Innlent

Áhættuatriði endaði illa

Tvítugur maður fékk höfuðáverka þegar hann var að leika í myndbandi sem félagar hans voru að taka upp í Siglufjarðarskarði um fimmleytið í fyrradag. Áhættuleikurinn fór þannig fram að ungi maðurinn stökk á snjóbretti í mannhæðarhæð yfir götu en lenti illa á höfðinu. Eftir skoðun á heilbrigðisstofnun var ákveðið að senda hann til frekari rannsóknar til Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×