Fleiri fréttir Verðhækkun á áfengi og tóbaki Sterkt áfengi og tóbak hækka í verði eftir að Alþingi samþykkti með hraði í gærkvöldi að hækka áfengisgjald á sterku víni og tóbaki um 7%. Lögin öðlast þegar gildi en verð á léttvíni og bjór verður óbreytt. Samkvæmt þessu hækkar sterkt vín um rúmlega 5,5% út úr vínbúðunum og tóbak um tæp 4%. 30.11.2004 00:01 Ætlað stórfé fyrir styrktarsöng 1,7 milljón krónur af tekjum af þrennum styrktartónleikum fyrir krabbameinssjúk börn voru ætlaðar Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara. Kristján sem áður hefur sagt að hann fengi aðeins farmiða og jeppa til afnota fyrir sinn hlut segist nú ætla að gefa eftir eina milljón af þóknun sinni. Aðrir söngvarar sömdu um lægri þóknanir. 30.11.2004 00:01 Ók á konu og lét sig hverfa Lögreglan í Keflavík leitar nú ökumanns sem ók á unga konu á mótum Strandgötu og Vesturgötu í Sandgerði um klukkan hálfsex í gærkvöldi og ók af vettvangi þar sem konan lá slösuð í götunni. Vegfarendur sem komu að kölluðu þegar á lögreglu og sjúkrabíl og var konan flutt rænulítil á slysadeild Landspítalans. 30.11.2004 00:01 Rafmagnslaust í austurhlutanum Klukkan 9.35 í morgun varð bilun í háspennustreng í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Rafmagnslaust er á afmörkuðu svæði í austurhluta borgarinnar og austan við hana, í Norðlingaholti, í hverfum við Rauðavatn, skíðasvæðin í Bláfjöllum, hesthúsahverfi við Elliðavatn og víðar. 30.11.2004 00:01 Fjölmörg umferðaróhöpp í gær Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands í gær og í gærkvöldi vegna hálku en ekki er vitað um alvarleg slys. Bíll valt hálfa aðra veltu skammt frá Hafnará í Borgarfirði í gær, annar valt út af Reykjanesbraut við Vogaafleggjara og sá þriðji út af Vífilsstaðavegi. 30.11.2004 00:01 Strandsiglingum að ljúka Mánafoss er nú í sögulegri siglingu umhverfis landið því þegar skipið kemur til Reykjavíkur á morgun leggjast strandsiglingar umhverfis landið af og flutningabílar taka við flutningunum. Skipið, sem hefur siglt til ellefu hafna á landinu, er nú á leið frá Eskifirði til Vestmannaeyja. 30.11.2004 00:01 Dráttarvél eyðilagðist í eldi Dráttarvél gjöreyðilagðist í eldi við bæinn Engihlíð í Vopnafirði í gærkvöldi en eldurinn náði ekki að teygja sig í íbúðarhúsið. Vélin var mannlaus þegar eldsins varð vart og var hann þá þegar orðinn magnaður. Svo vel vildi til að vindátt stóð af íbúðarhúsinu á dráttarvélina þannig að eldtugurnar náðu ekki til hússins. 30.11.2004 00:01 Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er komið á svæði sem urðu rafmagnslaus eftir að háspennustrengur við Elliðavatn var grafinn í sundur um klukkan hálftíu í morgun. Svæðin sem um ræðir eru austast í borginni, Norðlingaholti, við Rauðavatn og Elliðavatn, auk skíðasvæðanna í Bláfjöllum og víðar.</font /> 30.11.2004 00:01 Sáttmáli við Bechtel undirritaður Samiðn, Starfsgreinasambandið og Rafiðnaðarsambandið undirrituðu í gær sáttmála við Bechtel vegna framkvæmda við Fjarðarálsverkefnið. Tilgangur sáttmálans er að stuðla að jákvæðu samstarfi á milli Bechtels og stéttarfélaganna að því er segir í tilkynningu frá Samiðn. 30.11.2004 00:01 Störf Íslendinganna mjög hættuleg Einkarekin öryggisfyrirtæki, eins og tveir íslenskir lögregluþjónar starfa hjá í Írak, borga himinhá laun en störfin geta verið mjög hættuleg. Lögregluþjónarnir fá aðstoð frá utanríkisráðuneytinu ef á þarf að halda. 30.11.2004 00:01 Lögregla leitar enn ökumannsins Lögreglan í Keflavík leitar enn ökumanns sem ók á unga konu á mótum Strandgötu og Vesturgötu í Sandgerði um klukkan hálfsex í gærkvöldi og ók af vettvangi þar sem konan lá alvarlega slösuð í götunni. 