Myndband af líkamsárás á Netinu 19. febrúar 2005 00:01 Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira