Staðan óeðlileg 6. desember 2004 00:01 Forsvarsmenn Íslandsbanka telja óeðlilegt að Íbúðalánasjóður, sem nýtur ríkisábyrgðar, stjórni samkeppni á íbúðalánamarkaði með því að rifta samstarfssamningi við bankana um greiðslumat íbúðalána. Samstarfssamningur Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna um greiðslumat rennur út í þessum mánuði. Íbúðalánasjóður ætlar hins vegar, ásamt sparisjóðunum og SPRON, að gera þeim, sem standa í húsnæðiskaupum, kleift að framkvæma greiðslumat, sem áður var gert í bönkum og sparisjóðum. Sparisjóðirnir ætla þannig að bjóða upp á allt að 25 milljóna króna lán, á 4,15 prósenta vöxtum, en ekki verður gerð krafa um viðskipti við sparisjóðina. Innan bankakerfisins heyrast þær raddir að með þessum breytingum séu sparisjóðirnir að stökkva undir pilsfaldinn hjá Íbúðalánasjóði, þar sem þeir geti ekki, vegna smæðar sinnar, staðið einir undir þeim skuldbindingum sem þessu fylgi. Telja menn óeðlilegt að viðskiptabönkunum sé stillt upp við vegg með þessum hætti, og segja það hagkvæmast fyrir þjóðfélagið að breið samstaða ríkti um fyrirkomulagið í þessum efnum. KB-banki og Landsbankinn eru að skoða leiðir til þess að bregðast við breytingunum. Forsvarsmenn Íslandsbanka segjast ekki átta sig á þessu nýja útspili íbúðalánasjóðs. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segir bankana um langt árabil hafa annast þetta greiðslumat. Þegar komi að þjónustu Íbúðalánasjóðs sé það mikilvægt fyrir fólk að það hafi aðgang að fjölbreyttri þjónustu og slíkt hafi verið tryggt með samstarfi við bankana. Hjá Íslandsbanka hafi verið lagður metnaður í að gera þetta sem best úr garði og því verði leitað skýringa á því hvort menn telji að svo hafi ekki verið. Hjá Íslandsbanka er verið að skoða kosti þess að ganga inn í samstarf íbúðalánasjóðs og sparisjóðanna. Aðstoðarforstjóri bankans segir það skipta höfuðmáli að fólk hafi um margar leiðir að velja þegar komi að húsnæðiskaupum og langbest sé að fjármögnun sé á hendi eins aðila. Jón segir samkeppnina leidda af Íbúðalánasjóði, sem sé í eigu ríkisins og hafi því möguleika á allt öðrum kjörum en aðrir, eins og til dæmis bankarnir. Ekki hafi enn verið til lykta leitt hvort staða Íbúðalánasjóðs á markaðnum sé í lagi. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Forsvarsmenn Íslandsbanka telja óeðlilegt að Íbúðalánasjóður, sem nýtur ríkisábyrgðar, stjórni samkeppni á íbúðalánamarkaði með því að rifta samstarfssamningi við bankana um greiðslumat íbúðalána. Samstarfssamningur Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna um greiðslumat rennur út í þessum mánuði. Íbúðalánasjóður ætlar hins vegar, ásamt sparisjóðunum og SPRON, að gera þeim, sem standa í húsnæðiskaupum, kleift að framkvæma greiðslumat, sem áður var gert í bönkum og sparisjóðum. Sparisjóðirnir ætla þannig að bjóða upp á allt að 25 milljóna króna lán, á 4,15 prósenta vöxtum, en ekki verður gerð krafa um viðskipti við sparisjóðina. Innan bankakerfisins heyrast þær raddir að með þessum breytingum séu sparisjóðirnir að stökkva undir pilsfaldinn hjá Íbúðalánasjóði, þar sem þeir geti ekki, vegna smæðar sinnar, staðið einir undir þeim skuldbindingum sem þessu fylgi. Telja menn óeðlilegt að viðskiptabönkunum sé stillt upp við vegg með þessum hætti, og segja það hagkvæmast fyrir þjóðfélagið að breið samstaða ríkti um fyrirkomulagið í þessum efnum. KB-banki og Landsbankinn eru að skoða leiðir til þess að bregðast við breytingunum. Forsvarsmenn Íslandsbanka segjast ekki átta sig á þessu nýja útspili íbúðalánasjóðs. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segir bankana um langt árabil hafa annast þetta greiðslumat. Þegar komi að þjónustu Íbúðalánasjóðs sé það mikilvægt fyrir fólk að það hafi aðgang að fjölbreyttri þjónustu og slíkt hafi verið tryggt með samstarfi við bankana. Hjá Íslandsbanka hafi verið lagður metnaður í að gera þetta sem best úr garði og því verði leitað skýringa á því hvort menn telji að svo hafi ekki verið. Hjá Íslandsbanka er verið að skoða kosti þess að ganga inn í samstarf íbúðalánasjóðs og sparisjóðanna. Aðstoðarforstjóri bankans segir það skipta höfuðmáli að fólk hafi um margar leiðir að velja þegar komi að húsnæðiskaupum og langbest sé að fjármögnun sé á hendi eins aðila. Jón segir samkeppnina leidda af Íbúðalánasjóði, sem sé í eigu ríkisins og hafi því möguleika á allt öðrum kjörum en aðrir, eins og til dæmis bankarnir. Ekki hafi enn verið til lykta leitt hvort staða Íbúðalánasjóðs á markaðnum sé í lagi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira