Fleiri fréttir

Bílstjóri slasast við Axará

Ökumaður vörubíls slasaðist þegar bíllinn rann út af þjóðveginum við Axará á Fljótsdalsheiði í morgun. Hann var fyrst fluttur á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og þaðan í flugvél til Akureyrar þar sem hann var lagður inn á Fjórðungssjúkrahúsið. Ökumaðurinn var að sandbera veginn til að eyða hálku, þegar slysið varð.

Ekki hækkun á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi ætlar ekki að hækka útsvarshlutfallið á næsta ári frá því sem það er nú, eða 12,46 prósent. Sem kunnugt er hækkar það upp i 13,03% í Reykjavík um áramótin. Þjonustugjöld á Seltjarnarnesi eiga hinsvegar að hækka í takt við verðlagsþróun.

Brutu samkeppnislög

Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi brotið gegn ákvæðum samekppnislaga þegar hann notaði orðin frítt og ókeypis í auglýsingum á svonefndri hópáskrift fyrirtækja. Samkeppnisráð bannar Landssímanum að gefa til kynna í auglýsingum eða með örðum hætti að eitthvað sé ókeypis, ef það er það ekki afdráttarlaust.

Guðni fór ekki að upplýsingalögum

Landbúnaðarráðuneytið fór ekki að upplýsingalögum í kjölfar ráðningar héraðsdýralæknis, samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis.

Hrein geggjun að auka lánin

Fólk á alls ekki að auka við lán sín, þótt freistandi kostir séu í boði hjá lánastofnunum, það er hrein geggjun, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Hann óttast hrun húsnæðisverðs á næstu árum og varar við ákvæðum um endurskoðun vaxta, svo og gengistryggðum lánum. </font /></b />

Kennarar samþykkja

Kennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Talningu atkvæða lauk nú síðdegis og niðurstöðurnar voru þær að rúmlega helmingur samþykkti samninginn, en rúmlega 36% höfnuðu honum. rúmlega 12% skiluðu auðu. Tæplega 5 þúsund kennarar voru á kjörskrá og var kjörsókn tæp 92%.

Fleiri í brýnni þörf fyrir jólin

Fleiri virðast vera í brýnni neyð fyrir þessi jól heldur en áður, ef marka má eftirspurn eftir matvælum og fatnaði hjá úthlutunarstarfinu. Aldurshópurinn er breiðari og ungir öryrkjar eru fleiri nú heldur en áður. </font /></b />

Hvaða framkvæmdum frestað?

Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvaða framkvæmdir verður frestað á vegaáætlun sem kynnt verður á þingi eftir áramót.

Trúir á hagvöxt til 2010

Ólíklegt er að ríkissjóður verði rekinn með 29 milljarða króna halla árin 2007 og 2008 þegar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar koma fram af fullum þunga þó að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins. Þetta er mat Einars Odds Kristjánssonar, varaformanns fjárlaganefndar. </font /></b />

Klætt sig og skætt

Fyrir 400 þúsund króna ávinning af skattabreytingum ríkisstjórnarinnar getur fjögurra manna fjölskylda skætt sig og klætt í heilt ár og keypt húsgögn og heimilisbúnað í heilt ár.

Til Kanarí á dýrasta tíma

Fimm manna fjölskylda gæti ferðast til Kanaríeyja og dvalist þar í hálfan mánuð á dýrasta tíma fyrir ávinninginn af skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt léttum reiknisleik Fréttablaðsins.

Matur og drykkur í eitt ár

Matur og drykkur í heilt ár. Það er ávinningurinn sem fjögurra manna fjölskylda með eina milljón í mánaðartekjur hefur af skattabreytingunum.

Ferðir og ökutæki í ár

Fimm manna fjölskylda eyðir um 740 þúsund krónum í ferðir og flutninga á ári eða nánast sömu upphæð og fjölskyldan græðir á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar samkvæmt einföldum útreikningum fyrir Fréttablaðið.

Gengisþróun góð fyrir bæjarsjóð

Gert er ráð fyrir 50 milljarða afgangi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á næsta ári. Stjórnarandstaðan segir að enn sé bæjarsjóður rekinn með tapi og hagstæð gengisþróun snarbæti annars slæma stöðu.

Samþykkt með semingi

Segja má að kennarar hafi samþykkt nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga með semingi í allsherjaratkvæðagreiðslu. 92% kennara tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, þar af skiluðu 12% auðu.

Útiloka ekki sölu

Framkvæmdastjóri Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, útilokar ekki að ritstjórnarhúsnæði blaðsins við Kringluna verði selt og starfsemin flutt á svæði nýrrar prentsmiðju blaðsins við Rauðavatn. Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskólinn eru meðal þeirra sem hafa áhuga á að kaupa Morgunblaðshúsið.

Stjórnarskrá verði endurskoðuð

Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins hefst eftir áramót. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur rétt að hafa frjóa umræðu ársins í huga við endurskoðun og vill að kannað verði hvernig almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Staðan óeðlileg

Forsvarsmenn Íslandsbanka telja óeðlilegt að Íbúðalánasjóður, sem nýtur ríkisábyrgðar, stjórni samkeppni á íbúðalánamarkaði með því að rifta samstarfssamningi við bankana um greiðslumat íbúðalána.

Ekkert bendir til kreppu

Engin teikn eru á lofti um yfirvofandi bankakreppu hérlendis að mati Guðmundar Magnússonar hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands. Ekki hafi þó reynt á hæfni bankana á samdráttartímum. Hann segir ennfremur að gera ætti harðari kröfu til lausafjárstöðu banka hér á landi þar sem atvinnulífið væri fremur einhæft.

Lög á verkfall fyrir dómstóla

Kennarasambands Íslands skoðar að fela lögmönnum hvort kæra eigi stjórnvöld til Mannréttindadómstóls Evrópu eða Alþjóðavinnumálastofnunar. Eiríkur Jónsson formaður segir óánægju grunnskólakennara mikla vegna þröngra skorða sem stjórnvöld settu færi deila kennara og sveitarfélaganna fyrir gerðardóm.

Ingibjörg var einfaldlega hæfust

Reynsla sem hæstaréttarlögmaður, stjórnandi lögmannsskrifstofu og borgarfulltrúi er það sem gerir Ingibjörgu Rafnar hæfa til að gegna embætti umboðsmanns barna, að mati forsætisráðherra.

Bent á að auglýsa styrki

Úthlutun umhverfisráðherra á fé úr veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna á tímabilinu 2003 til 2007 var ekki í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Það er úrskurður umboðsmanni Alþingis sem fékk kvörtun um að lög væru brotin í júní.

Allt brann sem brunnið gat

Ekki hefur verið staðfest hvað olli bruna í einbýlishúsi að Bárugötu á Sauðárkróki. Allt brann sem sem brunnið gat í austurhluta stofunnar, þar sem eldurinn kom upp, segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Sýni hafa verið send suður til frekari rannsóknar.

Sögðu já undir þrýstingi

Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang.

Vesturbyggð fékk mest

3200 tonna byggðakvóta var úthlutað í dag. Alls sóttu 32 byggðalögum, en nýjar reglur voru notaðar við úthlutun kvótans, því sveitarfélög sóttu um tiltekin kvóta og færðu rök fyrir því af hverju þau ættu að fá það tiltekna magn. Vesturbyggð fékk mest eða 218 tonn.

Handtöku Jóns Baldvins krafist

Saksóknari í Mexíkó hefur krafist þess að dómari gefi út handtökuskipun á Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og dóttur hans Snæfríði. Þau eru sökuð um barnsrán með því að hafa numið dóttur Snæfríðar á brott án samþykkis fyrrverandi eiginmanns hennar, Marcos Brancaccia. Feðginin verða ekki framseld frá Íslandi.

Engin samþykkt í ríkisstjórn

Ríkisstjórn Íslands tók aldrei formlega ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar og Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld.

Fuglar ekki í hættu

Ísland brýtur ekki gegn ákvæðum Bernarsamningsins um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu með því að heimila virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka og Norðlingaöldu.

Athugasemdir við flest skólaeldhús

Samkvæmt úttekt á eldhúsum grunnskóla Reykjavíkur virðist mörgu ábótavant í rekstri þeirra. Uppruni matvöru er í flestum tilvikum órekjanlegur nema eftir minni starfsmanna og erfitt reynist að uppfylla kröfur um hollustu.

Stjórnarskráin til grundvallar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að við endurskoðun stjórnarskrárinnar þurfi að tryggja að löggjafarstarf Alþingis verði með eðlilegum hætti. Halldór skýrði frá skipan nýrrar stjórnarskrárnefndar í ræðu í tilefni af því að aldarafmælisári heimastjórnar á Íslandi er að ljúka.

Halldór vill ekki þurfa að bíða

Tveir umhverfisnefndarmenn Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður nefndarinnar, og Mörður Árnason, Samfylkingu, hindruðu Halldór Blöndal, forseta Alþingis, í að koma frumvarpi sínu um takmörkun andaveiða í flýtimeðferð á þingi með því að senda það umræðulaust til nefndar.

SUS á móti listamannalaunahækkun

Almenningur á að geta valið hvort hann styður listafólk og hvers konar menningar hann nýtur. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem óánægju er lýst með þá ákvörðun Alþingis að auka útgjöld til heiðurslauna listamanna.

200 milljónum meira

Til greina kemur að breyta skattlagningu nýbygginga þannig að fasteignagjöld yrðu ákvörðuð oftar en um áramót eins og nú er gert. Talið er að sveitarfélögin geti aukið tekjur sínar um 150 til 200 milljónir á ári með breytingunum.

Aðför að atvinnuvegunum

Einar Oddur Kristjánsson telur hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum tefla framtíð útflutningsgreinanna í tvísýnu og gagnrýnir bankann harðlega fyrir að stemma ekki stigu við innstreymi erlends lánsfjár.

Voru læknamistök náttúrulögmál?

Kvartanir vegna læknamistaka bárust landlæknisembættinu nánast aldrei þegar Ólafur Ólafsson tók við embættinu. Hann segir fólk á þeim tíma hafa sætt sig við það, eins og hvert annað náttúrulögmál, að læknar gerðu mistök.

Enginn var boðaður í viðtal

Forsætisráðuneytið boðaði engan umsækjanda um stöðu umboðsmanns barna í viðtal heldur réði Ingibjörgu Rafnar hæstaréttarlögmann einungis þremur dögum eftir að umsóknarfresturinn rann út. Nokkrir umsækjendanna hyggjast óska eftir rökstuðningi ráðuneytisins.

Söfnun fer vel af stað

Hans Kristján Árnason, forsvarsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, segir söfnun fyrir auglýsingu í bandaríska stórblaðinu New York Times sem hrundið var af stað á fimmtudaginn ganga betur en menn þorðu að vona.

Klesstu stolinn bíl

Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá menn um tvítugt á aðfaranótt sunnudags. Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið bifreiðinni sem þeir voru á, auk ýmissa muna úr fyrirtæki í Hafnarfirði.

Bílvelta í hálku

Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Borgarfjarðarbraut við Grímsá laust fyrir hádegi á sunnudag.

Gestum kirkjugarða leiðbeint

Eins og undanfarin ár munu starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma aðstoða fólk sem huga að leiðum ástvina um jólin. Á Þorláksmessu og aðfangadag leiðbeina starfsmenn gestum í Fossvogs-, Gufunes- og Hólavallagarði. </font />

Mataraðstoð um jólin

Hjálparstarf kirkjunnar verður með mataraðstoð í jólamánuði. Aðstoðin felst í heimilismat og getur hver fjölskylda fengið eina aðstoð. Matarpakkar eru sendir til umsækjenda af landsbyggðinni í samvinnu við presta á hverjum stað.

Byggðarmerkis leitað

Ákveðið hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um byggðarmerki Fljótsdalshéraðs. Tákn merkisins skal hafa tilvísun í áberandi einkenni úr náttúru Fljótsdalshéraðs, sögu þess eða ímynd.

Sömu þjófar stálu sömu hlutum

Tilkynnt var um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Súðarvogi snemma á sunnudagsmorguninn. Fljótlega kom í ljós að þjófarnir voru hinir sömu og handteknir voru í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, vegna innbrots í Hafnarfirði. Þjófarnir unnu skemmdir og skitu í ruslafötur.

RÚV í þágu almennings

Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Ríkisútvarpið sem almannaútvarp. Í tillögunni er vísað til Evrópuráðstilmæla frá 1996 um tryggt sjálfstæði almannaútvarps og lagt til að nefnd þingflokka, fræðimanna og fjölmiðlafólks athugi stöðu RÚV.

Verðskrár í endurskoðun

Fulltrúar Og Vodafone og Símans segjast hafa boðið viðskiptavinum sínum upp á ýmsa afslætti á umframgagnamagni erlendis frá. Í gær kom fram gagnrýni Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, á verðlagningu á erlendu niðurhali.

Sjá næstu 50 fréttir