30.11.2004 00:01 Síðasti dagur Þórólfs Þórólfur Árnason lætur af störfum í dag sem borgarstjóri í Reykjavík. Við tekur Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Þórólfur kvaddi starfsmenn borgarinnar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í morgun. Að sögn upplýsingafulltrúa Ráðhússins var boðið upp á morgunverð, hljómsveit Ráðhússins spilaði nokkur lög og tók borgarstjóri eitt lag með þeim. 30.11.2004 00:01 Betur á verði í hálkunni Fólk virðist hafa verið betur á verði í hálkunni í morgun eftir ósköp gærdagsins. Umferðardeild lögreglunnar segir að ekki hafi orðið neitt óvenju margir árekstrar í morgun og á slysadeild sögðu menn að þar væri nánast venjuleg aðsókn. 30.11.2004 00:01 Vilja endurgreiða í Lató-peningum Latibær ehf. hefur ekki ákveðið hvort dómi um að hann skuli endurgreiða lán frá Nýsköpunarsjóði, með hlutabréfum upp á tugi milljóna, verði áfrýjað. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að þeir vilji helst endurgreiða með Lató-peningum. 30.11.2004 00:01 Fjölmargar vísbendingar borist Lögreglan í Kópavogi hefur ekki enn haft hendur í hári unga mannsins sem nam stúlku úr Kópavogi með sér upp á Mosfellsheiði fyrir helgi og skildi hana þar eftir í myrkri og slyddu. Fjölmargar vísbendingar hafa borist og er lögreglan að vinna úr þeim. Hún hefur nú þegar rætt við á þriðja tug manna vegna málsins og á enn eftir að ræða við marga. 30.11.2004 00:01 35 manns missa vinnuna Síðasti starfsdagur Kísiliðjunnar við Mývatn er í dag. 35 manns missa vinnuna og að sögn fréttamanns Bylgjunnar sem er fyrir norðan er hljóðið í fólki þungt. Kísiliðjan ætlar að bjóða starfsfólkinu í helgarferð til Dyflinnar. 30.11.2004 00:01 Rekstrargrundvöllur verði tryggður Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi að tryggja áfram rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í yfirlýsingu frá Þorskahjálp segir að með tilkomu mannréttindaskrifstofunnar hafi skapast vettvangur fyrir félög og stofnanir sem starfa að mannréttindamálum og réttindabaráttu ýmissa hópa til að samhæfa krafta sína með velferð allra í huga. 30.11.2004 00:01 Stjórnvöld bregðist við vandanum Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins á Húsavík ítrekar fyrri ályktun sína frá því 15. september síðastliðinn þar sem félagið skoraði á stjórnvöld að bregðast þegar við þeim alvarlega vanda sem blasti við Mývatnssveit þegar starfsemi Kísiliðjunnar legðist af. 30.11.2004 00:01 Flensan bankar á Inflúensutilfellum hefur heldur fjölgað í nágrannalöndum okkar, að því er Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu, segir, en í litlum mæli þó. 30.11.2004 00:01 Færri barnaslys í kennaraverkfalli Um það bil 160 færri slys urðu á börnum á þeim tíma sem kennaraverkfallið stóð yfir en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. 30.11.2004 00:01 FÍS mótmælir hækkun áfengisgjalds FÍS, Félag íslenskra stórkaupmanna, mótmælir harðlega frumvarpi til laga sem Alþingi samþykkti með hraði í gærkvöld um að áfengisgjald á sterkt áfengi hækki um 7%. Í tilkynningu frá félaginu segir að lagasetning þessi sé í algerri andstöðu við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar undanfarið ár. 30.11.2004 00:01 Óþolandi baggi fyrir veitingahús Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að samtökin hafi lengi barist fyrir lækkun áfengisgjalds sem sé margfalt hærra en í helstu samkeppnislöndum, s.s. Evrópusambandslöndunum, og því óþolandi baggi fyrir veitingahús á Íslandi sem eru í alþjóðlegri samkeppni. 30.11.2004 00:01 Samningar lausir hjá BSRB Samningar flestra aðildarfélaga BSRB voru lausir frá og með 30. nóvember. 30.11.2004 00:01 Ráðstöfunartekjur aukast verulega Ráðstöfunartekjur landsmanna aukast verulega að mati fjármálaráðuneytisins þegar skattalækkun ríkisstjórnarinnar verður komin að fullu til framkvæmda. Ný verðbólguspá Seðlabankans verður kynnt á morgun </font /></b /> 30.11.2004 00:01 Kennarar tvístígandi Margir kennarar eru tvístígandi í afstöðu sinni til kjarasamningsins og hafa því beðið með að greiða atkvæði meðan þeir reyna að ákveða sig. 30.11.2004 00:01 Atkvæðagreiðslu lýkur í dag Atkvæðagreiðslu um kjarasamning kennara lýkur í dag klukkan sex og fara öll atkvæði í póst til Kennarasambandsins í dag. 30.11.2004 00:01 Stílaði hasssendingu á föður sinn Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30.11.2004 00:01 Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd Gagnaflutningsgeta um sæstreng margfaldaðist með tilkomu Farice sæstrengsins í byrjun ársins. Ekki er verið að nýta nema hluta flutningsgetu strengsins, en þó rukka flestar netþjónustur viðskiptavini sérstaklega fyrir erlent niðurhal umfram ákveðin mörk. 30.11.2004 00:01 Segjast ekki mismuna neinum "Okkar verð er jafnt til allra og svo keppa menn í þjónustu," segir Jón Birgir Jónsson, stjórnarformaður Farice sæstrengsins og telur umræðu um gjaldtöku fjarskiptafyrirtækja og internetveita fyrir niðurhal erlendis frá ekki koma fyrirtækinu við. 30.11.2004 00:01 Þingið leyndi hækkuninni Alþingi leyndi landsmenn fyrirætlun sinni um að taka fyrir hækkun áfengisgjalds á þinginu í gær. Þetta var gert svo almenningur hamstraði ekki sterka drykki og tóbak í stórum stíl. 30.11.2004 00:01 Aðstaða til skammar á flugvellinum Flugstöð Reykjavíkurflugvallar var hugsuð sem bráðabirgðalausn fyrir um fimm áratugum síðan. Um skeið hefur verið hugað að byggingu samgöngumiðstöðvar austan megin vallar. 30.11.2004 00:01 Gagnaöflun í gangi Talið er næsta víst að Mjöll-Frigg muni leggja inn nýja starfsleyfisumsókn fyrir starfsemi sína við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi um leið og tilskilinna gagna hefur verið aflað, að því er heimildarmenn blaðsins, kunnugir fyrirtækinu, herma. 30.11.2004 00:01 Starfa fyrir breskt fyrirtæki Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. 30.11.2004 00:01 Fyrrverandi forstjóri SÍF sýknaður Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, var í dag sýknaður af öllum ákærum um brot í starfi sem endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna á síðasta áratug. 30.11.2004 00:01 Bæjarstjórinn komi úr Framsókn Líklegt er að framsóknarmenn í bæjarstjórn Kópavogs fari fram á að embætti bæjarstjóra haldist í þeirra röðum þangað til í júní þegar Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur við starfinu. 30.11.2004 00:01 22 yfirheyrðir vegna barnsráns Lögreglan í Kópavogi hefur enn ekki haft uppi á manninum sem í síðustu viku nam níu ára telpu á brott úr miðbæ Kópavogs, ók með hana upp á Mosfellsheiði og skildi hana þar eftir. Lögreglan hefur yfirheyrt 22 karla á þrítugsaldri í tengslum við málið en þeir hafa allir verið hreinsaðir af grun um að vera viðriðnir það. 30.11.2004 00:01 Tölvur sem skilja íslensku Lokið hefur verið við gerð fyrsta íslenska talgreinisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hjal sé hugbúnaður sem geri tölvum kleift að skilja talað íslenskt mál, til dæmis í gegnum síma. 30.11.2004 00:01 Skilar 340 milljónum í ríkissjóð Alþingi hefur hækkað áfengisgjald á sterkt vín og tóbaksgjald um sjö prósent. Í frumvarpi fjármálaráðherra segir að hækkunin sé í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarps. Þingmenn Samfylkingar segja ríkisstjórnina nú vera búna að fjármagna skattalækkanir næsta árs. 30.11.2004 00:01 ÁTVR stefnt vegna Essó samnings Verið er að undirbúa málsókn á hendur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Hveragerði vegna brots á lögum um útboð. Tilboðin