Vonar að börn sjá ekki myndbandið 20. febrúar 2005 00:01 Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira