Innlent

Ferðir og ökutæki í ár

Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri, og eina milljón króna í tekjur á mánuði geta grætt rúmar 717 þúsund krónur á ári þegar skattbreytingar ríkisstjórnarinnar verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2007. Samkvæmt þessu greiða hjónin 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu árið 2007 og fá tæplega 40 þúsund krónum meira í barnabætur en í dag. Í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til breytinga á eignaskatti né skerðinga á vaxtabótum. Nánast sömu upphæð og ávinningurinn af skattbreytingunum er eyddi rúmlega fjögurra manna fjölskylda í ferðir og flutninga á ári 2000-2002 eða 740 þúsund krónum, samkvæmt Hagstofunni. Inni í þeirri upphæð var gert ráð fyrir kaupum á ökutæki fyrir rúmar 327 þúsund krónur á ári, rekstur bíls fyrir tæp 329 þúsund og flutninga upp á tæpar 85 þúsund krónur. Þarna er um meðaltalstölu á hverja fjölskyldu að ræða og má reyndar búast við að sé heldur hærri fyrir fimm manna fjölskyldu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×