voru aldrei opnuð. Á Suðurlandi eru áfengisverslanir nær undantekningalaust í húsnæði Essó. 30.11.2004 00:01 Víðtækt samstarf ÁTVR og Essó Á Suðurlandi eru áfengisverslanir nær undantekningarlaust á bensínstöðvum Essó. Forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir engin annarleg tengsl vera milli ÁTVR og Essó. 30.11.2004 00:01 Náttúruverndarsinnar fengu sitt Kísilverksmiðjunni við Mývatn var lokað í dag. Tugir starfsmanna standa eftir atvinnulausir og gætu þurft að hrökklast úr byggðarlaginu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að rekja megi ástæðu lokunarinnar til þrýstings náttúruverndarsinna. 30.11.2004 00:01 Heitt vatn í Þórsmörk Heitt vatn er fundið í Þórsmörk. Boranir hafa skilað þeim árangri að nú renna tveir og hálfur lítri á sekúndu af 40 stiga heitu vatni upp úr borholu í Húsadal og er talið að með virkjun holunnar geti hún skilað 50-60 stiga heitu vatni. 30.11.2004 00:01 Gengu í skrokk á barnaníðingi Einhver hataðasti maður seinni ára á Íslandi, Steingrímur Njálsson, mætti í gær í Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar bar Steingrímur vitni í máli þar sem hann sjálfur situr í sæti fórnarlambs. 30.11.2004 00:01 Mikil fjölgun gjaldþrota Greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa tvöfölduðust á árunum 2001 til 2003, eftir því sem fram kemur í álitsgerð sem Vinnumálastofnun og stjórn Ábyrgðasjóðs launa létu taka saman. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að útgjöld sjóðsins muni nema um 800 milljónum króna á þessu ári. 30.11.2004 00:01 Heitt vatn í Húsadal Um síðustu helgi var lokið við að bora rúmlega kílómetra djúpa holu í Húsadal í Þórsmörk. Borun á þeim stað hafði fyrir fjórum árum gefið fyrirheit um jarðhita. Holan gefur í sjálfrennsli um tvo og hálfan lítra á sekúndu af um 40°C heitu vatni. 30.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Verðhækkun á áfengi og tóbaki Sterkt áfengi og tóbak hækka í verði eftir að Alþingi samþykkti með hraði í gærkvöldi að hækka áfengisgjald á sterku víni og tóbaki um 7%. Lögin öðlast þegar gildi en verð á léttvíni og bjór verður óbreytt. Samkvæmt þessu hækkar sterkt vín um rúmlega 5,5% út úr vínbúðunum og tóbak um tæp 4%. 30.11.2004 00:01
Ætlað stórfé fyrir styrktarsöng 1,7 milljón krónur af tekjum af þrennum styrktartónleikum fyrir krabbameinssjúk börn voru ætlaðar Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara. Kristján sem áður hefur sagt að hann fengi aðeins farmiða og jeppa til afnota fyrir sinn hlut segist nú ætla að gefa eftir eina milljón af þóknun sinni. Aðrir söngvarar sömdu um lægri þóknanir. 30.11.2004 00:01
Ók á konu og lét sig hverfa Lögreglan í Keflavík leitar nú ökumanns sem ók á unga konu á mótum Strandgötu og Vesturgötu í Sandgerði um klukkan hálfsex í gærkvöldi og ók af vettvangi þar sem konan lá slösuð í götunni. Vegfarendur sem komu að kölluðu þegar á lögreglu og sjúkrabíl og var konan flutt rænulítil á slysadeild Landspítalans. 30.11.2004 00:01
Rafmagnslaust í austurhlutanum Klukkan 9.35 í morgun varð bilun í háspennustreng í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Rafmagnslaust er á afmörkuðu svæði í austurhluta borgarinnar og austan við hana, í Norðlingaholti, í hverfum við Rauðavatn, skíðasvæðin í Bláfjöllum, hesthúsahverfi við Elliðavatn og víðar. 30.11.2004 00:01
Fjölmörg umferðaróhöpp í gær Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands í gær og í gærkvöldi vegna hálku en ekki er vitað um alvarleg slys. Bíll valt hálfa aðra veltu skammt frá Hafnará í Borgarfirði í gær, annar valt út af Reykjanesbraut við Vogaafleggjara og sá þriðji út af Vífilsstaðavegi. 30.11.2004 00:01
