnun lét kalla á stuðningsmenn Bobbys Fischers úr beinni útvarpsútsendingu í desember til þess að spyrja um fæðingardag hans og annað vegna skilríkja handa honum. Síðan hefur ekkert gerst. Forstjóri Útlendingastofnunar ætlar að funda með stuðningshópnum eftir helgi. 18.2.2005 00:01
Mótmælir reykingabanni Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna lagafrumvarps um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þar ítrekar félagið að það sé óréttlætanlegt að ríkið banni fólki að stunda löglegar athafnir á eign sinni. 18.2.2005 00:01
Brúnni yfir Kaldaklifsá lokað Brúnni yfir Kaldaklifsá, austur undir Þorvaldseyri, hefur verið lokað vegna vatnavaxta. Búist er við að hún verði opnuð aftur síðar í dag. 18.2.2005 00:01
Undrast áform iðnaðarráðherra Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir í tilkynningu furðu sinni á bollaleggingum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu orkufyrirtækja. Þingflokkurinn mótmælir harðlega öllum áformum ráðherrans um frekari markaðs- og einkavæðingu almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar á næstu árum. 18.2.2005 00:01
Fegurðardrottning tapar máli Fyrrverandi þátttakandi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.is tapaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur máli sem hún höfðaði á hendur aðstandendum keppninnar og íslenska ríkinu. Stúlkan hafði tekið þátt í kynningu á torfærukeppni og slasast þegar hún keyrði yfir sandbing. Hún krafðist bóta upp á tæplega tvær milljónir króna. 18.2.2005 00:01
Níu mosa - tilfelli frá áramótum Mosa - sýkingabakteríur hafa fundist í níu manns hér frá áramótum, að sögn Ólafs Guðlaugssonar yfirlæknis sýkingavarnadeildar á Landspítala háskólasjúkrahúsi 18.2.2005 00:01
Þúsundir hrafna skotnar árlega Fjöldi þeirra dýra sem veidd eru hérlendis ár hvert skiptir hundruðum þúsunda. Flest þessara dýra eru veidd til matar en nokkrar tegundir teljast meindýr. Þar á meðal eru hrafnar. 18.2.2005 00:01
Mótmælir ákvörðun vegna auglýsinga Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, mótmælir þeirri ákvörðun Samkeppnisstofnunar að mælast til þess að Umferðarstofa taki þrjár sjónvarpsauglýsingar sínar úr umferð. Í yfirlýsingu frá SÍA segir meðal annars: „Ekki verður séð að sú fullyrðing Samkeppnisstofnunar fái staðist, að í auglýsingum Umferðarstofu sé sýnt hættulegt atferli sem haft geti þannig áhrif á börn að þau líki eftir þeirri hegðun sem sýnd er í auglýsingunum.“ 18.2.2005 00:01
Aðgerðir vegna gigtarlyfja Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna COX-2 lyfjaflokksins, sem fela í sér viðvaranir til lækna um ávísun lyfjanna. Þessar aðgerðir eiga einnig við á Íslandi. 18.2.2005 00:01
Aðgerðir vegna COX-2 hemla Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna lyfjaflokksins COX-2 hemla sem eiga einnig við á Íslandi. Hér á landi eru fjögur lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia, Celebra Dynastat og Bextra samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun. 18.2.2005 00:01
Skoðar viðskipti með fasteignir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir til skoðunar hversu langt starfsheimildir bankanna nái hvað varðar viðskipti með fasteignir. 18.2.2005 00:01
Áfram í 96 milljóna ábyrgð Reykjavíkurborg verður áfram í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun þó að 44,5 prósenta hlutur borgarinnar í fyrirtækinu verði seldur. 18.2.2005 00:01
bjorn.is tíu ára "Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan. 18.2.2005 00:01
Magni hættir í haust "Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein. 18.2.2005 00:01
Ekki úr greipum Bandaríkjamanna Það sækir enginn menn í greipar Bandaríkjamanna ef þeir vilja ekki láta þá lausa, segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og telur allt hafa verið gert til að hjálpa Aroni Pálma Ágústssyni sem situr í stofufangelsi í Texas. Vonbrigði, segja ættingjar Arons. 18.2.2005 00:01
