Innlent

Þúsundir á Þjóðahátíð

Nokkur þúsund mættu á Þjóðahátíð Alþjóðahúss í Perlunni í gær. Hátíðin var haldin í annað sinn og spáir framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Einar Skúlason, því að hún stækki enn að ári. "Þjóðahátíðin stækkaði um helming frá því á síðasta ári og við stefnum að því að stækka hana aftur tvölfalt að ári. Í Reykjavík býr fólk með uppruna í 127 þjóðum og því af nógu af taka," segir Einar. Yfir 25 þjóðir tóku þátt í Þjóðahátíðinni í ár og segir Einar ljóst eftir daginn að Perlan sé of lítil fyrir hana. Stefnt sé að því að halda hátíðina í stærra húsnæði að ári. Horft sé til Laugardalshallarinnar. Einar segir þá bása sem buðu upp á mat hafa vakið sérstaka athygli. Í pólska básnum einum hafi til dæmis verið boðið upp á fleiri hundruð kíló matar: "Þar var meðal annars boðið upp á baunasalat og skinkupylsur sem framleiddar eru hér á landi eftir pólskri uppskrift."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×