Strandsiglingum að ljúka Mánafoss er nú í sögulegri siglingu umhverfis landið því þegar skipið kemur til Reykjavíkur á morgun leggjast strandsiglingar umhverfis landið af og flutningabílar taka við flutningunum. Skipið, sem hefur siglt til ellefu hafna á landinu, er nú á leið frá Eskifirði til Vestmannaeyja. 30.11.2004 00:01
Dráttarvél eyðilagðist í eldi Dráttarvél gjöreyðilagðist í eldi við bæinn Engihlíð í Vopnafirði í gærkvöldi en eldurinn náði ekki að teygja sig í íbúðarhúsið. Vélin var mannlaus þegar eldsins varð vart og var hann þá þegar orðinn magnaður. Svo vel vildi til að vindátt stóð af íbúðarhúsinu á dráttarvélina þannig að eldtugurnar náðu ekki til hússins. 30.11.2004 00:01
Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er komið á svæði sem urðu rafmagnslaus eftir að háspennustrengur við Elliðavatn var grafinn í sundur um klukkan hálftíu í morgun. Svæðin sem um ræðir eru austast í borginni, Norðlingaholti, við Rauðavatn og Elliðavatn, auk skíðasvæðanna í Bláfjöllum og víðar.</font /> 30.11.2004 00:01
Sáttmáli við Bechtel undirritaður Samiðn, Starfsgreinasambandið og Rafiðnaðarsambandið undirrituðu í gær sáttmála við Bechtel vegna framkvæmda við Fjarðarálsverkefnið. Tilgangur sáttmálans er að stuðla að jákvæðu samstarfi á milli Bechtels og stéttarfélaganna að því er segir í tilkynningu frá Samiðn. 30.11.2004 00:01
Störf Íslendinganna mjög hættuleg Einkarekin öryggisfyrirtæki, eins og tveir íslenskir lögregluþjónar starfa hjá í Írak, borga himinhá laun en störfin geta verið mjög hættuleg. Lögregluþjónarnir fá aðstoð frá utanríkisráðuneytinu ef á þarf að halda. 30.11.2004 00:01
Lögregla leitar enn ökumannsins Lögreglan í Keflavík leitar enn ökumanns sem ók á unga konu á mótum Strandgötu og Vesturgötu í Sandgerði um klukkan hálfsex í gærkvöldi og ók af vettvangi þar sem konan lá alvarlega slösuð í götunni. 30.11.2004 00:01
Síðasti dagur Þórólfs Þórólfur Árnason lætur af störfum í dag sem borgarstjóri í Reykjavík. Við tekur Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Þórólfur kvaddi starfsmenn borgarinnar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í morgun. Að sögn upplýsingafulltrúa Ráðhússins var boðið upp á morgunverð, hljómsveit Ráðhússins spilaði nokkur lög og tók borgarstjóri eitt lag með þeim. 30.11.2004 00:01
Betur á verði í hálkunni Fólk virðist hafa verið betur á verði í hálkunni í morgun eftir ósköp gærdagsins. Umferðardeild lögreglunnar segir að ekki hafi orðið neitt óvenju margir árekstrar í morgun og á slysadeild sögðu menn að þar væri nánast venjuleg aðsókn. 30.11.2004 00:01
Vilja endurgreiða í Lató-peningum Latibær ehf. hefur ekki ákveðið hvort dómi um að hann skuli endurgreiða lán frá Nýsköpunarsjóði, með hlutabréfum upp á tugi milljóna, verði áfrýjað. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að þeir vilji helst endurgreiða með Lató-peningum. 30.11.2004 00:01
Fjölmargar vísbendingar borist Lögreglan í Kópavogi hefur ekki enn haft hendur í hári unga mannsins sem nam stúlku úr Kópavogi með sér upp á Mosfellsheiði fyrir helgi og skildi hana þar eftir í myrkri og slyddu. Fjölmargar vísbendingar hafa borist og er lögreglan að vinna úr þeim. Hún hefur nú þegar rætt við á þriðja tug manna vegna málsins og á enn eftir að ræða við marga. 30.11.2004 00:01
35 manns missa vinnuna Síðasti starfsdagur Kísiliðjunnar við Mývatn er í dag. 35 manns missa vinnuna og að sögn fréttamanns Bylgjunnar sem er fyrir norðan er hljóðið í fólki þungt. Kísiliðjan ætlar að bjóða starfsfólkinu í helgarferð til Dyflinnar. 30.11.2004 00:01
Rekstrargrundvöllur verði tryggður Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi að tryggja áfram rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í yfirlýsingu frá Þorskahjálp segir að með tilkomu mannréttindaskrifstofunnar hafi skapast vettvangur fyrir félög og stofnanir sem starfa að mannréttindamálum og réttindabaráttu ýmissa hópa til að samhæfa krafta sína með velferð allra í huga. 30.11.2004 00:01
Stjórnvöld bregðist við vandanum Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins á Húsavík ítrekar fyrri ályktun sína frá því 15. september síðastliðinn þar sem félagið skoraði á stjórnvöld að bregðast þegar við þeim alvarlega vanda sem blasti við Mývatnssveit þegar starfsemi Kísiliðjunnar legðist af. 30.11.2004 00:01
Flensan bankar á Inflúensutilfellum hefur heldur fjölgað í nágrannalöndum okkar, að því er Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu, segir, en í litlum mæli þó. 30.11.2004 00:01
Færri barnaslys í kennaraverkfalli Um það bil 160 færri slys urðu á börnum á þeim tíma sem kennaraverkfallið stóð yfir en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. 30.11.2004 00:01
FÍS mótmælir hækkun áfengisgjalds FÍS, Félag íslenskra stórkaupmanna, mótmælir harðlega frumvarpi til laga sem Alþingi samþykkti með hraði í gærkvöld um að áfengisgjald á sterkt áfengi hækki um 7%. Í tilkynningu frá félaginu segir að lagasetning þessi sé í algerri andstöðu við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar undanfarið ár. 30.11.2004 00:01
Óþolandi baggi fyrir veitingahús Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að samtökin hafi lengi barist fyrir lækkun áfengisgjalds sem sé margfalt hærra en í helstu samkeppnislöndum, s.s. Evrópusambandslöndunum, og því óþolandi baggi fyrir veitingahús á Íslandi sem eru í alþjóðlegri samkeppni. 30.11.2004 00:01
Samningar lausir hjá BSRB Samningar flestra aðildarfélaga BSRB voru lausir frá og með 30. nóvember. 30.11.2004 00:01
Ráðstöfunartekjur aukast verulega Ráðstöfunartekjur landsmanna aukast verulega að mati fjármálaráðuneytisins þegar skattalækkun ríkisstjórnarinnar verður komin að fullu til framkvæmda. Ný verðbólguspá Seðlabankans verður kynnt á morgun </font /></b /> 30.11.2004 00:01
Kennarar tvístígandi Margir kennarar eru tvístígandi í afstöðu sinni til kjarasamningsins og hafa því beðið með að greiða atkvæði meðan þeir reyna að ákveða sig. 30.11.2004 00:01
Atkvæðagreiðslu lýkur í dag Atkvæðagreiðslu um kjarasamning kennara lýkur í dag klukkan sex og fara öll atkvæði í póst til Kennarasambandsins í dag. 30.11.2004 00:01
Stílaði hasssendingu á föður sinn Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 30.11.2004 00:01
Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd Gagnaflutningsgeta um sæstreng margfaldaðist með tilkomu Farice sæstrengsins í byrjun ársins. Ekki er verið að nýta nema hluta flutningsgetu strengsins, en þó rukka flestar netþjónustur viðskiptavini sérstaklega fyrir erlent niðurhal umfram ákveðin mörk. 30.11.2004 00:01
Segjast ekki mismuna neinum "Okkar verð er jafnt til allra og svo keppa menn í þjónustu," segir Jón Birgir Jónsson, stjórnarformaður Farice sæstrengsins og telur umræðu um gjaldtöku fjarskiptafyrirtækja og internetveita fyrir niðurhal erlendis frá ekki koma fyrirtækinu við. 30.11.2004 00:01
Þingið leyndi hækkuninni Alþingi leyndi landsmenn fyrirætlun sinni um að taka fyrir hækkun áfengisgjalds á þinginu í gær. Þetta var gert svo almenningur hamstraði ekki sterka drykki og tóbak í stórum stíl. 30.11.2004 00:01
Aðstaða til skammar á flugvellinum Flugstöð Reykjavíkurflugvallar var hugsuð sem bráðabirgðalausn fyrir um fimm áratugum síðan. Um skeið hefur verið hugað að byggingu samgöngumiðstöðvar austan megin vallar. 30.11.2004 00:01
Gagnaöflun í gangi Talið er næsta víst að Mjöll-Frigg muni leggja inn nýja starfsleyfisumsókn fyrir starfsemi sína við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi um leið og tilskilinna gagna hefur verið aflað, að því er heimildarmenn blaðsins, kunnugir fyrirtækinu, herma. 30.11.2004 00:01
