Haförn undir rafrænu eftirliti 19. febrúar 2005 00:01 Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn. Haferninum, sem er assa mikil, var sleppt nálægt þeim stað sem hún fannst eftir að hún fór úr lið á vinstri væng þegar hún flaug á símalínu. Undanfarna fjörutíu daga og einum betur hefur hún haldið til í Húsdýragarðinum meðan hún var að jafna sig. Þar var henni gefið nafnið Erna. Það var Kristinn H. Skarphéðinsson, arnarséræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hafði yfirumsjón með því að sleppa Ernu lausri. Hún var frelsinu fegin því um leið og henni var sleppt úr búrinu var hún rokin af stað og flaug lágflug þar til hún hvarf. En skyldi Erna hafa hænst að mönnum meðan hún var á meðal þeirra? Kristinn segir svo ekki hafa verið, hún hafi verið jafnstygg þegar henni var sleppt og þegar hún kom í garðinn og það sé bara hið besta mál. Þótt Erna sé nú laus úr prísund sinni er hún þó enn undir eftirliti manna því við hana var festur útvarpssendir þannig að ef eitthvað kemur fyrir rétt eftir sleppingu verður einfalt að finna hana aftur. Stofnstærð hafarnar hér á landi er að sumri 35-40 pör en að vetri 120 til 150 fuglar alls. Hafernir geta orðið sjö kíló að þyngd og vænghafið 2,4 metrar. Erna er tæp sjö kíló og um fjögurra ára gömul. Hafernir verða kynþroska fimm til sjö ára gamlir. Þeir eignast einn til þrjá unga en oftast kemst aðeins einn af. Haförninn er einkvænisfugl og sambúð er ætíð traust. Arnarhjón helga sér óðul og halda tryggð við það eins lengi og kostur er. Þau velja sér yfirleitt hreiðurstæði á breiðum syllum, í klettum eða á lágum klettasnösum við sjávarsíðuna. Haförninn verpir aðallega á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag. Hins vegar hefur arnarhreiðrum fjölgað undanfarin ár svo ef til vill fer hann að sjást víðar áður en langt um líður. Örninn hefur verið alfriðaður frá árinu 1913 en fyrir þann tíma var reynt að útrýma honum. Hann var talinn skaðræðisfugl sem tæki jafnvel börn til þess að fæða unga sína. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn. Haferninum, sem er assa mikil, var sleppt nálægt þeim stað sem hún fannst eftir að hún fór úr lið á vinstri væng þegar hún flaug á símalínu. Undanfarna fjörutíu daga og einum betur hefur hún haldið til í Húsdýragarðinum meðan hún var að jafna sig. Þar var henni gefið nafnið Erna. Það var Kristinn H. Skarphéðinsson, arnarséræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hafði yfirumsjón með því að sleppa Ernu lausri. Hún var frelsinu fegin því um leið og henni var sleppt úr búrinu var hún rokin af stað og flaug lágflug þar til hún hvarf. En skyldi Erna hafa hænst að mönnum meðan hún var á meðal þeirra? Kristinn segir svo ekki hafa verið, hún hafi verið jafnstygg þegar henni var sleppt og þegar hún kom í garðinn og það sé bara hið besta mál. Þótt Erna sé nú laus úr prísund sinni er hún þó enn undir eftirliti manna því við hana var festur útvarpssendir þannig að ef eitthvað kemur fyrir rétt eftir sleppingu verður einfalt að finna hana aftur. Stofnstærð hafarnar hér á landi er að sumri 35-40 pör en að vetri 120 til 150 fuglar alls. Hafernir geta orðið sjö kíló að þyngd og vænghafið 2,4 metrar. Erna er tæp sjö kíló og um fjögurra ára gömul. Hafernir verða kynþroska fimm til sjö ára gamlir. Þeir eignast einn til þrjá unga en oftast kemst aðeins einn af. Haförninn er einkvænisfugl og sambúð er ætíð traust. Arnarhjón helga sér óðul og halda tryggð við það eins lengi og kostur er. Þau velja sér yfirleitt hreiðurstæði á breiðum syllum, í klettum eða á lágum klettasnösum við sjávarsíðuna. Haförninn verpir aðallega á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag. Hins vegar hefur arnarhreiðrum fjölgað undanfarin ár svo ef til vill fer hann að sjást víðar áður en langt um líður. Örninn hefur verið alfriðaður frá árinu 1913 en fyrir þann tíma var reynt að útrýma honum. Hann var talinn skaðræðisfugl sem tæki jafnvel börn til þess að fæða unga sína.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira