Innlent

Flest skíðasvæði landsins opin

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag til klukkan sex. Allar lyftur eru opnar og skíðafæri er ágætt og unnið harðfenni. Það er léttskýjað og suðvestan einn til þrír metrar á sekúndu. 5 og 10 kílómetra gönguskíðabrautir eru tilbúnar. Sama á við um Skálafell, þar er opið til sex og allar lyftur opnar. Skíðadeild KR býður öllum sem vilja ókeypis kennslu í dag og á morgun. Kennt verður á svigskíði, snjóbretti, gönguskíði og þelamerkurskíði. Skráning og upplýsingar eru í skíðaskála KR við bílaplanið. Skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag til klukkan fimm. Í brekkum er troðinn þurr snjór, sex stiga frost, logn og heiðskír himinn. Skíðasvæði Sauðkrækinga í Tindastóli er opið frá hádegi til klukkan fimm. Þar er fjögurra stiga frost, skýjað og logn. Tindastólsgangan er í dag. Á Siglufirði er opið frá ellefu til fimm og allar lyftur opnar. Veðurspáin gerir ráð fyrir góðum degi til útiveru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×