Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum 20. febrúar 2005 00:01 Meðan ýmsir hafa orðið til að gruna fasteignasala og fasteignaheildsala um að halda fasteignaverði í hámarki undanfarin misseri eru aðrir sem benda á að bankar landsins og jafnvel Framsóknarflokkurinn beri þar einnig stóra ábyrgð. Bankarnir fyrst og fremst, að margra mati, fyrir of auðvelt aðgengi að lánsfé en Framsókn fyrir að setja holskeflu hækkana af stað með kosningaloforðum sínum um 90 prósenta lánin. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum en segir þó marga aðra þætti spila þar inn í. "Vissulega var ómögulegt að sjá núverandi stöðu fyrir þegar við settum okkar hugmyndir fram. Að mínu viti er húsnæðisverð orðið óraunhæft og of hátt. Ábyrgð liggur hjá bönkunum að einhverju leyti en ekki má gleyma þeim skorti sem verið hefur á lóðum í mörgum sveitarfélögum og það eðlilega hækkar verðið einnig. Ekki má heldur gleyma þætti þessara svokölluðu fasteignaheildsala sem samkvæmt fréttum taka til sín milljónir króna af hverri íbúð og munar aldeilis um minna." Allnokkrir hafa bent á að þrátt fyrir að tilkoma íslenskra banka inn á húsnæðislánamarkaðinn hafi verið mikil kjarabót fyrir fjölmarga sem bjuggu við háa greiðslubyrði af húsnæðislánum sé ekki horft framhjá því að þeir beri einnig nokkra ábyrgð á stöðu mála á húsnæðismarkaðnum. Er gjarnan bent á að lægri vextir geri kaupendum kleift að kaupa dýrari eign en ella hefði orðið og flestir nýti sér það til hlítar. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, furðar sig á þeim málflutningi manna og telur umræðuna í heild sinni á villigötum. "Það er vægast sagt undarlegt að ýmsir aðilar skuli halda að bankarnir eigi sök á því háa íbúðaverði sem á markaðnum er í dag. Svipuð staða var á fasteignamarkaðnum í lok síðasta áratugar og svipuð efnahagsleg uppsveifla í þjóðfélaginu en þá voru þessi lán sem bankar bjóða í dag ekki til staðar. Þvert á móti eru reglur Íslandsbanka hvað varðar greiðslumat og lánafyrirgreiðslu strangari nú en áður auk þess sem það getur engan veginn þjónað hagsmunum banka að lána til aðila sem ekki eru færir um að greiða lánin til baka." Þess má geta að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Rannsóknarstofnun í húsnæðismálum fari yfir húsnæðismarkaðinn í heild sinni og gefi sér skýrslu sem fyrst. Ráðherra segir að meðan erfitt sé að meta hvað sé rétt og hvað rangt á almennum markaði verði það að ráðast af niðurstöðu þeirrar skýrslu hvort einhverjar aðgerðir komi til greina og þá með hvaða hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Meðan ýmsir hafa orðið til að gruna fasteignasala og fasteignaheildsala um að halda fasteignaverði í hámarki undanfarin misseri eru aðrir sem benda á að bankar landsins og jafnvel Framsóknarflokkurinn beri þar einnig stóra ábyrgð. Bankarnir fyrst og fremst, að margra mati, fyrir of auðvelt aðgengi að lánsfé en Framsókn fyrir að setja holskeflu hækkana af stað með kosningaloforðum sínum um 90 prósenta lánin. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum en segir þó marga aðra þætti spila þar inn í. "Vissulega var ómögulegt að sjá núverandi stöðu fyrir þegar við settum okkar hugmyndir fram. Að mínu viti er húsnæðisverð orðið óraunhæft og of hátt. Ábyrgð liggur hjá bönkunum að einhverju leyti en ekki má gleyma þeim skorti sem verið hefur á lóðum í mörgum sveitarfélögum og það eðlilega hækkar verðið einnig. Ekki má heldur gleyma þætti þessara svokölluðu fasteignaheildsala sem samkvæmt fréttum taka til sín milljónir króna af hverri íbúð og munar aldeilis um minna." Allnokkrir hafa bent á að þrátt fyrir að tilkoma íslenskra banka inn á húsnæðislánamarkaðinn hafi verið mikil kjarabót fyrir fjölmarga sem bjuggu við háa greiðslubyrði af húsnæðislánum sé ekki horft framhjá því að þeir beri einnig nokkra ábyrgð á stöðu mála á húsnæðismarkaðnum. Er gjarnan bent á að lægri vextir geri kaupendum kleift að kaupa dýrari eign en ella hefði orðið og flestir nýti sér það til hlítar. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, furðar sig á þeim málflutningi manna og telur umræðuna í heild sinni á villigötum. "Það er vægast sagt undarlegt að ýmsir aðilar skuli halda að bankarnir eigi sök á því háa íbúðaverði sem á markaðnum er í dag. Svipuð staða var á fasteignamarkaðnum í lok síðasta áratugar og svipuð efnahagsleg uppsveifla í þjóðfélaginu en þá voru þessi lán sem bankar bjóða í dag ekki til staðar. Þvert á móti eru reglur Íslandsbanka hvað varðar greiðslumat og lánafyrirgreiðslu strangari nú en áður auk þess sem það getur engan veginn þjónað hagsmunum banka að lána til aðila sem ekki eru færir um að greiða lánin til baka." Þess má geta að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Rannsóknarstofnun í húsnæðismálum fari yfir húsnæðismarkaðinn í heild sinni og gefi sér skýrslu sem fyrst. Ráðherra segir að meðan erfitt sé að meta hvað sé rétt og hvað rangt á almennum markaði verði það að ráðast af niðurstöðu þeirrar skýrslu hvort einhverjar aðgerðir komi til greina og þá með hvaða hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira