Innlent

Gjafir ungmenna ekki skertar

Gjafir, sem ungmenni eru hvött til að gefa í Hjálparstarf kirkjunnar eftir nýrri söfnunarleið, það er að segja með sms-skilaboðum úr farsíma, verða ekki skertar framvegis, þótt símafyrirtækin ætli sér áfram sinn skerf. Síminn hefur lækkað hlutfallið sem hann tekur af SMS-gjöfum til Hjálparstarfs kirkjunnar úr 20 prósentum í 15 prósent og er hlutfallið nú það sama Og Vodafone reiknar sér. Bakhjarlar söfnunarinnar, sem Hjálparstarf kirkjunnar vonar að veki ungt fólk til umhugsunar um bágstadda um allan heim, hafa hins vegar ákveðið að auka styrk sinn sem nemur þessu gjaldi símafyrirtækjanna þannig að 299 krónurnar sem gefnar eru með SMS-skilaboðum skerðast ekki framvegis heldur renna óskiptar til hjálparstarfsins. Söfnunin byggist á átaki sem kynnt var í vikunni. Svokölluðu Tilfinningakorti verður dreift í alla framhalds- og háskóla landsins auk kaffihúsa en þar er ungt fólk hvatt til að velta fyrir sér fátækt og hörmungum í heiminum og hvort það geti sjálft verið aflögufært.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×