Innlent

Ekki hækkun á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi ætlar ekki að hækka útsvarshlutfallið á næsta ári frá því sem það er nú, eða 12,46 prósent. Sem kunnugt er hækkar það upp i 13,03% í Reykjavík um áramótin. Þjonustugjöld á Seltjarnarnesi eiga hinsvegar að hækka í takt við verðlagsþróun. Talsmenn meirihlutans í bæjarstjórn segja að peningaleg staða bæjarsjóðs sé með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga og skuldir á hvern íbúa séu þær lægstu meðal stórra sveitarfélaga, eða 88 þúsund á íbúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×