Innlent

Byggðarmerkis leitað

Ákveðið hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um byggðarmerki Fljótsdalshéraðs. Tákn merkisins skal hafa tilvísun í áberandi einkenni úr náttúru Fljótsdalshéraðs, sögu þess eða ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun, sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar og uppfylli reglur um byggðarmerki. Verðlaunaupphæð er 250.000 krónur og frestur til að skila tillögum er til 20. janúar 2005. Nánari upplýsingar á els.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×