Hægt að rýma miðbæinn á 20 mínútum Það gæti tekið á aðra klukkustund að rýma miðbæ Reykjavíkur ef öryggi fólks þar væri ógnað þar sem ekki er til nein rýmingaráætlun. Væri hún til tæki aðeins innan við tuttugu mínútur að rýma miðborgina á menningarnótt. 18.2.2005 00:01
Fá greiddar 450 krónur á tímann Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann. 18.2.2005 00:01
Hljóta að geta fyrirgefið Fischer Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. 18.2.2005 00:01
Segir seinagang óviðunandi Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. 18.2.2005 00:01
Í fótspor Vesturfara Hópur reiðmanna mun feta í fótspor íslenskra landnema í Kanada í sumar og ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á íslenskum hrossum. Það er ungur Kanadamaður sem skipuleggur ferðina en segja má að kveikjan að þessum leiðangri hafi verið snjóbrettaiðkun í kanadískum fjallshlíðum. 18.2.2005 00:01
Starfsfólkið með súrefnisgrímur Eigandi kaffishússins Prikið á Laugarveginum er æfur vegna fyrirhugaðs reykingabanns á veitingastöðum. Í lok vikunnar var lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi. "Ég vil fá að hafa reykingarfólk inni á Prikinu" segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins. 18.2.2005 00:01
Glitský sjaldgæf í borginni Glitský sáust yfir Reykjavíkurborg í gærmorgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir óvanalegt að sjá glitský á sunnanverðu landinu en ekki sé nema um mánuður síðan þau sáust síðast. 18.2.2005 00:01
Vélstjórar bíða Sólbaksdóms Félagsdómur hefur ekki kveðið upp dóm í Sólbaksmálinu. Vélstjórafélag Íslands kærði og vill láta ógilda Sólbakssamninginn sem útgerðin Brim hf. gerði um skipið Sólbak og við áhöfn þess. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins átti von á úrskurði dómsins í vikunni: 18.2.2005 00:01
Stálu þriggja tonna tjakki Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk. 18.2.2005 00:01
Brotist inn í skóla á Stokkseyri Fartölvum, skjám og öðrum tölvubúnaði var stolið úr skóla á Stokkseyri þegar brotist var þar inn í fyrrinótt. Þegar Fréttablaðið fór prentun í gærkvöldi hafði löreglan ekki náð þjófinum. 18.2.2005 00:01
Fimm handteknir vegna fíkniefna Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af fimm manns í þremur óskyldum fíkniefnamálum í fyrri nótt. Bifreið var stöðvuð í Garðabæ og fannst þá lítið magn af amfetamíni og maríjúana. Í framhaldinu var gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust þá 50 grömm af amfetamíni. Tveir menn voru handteknir og gistu fangsklefa. 18.2.2005 00:01
Rúta fauk af veginum á Söndum Rúta fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungarvík en hún var á leiðinni frá Ísafirði. Ökumaður var einn og meiddist ekki. "Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið," sagði Hermann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungarvíkur. 18.2.2005 00:01
Lést í vélsleðaslysi Maður lést þegar hann fór fram af hengju á vélsleða á Landmannaleið um miðnætti á aðfaranótt föstudags. 18.2.2005 00:01
Lokað á hjartadeild vegna bakteríu Sýkingarbaktería sem fannst á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í síðustu viku olli því að loka varð hluta deildarinnar. Enn er ein stofa lokuð. Þessi baktería er landlæg í erlendum sjúkrahúsum. </font /></b /> 17.2.2005 00:01
Verðsamráð loðnuútgerða? Ýmsir sjómenn á loðnuflotanum telja að loðnubræðslurnar og útgerðin hafi með sér verðsamráð um greiðslur til sjómanna og séu þannig að skammta sér hagnað á kostnað sjómanna. Við upphaf vertíðar voru greiddar um sjö þúsund krónur fyrir tonnið í bræðslu en nú er verðið komið niður fyrir sex þúsund krónur. 17.2.2005 00:01
