Innlent

Sandgerði stenst prófið

Öll skilyrði sem sjávarútvegsráðuneytið setur um byggðakvóta eru uppfyllt af bæjarstjórn Sandgerðis, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Samningur aðildafélags sem úthlutar byggðakvóta bæjarins hafi verið skoðaðar af ráðuneytinu. "Síðan er það sveitarfélaganna að úthluta kvótanum á þeim nótum sem samræmist góðri stjórnsýslu," segir Árni. Það sé ekki ráðuneytisins að ráða hvort samningurinn standist lög. Árni segir ekki standa til að gera stórkostlegar breytingar á byggðakvótaúthlutuninni. "Fyrir rúmu ári voru gerðar miklar breytingar. Við höfum verið að þróa okkur áfram meðal annars með því að hvetja til samstarfs vinnslu og veiða og samstarfs við sveitarfélögin. Sums staðar hafa sveitarfélögin forgöngu með þetta eins og í Sandgerði. Annar staðar vilja sveitarfélögin ekki hafa forgöngu um úthlutunina og þá er kvótanum úthlutað hlutfallslega."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×