Innlent

Atlantsolía opnar í Reykjavík

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnar fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir stefnt að því að opna fleiri stöðvar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Einnig sé horft til Hellu, Hvolsvallar, Hveragerði, Selfoss, Njarðvíkur, Stykkishólmi og Ísafjarðar. Bensínstöðin sem opnar nú er við enda Bústaðavegar á mótum Reykjanesbrautar. Hún er sjálfsafgreiðslustöð, en Hugi segir að fyrstu mánuðina leiðbeini starfsmaður Atlantsolíu nýjum viðskiptavinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×