Hrein geggjun að auka lánin 6. desember 2004 00:01 Menn eiga ekki að fara út í nýjar lántökur nema þeir sjái sér verulegan hag í því hvað varðar lækkun greiðslubyrðinnar, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. "Þá eiga þeir alls ekki að auka við lánin, því það er hrein geggjun," segir hann. Ástæðan er sú að húsnæðisverð getur fallið verulega eftir 1 - 2 ár. Vegna þenslu og breytinga á lánamarkaði hefur verið nánast óðaeftirspurn eftir húsnæði. Nú er verið að byggja ógrynni af nýju húsnæði. Eftir fáein ár minnkar kaupmátturinn hugsanlega hjá þjóðinni af því að atvinna dregst saman og atvinnuleysi eykst. Við slíkað aðstæður er reynsla fyrir því að húsnæðisverð hrynur." Guðmundur vísaði til áranna 1993 - 1994 þegar húsnæðisverð fór 30 prósent niður miðað við það sem það hafði verið 1988. Þá nefndi hann þróun þá sem varð í Svíþjóð 1987 - 1989, þegar verðgildi húsnæðis var orðið mun minna heldur en skuldirnar sem á því hvíldu, sem þýddi að eigendur gátu ekki selt, en sátu fastir, dæmdir til að borga allt hvað af tók. "Svo er annað sem menn skulu huga vel. Sé gengistrygging á láninu þá er það miklu verra heldur en ef menn eru með venjulega verðtryggingu," sagði Guðmundur. "Gengið á krónunni getur fallið. Og það gerist á einni nóttu. Sá sem væri að greiða af milljón að kvöldi, gæti þurft að greiða af 1.3 milljónum að morgni eftir 30 prósent gengisfellingu, sé lánið gengistryggt gagnvart evru. Þar með eru viðkomandi lánastofnanir að firra sig allri ábyrgð, en velta vandanu yfir á skuldarann. Þetta er stórhættulegt, því líkur eru á að það verði mjög stormasamt á gjaldeyrismörkuðum því dollarinn er á niðurleið. Íslenska krónan er enn háð dollaranum og gæti farið niður líka. Þá eru ákvæði um heimildir lánastofnana til að endurskoða vexti að ákveðnum tíma liðnum stórvarasöm. Vísitölutryggingin gerir það að verkum að lánið hækkar ekki nema í takt við neyslu. Það tekur miklu lengri tíma." Guðmundur sagðist ráðleggja fólki að fara hægt í hlutina og gera ekki breytingar á sínum fjármálum að ráði fyrr en séð værir fyrir hvernig þessir nýju lánamöguleikar virkuðu. Aðaláherslan væri á að fólk ætti að taka eins lítil lán og það kæmist mögulega af með. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Menn eiga ekki að fara út í nýjar lántökur nema þeir sjái sér verulegan hag í því hvað varðar lækkun greiðslubyrðinnar, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. "Þá eiga þeir alls ekki að auka við lánin, því það er hrein geggjun," segir hann. Ástæðan er sú að húsnæðisverð getur fallið verulega eftir 1 - 2 ár. Vegna þenslu og breytinga á lánamarkaði hefur verið nánast óðaeftirspurn eftir húsnæði. Nú er verið að byggja ógrynni af nýju húsnæði. Eftir fáein ár minnkar kaupmátturinn hugsanlega hjá þjóðinni af því að atvinna dregst saman og atvinnuleysi eykst. Við slíkað aðstæður er reynsla fyrir því að húsnæðisverð hrynur." Guðmundur vísaði til áranna 1993 - 1994 þegar húsnæðisverð fór 30 prósent niður miðað við það sem það hafði verið 1988. Þá nefndi hann þróun þá sem varð í Svíþjóð 1987 - 1989, þegar verðgildi húsnæðis var orðið mun minna heldur en skuldirnar sem á því hvíldu, sem þýddi að eigendur gátu ekki selt, en sátu fastir, dæmdir til að borga allt hvað af tók. "Svo er annað sem menn skulu huga vel. Sé gengistrygging á láninu þá er það miklu verra heldur en ef menn eru með venjulega verðtryggingu," sagði Guðmundur. "Gengið á krónunni getur fallið. Og það gerist á einni nóttu. Sá sem væri að greiða af milljón að kvöldi, gæti þurft að greiða af 1.3 milljónum að morgni eftir 30 prósent gengisfellingu, sé lánið gengistryggt gagnvart evru. Þar með eru viðkomandi lánastofnanir að firra sig allri ábyrgð, en velta vandanu yfir á skuldarann. Þetta er stórhættulegt, því líkur eru á að það verði mjög stormasamt á gjaldeyrismörkuðum því dollarinn er á niðurleið. Íslenska krónan er enn háð dollaranum og gæti farið niður líka. Þá eru ákvæði um heimildir lánastofnana til að endurskoða vexti að ákveðnum tíma liðnum stórvarasöm. Vísitölutryggingin gerir það að verkum að lánið hækkar ekki nema í takt við neyslu. Það tekur miklu lengri tíma." Guðmundur sagðist ráðleggja fólki að fara hægt í hlutina og gera ekki breytingar á sínum fjármálum að ráði fyrr en séð værir fyrir hvernig þessir nýju lánamöguleikar virkuðu. Aðaláherslan væri á að fólk ætti að taka eins lítil lán og það kæmist mögulega af með.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira