Innlent

Fjölmenni á safnanótt

Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á fyrstu safnanótt á Vetrarhátíð Reykjavíkur í Þjóðminjasafninu í gærkvöld. Gestum voru m.a. sýnd kjálkabein morðingjans Friðriks Sigurðssonar sem síðastur var tekinn af lífi á Íslandi ásamt vitorðskonu sinni Agnesi. Höggstokkurinn sem þau létu lífið á var einnig skoðaður sem og hnappar úr eigu draugsins Miklabæjar-Sólveigar. Þá voru lesin draugakvæði við lög Pink Floyd. Í tilkynningu frá Þjóðminjasafninu segir að þessi fyrsta safnanótt hafi tekist vel og að hún verði líklega árlegur viðburður í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×