Innlent

Bílstjóri slasast við Axará

Ökumaður vörubíls slasaðist þegar bíllinn rann út af þjóðveginum við Axará á Fljótsdalsheiði í morgun. Hann var fyrst fluttur á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og þaðan í flugvél til Akureyrar þar sem hann var lagður inn á Fjórðungssjúkrahúsið. Ökumaðurinn var að sandbera veginn til að eyða hálku, þegar slysið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×