Starfa fyrir breskt fyrirtæki Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. 30.11.2004 00:01
Fyrrverandi forstjóri SÍF sýknaður Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, var í dag sýknaður af öllum ákærum um brot í starfi sem endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna á síðasta áratug. 30.11.2004 00:01
Bæjarstjórinn komi úr Framsókn Líklegt er að framsóknarmenn í bæjarstjórn Kópavogs fari fram á að embætti bæjarstjóra haldist í þeirra röðum þangað til í júní þegar Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur við starfinu. 30.11.2004 00:01
22 yfirheyrðir vegna barnsráns Lögreglan í Kópavogi hefur enn ekki haft uppi á manninum sem í síðustu viku nam níu ára telpu á brott úr miðbæ Kópavogs, ók með hana upp á Mosfellsheiði og skildi hana þar eftir. Lögreglan hefur yfirheyrt 22 karla á þrítugsaldri í tengslum við málið en þeir hafa allir verið hreinsaðir af grun um að vera viðriðnir það. 30.11.2004 00:01
Tölvur sem skilja íslensku Lokið hefur verið við gerð fyrsta íslenska talgreinisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hjal sé hugbúnaður sem geri tölvum kleift að skilja talað íslenskt mál, til dæmis í gegnum síma. 30.11.2004 00:01
Skilar 340 milljónum í ríkissjóð Alþingi hefur hækkað áfengisgjald á sterkt vín og tóbaksgjald um sjö prósent. Í frumvarpi fjármálaráðherra segir að hækkunin sé í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarps. Þingmenn Samfylkingar segja ríkisstjórnina nú vera búna að fjármagna skattalækkanir næsta árs. 30.11.2004 00:01
ÁTVR stefnt vegna Essó samnings Verið er að undirbúa málsókn á hendur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Hveragerði vegna brots á lögum um útboð. Tilboðin voru aldrei opnuð. Á Suðurlandi eru áfengisverslanir nær undantekningalaust í húsnæði Essó. 30.11.2004 00:01
Víðtækt samstarf ÁTVR og Essó Á Suðurlandi eru áfengisverslanir nær undantekningarlaust á bensínstöðvum Essó. Forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir engin annarleg tengsl vera milli ÁTVR og Essó. 30.11.2004 00:01
Náttúruverndarsinnar fengu sitt Kísilverksmiðjunni við Mývatn var lokað í dag. Tugir starfsmanna standa eftir atvinnulausir og gætu þurft að hrökklast úr byggðarlaginu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að rekja megi ástæðu lokunarinnar til þrýstings náttúruverndarsinna. 30.11.2004 00:01
Heitt vatn í Þórsmörk Heitt vatn er fundið í Þórsmörk. Boranir hafa skilað þeim árangri að nú renna tveir og hálfur lítri á sekúndu af 40 stiga heitu vatni upp úr borholu í Húsadal og er talið að með virkjun holunnar geti hún skilað 50-60 stiga heitu vatni. 30.11.2004 00:01
Gengu í skrokk á barnaníðingi Einhver hataðasti maður seinni ára á Íslandi, Steingrímur Njálsson, mætti í gær í Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar bar Steingrímur vitni í máli þar sem hann sjálfur situr í sæti fórnarlambs. 30.11.2004 00:01
Mikil fjölgun gjaldþrota Greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa tvöfölduðust á árunum 2001 til 2003, eftir því sem fram kemur í álitsgerð sem Vinnumálastofnun og stjórn Ábyrgðasjóðs launa létu taka saman. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að útgjöld sjóðsins muni nema um 800 milljónum króna á þessu ári. 30.11.2004 00:01
Heitt vatn í Húsadal Um síðustu helgi var lokið við að bora rúmlega kílómetra djúpa holu í Húsadal í Þórsmörk. Borun á þeim stað hafði fyrir fjórum árum gefið fyrirheit um jarðhita. Holan gefur í sjálfrennsli um tvo og hálfan lítra á sekúndu af um 40°C heitu vatni. 30.11.2004 00:01