Innlent

Eignarnámsbeiðni Landsnets hafnað

Iðnaðarráðuneytið hefur hafnað beiðni Landsnets um eignarnám á tveim jörðum í Reyðarfirði, Seljateigshjáleigu og Áreyjum, vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 milli Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaráls í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ráðuneytið féllst hins vegar á ósk Landsnets um að taka eignarnám í þremur jörðum á Héraði, Geirólfsstöðum, Langhúsum og Eyrarteigi. Ráðuneytið lítur svo á að verði ekki af lagningu línanna hafi það veruleg áhrif á hagsmuni fjölda aðila. Almennar forsendur séu til að veita heimild til eignarnáms á jörðunum þrem. Hvað varðar Áreyjar og Seljateigsháleigu héldu eigendur því fram að ekki hefði verið fullreynt með samningaleiðina, öndvert við staðhæfingar Landsnets.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×