Innlent

Klætt sig og skætt

Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í mánaðartekjur fá 400 þúsund króna ávinning af skattabreytingum ríkisstjórnarinnar þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Inni í þessum 400 þúsund krónum er minni staðgreiðsla upp á rúmlega 244 þúsund krónur og hærri barnabætur sem nemur 156 þúsundum króna. Ekki er tekið tillit til breytinga á eignaskatti eða skerðinga á vaxtabótum. Fyrir 400 þúsund krónurnar getur fjölskyldan skætt sig og klætt í heilt ár, eða fyrir sem nemur 279 þúsundum króna. Að auki getur hún keypt húsgögn og heimilisbúnað í heilt ár en ársneysla fjölskyldunnar í þessum vörum nam tæpu 121 þúsundi á árunum 2000-2002. Fjölskyldan hefur líka um annað að velja. Fyrir 400 þúsund krónurnar getur hún til dæmis keypt Opel Astra árgerð 1999 sem ekinn er 122 þúsund kílómetra eða Volkswagen Golf árgerð 1996 sem ekinn er 150 þúsund kílómetra. Í þessum dæmum er miðað við verðlag í dag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×