Líklegar til að fá lungnakrabba Íslenskar konur eru næstlíklegastar allra kvenna í Evrópu til þess að fá krabbamein í lungu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið <em>Telegraph</em> greinir frá í dag. 17.2.2005 00:01
Eldur í bílskúr í Keflavík Eldur kom upp í bílskúr í Keflavík seint í gærkvöldi en búið er í bílskúrunum. Íbúinn var ekki heima en þegar nágrannar urðu varir við reyk var kallað á slökkvilið. 17.2.2005 00:01
Níu umferðaróhöpp á Akureyri Níu umferðaróhöpp urðu á Akureyri frá hádegi og til klukkan átján í gær sem er óvenju mikið þar í bæ. Flest óhöppin voru minniháttar en þó slasaðist einn í hörðum árekstri. 17.2.2005 00:01
20-50 þúsund fyrir yfirbókun Farþegar sem komast ekki í flug vegna þess að flugvél hefur verið yfirbókuð einhvers staðar í Evrópusambandinu eiga nú rétt á 20-50 þúsund krónum í skaðabætur. Upphæðin er um það bil helmingi hærri en hingað til hefur tíðkast að farþegar fái greidda. 17.2.2005 00:01
Stálu heilli búslóð Bíræfnir þjófar létu greipar sópa í bílskúr í Breiðholti í gærkvöldi en þar var heil búslóð geymd. Fyrr um daginn brutust þjófar inn í einbýlishús í Árbæjarhverfi og stálu þaðan meðal annars tveimur tölvum og stóru sjónvarpi. 17.2.2005 00:01
Fischer fær ekki ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis ákvað í morgun að leggja ekki til við Alþingi að svo stöddu að Bobby Fisher skákmeistari fái ríkisborgararétt hér á landi. Ekki ríkti einhugur í nefndinni um þessa niðurstöðu en eftir sem áður stendur það að honum er boðið landvistarleyfi hér á landi. 17.2.2005 00:01
Strætisvagn eyðilagðist í eldi Strætisvagn eyðilagðist í eldi á Sæbraut á móts við gamla Útvarpshúsið á níunda tímanum í morgun en engan sakaði. Vagninn er ekki nema tveggja ára af Scania-gerð og eru 28 álíka vagnar í flota Strætó. 17.2.2005 00:01
Fischer: Skelfileg vonbrigði Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. 17.2.2005 00:01
Væri ekki á leið til lýðræðis Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis. 17.2.2005 00:01
Kristinn ekki sigurvegari Pétur Blöndal alþingismaður er ekki á því að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi, með endurreisn sinni í Framsóknarflokknum, sigrað flokksforystuna að því er fram kom í máli Péturs í þættinum Íslandi í bítið í morgun. 17.2.2005 00:01
Þyrlan sótti mann fyrir austan Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í hádeginu til að sækja mann austur fyrir fjall sem hafði fengið hjartaáfall. Þyrlan var snör í snúningum og lenti við Landspítalann í Fossvogi korter fyrir tvö þar sem maðurinn gekkst þegar undir aðgerð. 17.2.2005 00:01
Viðskipti Íslands og Kína rædd Ráðstefnan um viðskipti milli Íslands og Kína á vegum Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands verður haldin á Grand Hótel í næstu viku. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður heiðursgestur ráðstefnunnar. 17.2.2005 00:01
Starfsmaðurinn saklaus af smyglinu Vegna umfjöllunar DV um fíkniefnasmygl með einu af skipum Eimskips, sem upp komst á síðasta ári, vill félagið koma því á framfæri að starfsmaður þess er ekki viðloðinn málið. 17.2.2005 00:01
Ævintýri sveitavarga "Þetta gekk mjög vel og ég varð ekki var við annað en að góður rómur væri gerður að leik okkar," segir Heiðar Sigurðsson, söngvari og hljómborðsleikari hornfirsku hljómsveitarinnar KUSK sem lék um síðustu helgi á þorrablóti Íslendingafélagsins í Stokkhólmi. 17.2.2005 00:01
Ekki forstjóri Icelandair Bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður hafa gaman af að vera ruglað saman við nafna sinn, hinn nýráðna forstjóra Icelandair. Sá er hins vegar Ólafsson en ekki Helgason eins og þeir. Skammdegisþreytu er kennt um ruglinginn. </font /></b /> 17.2.2005 00:01